Freyr - 01.09.2005, Qupperneq 16
FÓÐUR
Kolvetni í fóðri
jórturdýra (1)
Kolvetni í gróffóðri og
korni eru mikilvægasti nær-
ingarefnaflokkurinn og sá
sem gefur stærstan hluta
(60-70%) fóðurorkunnar
sem drífur búvörufram-
leiðsluna - í mjólk og kjöti.
Nú er í þróun nýtt
samnorrænt fóðurmatskerfi
fyrir jórturdýr á Norður-
löndum, - NorFor. Hagnýt-
ing nýrrar þekkingar um
meltingu, niðurbrot og eig-
inleika kolvetna sem aflað
hefur verið í rannsóknum
undanfarin 10 -15 ár er einn
af grunnþáttum nýja fóður-
matkerfisins.
Innan skamms er hægt að
reikna með að aukin
áhersla verði lögð á mæl-
ingar á kolvetnum, frumu-
veggjarefnum og eiginleik-
um þeirra í fóðri. Mæling-
arnar munu mynda traust-
ari grundvöll að fóðurmati
og skipulagi fóðursam-
setningar fyrir mjólkurkýr.
Hér verður fjallað stuttlega
um kolvetni í fóðri, hver
þau eru, hvernig þau eru
flokkuð og aðgreind og
hlutverk þeirra í fóðurmati.
KOLVETNI
Kolvetni í fóðri eru fjölbreytileg-
ur efnaflokkur myndaður úr
frumefnunum; kolefni (C), súr-
efni (0) og vatnsefni (H), -
(CH^Ojn. Efnaflokkurinn
spannar allt frá einföldum sykr-
ungum (glúkósi, galaktósi, fruk-
tósi) og yfir í flókin og torleyst
efnasambönd (sellulósa, hemi-
sellulósa, fruktan og glukan).
Sykur og sterkja eru einföld
og vel þekkt kolefnasambönd.
Þau eru auðnýtanleg öllum
skepnum, klofna hratt niður í
meltingarveginum og meltast
nær fullkomlega (100 %).
Kolvetnin sem mynda frumu-
vegg í plöntum (stoðvef plantn-
anna) samanstanda hins vegar
af þremur efnahópum; pektíni,
seliulósa og hemisellulósa.
Fjórði efnahópurinn í frumu-
vegg sem að vísu telst ekki til
kolvetna en myndar efnasam-
bönd og tengist hinum þremur
er lignin. Lignín er ómeltanlegt
en vegna sambands sem það
myndar við frumuveggjarkol-
vetnin hefur það mikil áhrif á
meltanleika þeirra og nýtingu.
Tréni eða plöntutrefjar er fóð-
urfræðilegt samheiti yfir frumu-
veggjarkolvetnin og lýsir bæði
lífræðilegum og efnafræðileg-
um eiginleikum þeirra. Þessi
efnaflokkur hefur til þessa ekki
verið efnagreindur í fóðri hér á
landi. Nú mun hins vegar verða
þar breyting á með nýja NorFor-
fóðurmatskerfinu sem áður var
nefnt.
Sameiginlegt einkenni
plöntukolvetna er að þau melt-
ast ekki vegna meltingarhvata
sem húsdýrin framleiða, heldur
aðeins fyrir tilstuðlan meltingar-
hvata sem örverunar ( vömb og
víðgirni jórturdýra framleiða.
Það er því örverugerjun í vömb
jórturdýra sem gerir nýtingu
þessara þýðingarmiklu efasam-
banda mögulega.
Við örverugerjun kolvetna í
vömb myndast svokallaðar rok-
gjarnar fitusýrur. Mikilvægastar
þeirra eru ediksýra, própíonsýra
og smjörsýra. Þessar sýrur eru
gríðarlega þýðingarmikil orku-
uppspretta fyrir jórturdýrin, þvf
um 70-75 af hundraði fóður-
orkunnar kemur frá þessum
þremur fitusýrum. Til viðbótar
mikilvægu orkugjafarhlutverki
eru ediksýra og smjörsýra einnig
mikilvæg byggingarefni til
myndunar mjólkurfitu. Þrópí-
onsýra er á hinn bóginn afar
mikilvægt hráefni til myndunar
blóðsykurs í lifrinni. Við örveru-
gerjun í vömb myndast einnig
mikið af orku sem örverurnar
nýta til myndunar á örveru-
IEftir Gunnar
Guðmundsson,
Bændasamtök-
um íslands
próteini, sem nær að mæta 50
til 90 af hundraði próteinþarfa
jórturdýra.
PLÖNTUTREFJAR -
TRÉNI - FIBER
Plöntutrefjarnar eru stærsti ein-
staki efnaflokkurinn í gróffóðri
og korni. Rétt ákvörðun á melt-
anleika trénis hefur þar af leið-
andi afgerandi þýðingu um
ákvörðun á orku- og prótein-
gildi fóðursins og ennfremur
um mat á virku fóðuráti grip-
anna. Plöntutrénið er einnig
þýðingarmikill hiekkur í að við-
halda eðlilegri vambarstarfsemi,
efla örverugerjun og jórtur og
þar með myndun munnvatns
sem stjórnar umhverfinu, eða
m. ö. o. sýrustiginu í vömbinni.
Plöntutrefjarnar / frumuveggjar-
efnin í fóðrinu mynda einnig
svonefnt „trénisteppi" á yfir-
borði vambarinnihaldsins. Tepp-
ið eða „mottan" virkar eins og
sía eða skilja sem stjórnar
áframflæði uppleystra fóðu-
ragna út frá vömbinni. Það
kemur í veg fyrir of hratt flæði
fóðuragna út frá vömbinni sem
veldur því að næringarefni fara
forgörðum.
f núverandi fóðurmatskerfi
(FEm, AAT/PBV) er fóðrinu skipt
í þurrefni, prótein, fitu, tréni,
ösku og NFE þar sem NFE er
reiknað sem afgangur eftir að
hinir þættirnir hafa verið efna-
greindir (NFE, gíkgþe= 1000-
(prótein + fita + tréni + aska).
Þarna eru tréni og NFE-mæliein-
ingar fyrir kolvetnahluta fóðurs-
ins en tilgangurinn er að skipta
þessum fóðurefnaþætti í tor-
meltan (tréni) og auðmeltan
(NFE) hluta. Það hefur hins veg-
ar komið í Ijós að þessi skipting
kolvetnanna er ónákvæm. Því
mun í fóðurmatskerfi framtíðar-
16
FREYR 09 2005