Freyr - 01.09.2005, Qupperneq 14
STEINSMÍÐI
Steinsmíði - Fínvinna við steina
2. þáttur
Oftast þarf að fínvinna steina til að
þeir gegni hlutverki sínu. Þetta er oft
erfið vinna sem nota þarf sérhæfð
verkfæri við. ( þessu sem öðru er það
æfingin sem skapar meistarann.
Höfundur greinarinnar er Helge
Haugen blaðamaður, en viðmælandi
er Erik T. Skretting, fyrrverandi bóndi.
Fínvinnan skiptist í tvennt. Annars vegar
þarf að „snyrta" steininn; rétta hliðar á
honum og fjarlægja bungur eða ójöfnur
sem spilla útliti og skemma notagildi hans.
Hinn hluti fínvinnunnar felst í að laga
hliðarnar þannig að steininn falli að öðrum
steinum í hleðslunni og bindi múrinn sam-
an, og einnig til að fá fram beinar línur í
hleðslunni. Takmarkið er að það þurfi á sem
minnstri fínvinnu að halda.
( upphafi, þegar verið er að undirbúa
klofningu grjótsins, ber að hafa í huga í
hvað á að nota steinana og haga sér eftir
því. Að jafnaði þarf að fínvinna steininn
meira eftir því sem klofni steinninn er lengri.
Á byggingarstaðnum verður maður að
velta steininum á alla vegu til að finna þá
hlið sem snúa á út.
VERKFÆRI
Steinn er harður. Verkfærið þarf að vera gott
til að duga. Grunnútbúnaðurinn er hand-
meitlar. Af þeim þarf þrjár gerðir, einn með
beitta egg, einn með odd og einn með flata
og breiða egg. Þessir meitlar eru notaðir til
skiptis, eftir því hversu stórt stykki á að
brjóta af steininum, (þ.e. hversu djúpt á að
taka).
Hamar, um 1,5 kg að þyngd, þarf til að
slá með. Meitlarnir þurfa að vera úr gæða-
efni til að duga og eru eftir því dýrir, þ.e.
kosta þúsundir króna hver, en með réttri
notkun endast þeir ævi manns.
(verkfærasettinu þarf líka að vera gadda-
hamar. Ásláttarflöturinn á honum er með
göddum úr hörðum málmi. Þessi hamar er
notaður til að jafna út fleti eða til að fá líf (
dauða fleti. Þetta áhald er til í mörgum
gerðum með óllkum göddum. Gadda-
hamar er oftast nær neðarlega á innkaupa-
listanum hjá byrjendum í steinsmíði.
Til að grófhöggva steina þarf sleggju og
mismunandi gerðir af meitlum. Meitlarnir
eru í lögun eins og hamar með löngu skafti.
Tvo menn þarf til verksins, annar stýrir
meitlinum en hinn slær á hann með
sleggjunni.
Ein gerð af meitlum er með langa egg og
önnur er með oddhvassa egg. Sérstakasta
gerðin er með tvöfalda egg. Hún er aflöng
og U-laga og með tvær hvassar brúnir.
Notuð er venjuleg sleggja með 4-5 kg
haus til að lemja á meitlana. í könnun sem
fram fór á minjasafninu „Ryfylkemuseet"
taldi reyndur steinsmiður þó að sleggjan
mætti ekki vera stærri (þyngri), en meitillinn.
HÖGGVA LAUST!
Erfitt er að gefa forskrift að því hvernig
þessi fínvinna fer fram. Æfingin skapar
meistarann og það gildir að hafa auga fyr-
ir verkinu. Gott er að fara varlega af stað
og höggva lítið burt ( byrjun og finna
hvernig verkfærin vinna á einstökum gerð-
um af steinum.
Þegar höggva á til kantinn á steininum er
merkt fyrir honum og síðan vinnur stein-
smiðurinn sig áfram endanna á milli. Hér
gildir að taka lítið fyrir í einu með léttum en
ákveðnum höggum - en beita ekki kröft-
um, það eyðileggur verkfærin.
Það horn sem meitillinn myndar við stein-
inn og hversu fast er slegið stýrir því hversu
mikið brotnar úr steininum. Hamars- eða
Meitlasett, f.v. meitill með odd, meitill með egg og meitill með flata egg með skörpum
köntum.
Brothamrar. Til vinstri eru tveir hamrar með eggjar með tvo skarpa kanta, þar næst er odd-
hvass hamar og til hægri er hamar með aflanga egg. Takið eftir að þyngdarpunktur
hamarshausanna er eggjarmegin við gatið á hausunum.
14
FREYR 09 2005