Freyr - 01.09.2005, Síða 18
VIÐTAL
í sambýli við
feiknskap náttúrunnar
VIÐTAL VIÐ JÓN HELGASON í SEGLBÚÐUM, SEINNI HLUTI
Hjónin Jón Helgason og Guðrún Þorkelsdóttir í Seglbúðum. Á bak
við Guðrúnu má sjá myndarlegan öl sem Búnaðarfélag íslands gaf
Jóni þegar hann var sextugur. Nú er þarna vöxtulegur skógur.
SAMGÖNGUR
Hvernig var samgöngum þarna
háttað framan af öldinni?
Það var fyrst árið 1935 sem
segja mátti að sveitirnar milli
Sanda kæmust í akvegasam-
band og bílfært yrði austur að
Klaustri á þeirra tíma mæli-
kvarða, þó að Dagbjartur Ás-
mundsson á Teygingalæk hafi
fyrstur manna keyrt alla þá leið
haustið 1928 eða vorið 1929.
Lárus Helgason var alþingis-
maður sýslunnar á árunum
1927 til 1933 og barðist mikið
fyrir samgöngubótum í sýslunni.
Árið 1929 var brúin yfir Eldvatn
hjá Stórahvammi í Skaftártungu
byggð og árið eftir yfir Tungu-
fljót. Síðan kom vegalagning
milli þeirra og á gamla veginn
yfir Eldhraunið. Skálm var brúuð
1932, Kerlingadalsá 1934 og
loks Múlakvísl 1935 með vegi
að henni inn eftir Höfðabrekku-
heiði.
Þessar framkvæmdir sköpuðu
gjörbreyttar aðstæður og nýja
möguleika. Siggeir Lárusson hóf
fastar áætlunarferðir milli
Reykjavíkur og Klausturs sumar-
ið 1936 og Bjarni í Hólmi reisir
frystihúsið sama ár. Ári síðar
byggir Kaupfélag Skaftfellinga
vörugeymslu á Klaustri með
verslunarbúð fyrir daglega af-
greiðslu. Eftir það lagðist upp-
skipun og verslun við Skaftárós
niður. Varð þá einnig breyting í
Seglbúðum, en um það segir
Þórarinn Helgason í bók sinni
„Lárus á Klaustri" m.a:
„Meðan verslunin var við
Skaftárós lá aðalumferðarleiðin
hjá Seglbúðum. Var þar mikill
áningarstaður, meðan hestarnir
voru notaðir til aðdráttanna. Því
var oft gestkvæmt hjá þeim
hjónum I Seglbúðum, Gyðríði
Pálsdóttur og Helga Jónssyni,
og mun gestrisni þeirra og ein-
stök greiðasemi Helga bónda
minnisstæð, meðan nokkur lifir,
er hennar naut".
SlMINN
Landssímalína var lögð árið
1929 beint frá Vík austur að
Klaustri. Komust sveitirnar milli
Sanda þá í símasamband við
umheiminn, en loftskeytastöð
hafði verið sett upp á Klaustri
1922. Síðan var lögð innansveit-
arlína með einum þræði suður
Landbrot, Meðalland og yfir
Kúðafljót út í Álftaver. Það voru
aðeins fáir bæir í hverri þessari
sveit sem fengu símann og voru
allir á sömu línunni. Árið eftir
var lögð aukalína frá Seglbúð-
um suður að Skaftáósi með
innirofa í Seglbúðum. Sú lína
var tengd þar inn á hina, þegar
þörf var á. Einnig voru þar rofar
fyrir aðallínuna, þannig að hægt
var að loka fyrir í sitt hvora átt.
Notuðu margir sér það því að
hringingar urðu daufar, þegar
margir fóru að hlusta, sérstak-
lega þegar t.d. þurfti að ná í
símstöðina á Klaustri utan úr
Álftaveri og Meðallandi. Var þá
hægara að ná að Seglbúðum,
enda hringingin þangað aðeins
„ein löng", og biðja um aðstoð
við að ná að Klaustri. Engum
mun þó hafa dottið í hug að
fara fram á greiðslu fyrir þessa
aukaslmaþjónustu.
Símastaurunum var skipað
upp við Skaftárós og boðinn út
flutningur og dreifing á þeim á
línuna haustið áður. Bændur
tóku það að sér og miðuðu við
að geta flutt staurana frá Skaft-
árós á æki. En það kom aldrei
hald allan veturinn svo að flytja
varð staurana á hestvögnum,
sem varð erfiðara og dýrara
fyrir bragðið. Dagbjartur á Teyg-
ingalæk mun þó hafa notað
sinn nýja bíl til þess í Fljótshverfi.
Símavinnuflokkur Björnæs setti
svo upp línu og síma.
UMBROT í NÁTTÚRUNNI
Þarna hafa orðið ýmis umbrot I
náttúrunni, bæði í þinni tíð og
áður.
Já, eldgos og jökulhlaup hafa
á liðnum öldum eða frá örófi
alda, má ef til vill segja miðað
við okkar sjónarhorn, ógnað og
mótað byggðarlagið. En í kjölfar
þeirra hamfara hefur sandfok
og sandburður haldið áfram
stórtækri iðju náttúruaflanna. (
18
FREYR 09 2005