Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2005, Síða 19

Freyr - 01.09.2005, Síða 19
VIÐTAL Seglbúðir í Landbroti. Bæjarhúsin til vinstri en hægra megin hlykkist Grenlækurinn fram Landbrotshraunið. því sambandi er mér minnis- stæðast þriggja sólarhringa ofsaveður af austri á sauðburði seint i maí 1944. Ég sé enn fyrir mér, þegar ég horfi út um suð- urgluggana heima, sandmökk- inn rísa hátt á loft upp ekki langt sunnan við bæinn. Þetta gífurlega sandfok fór yfir Land- brotsvötnin, sem Grenlækur og fleiri lækir í Landbroti runnu j, og fyllti farveg þeirra. Þau-færð- ust því til og fóru að renna um hin grösugu stararflóð sem áður voru slegin. Sandbylurinn gerði þó ennþá meiri spjöll í Meðallandi á gróðri og mannvirkjum. Ábúendur á Leiðvelli fluttu strax I burtu og árið eftir fóru Feðgar í eyði. Á fleiri bæjum kom sandurinn heim að dyrum. Frá fyrri öldum eru margar slíkar sagnir um hamfarir nátt- úrunnar, eins og hvernig sand- urinn fór yfir Kirkjubæjarklaust- ur í nokkrar aldir og setti að lok- um bæinn og kirkjuna þar í kaf. Einn forfeðra minn, Jón Magnússon, tengdasonur Odds í Seglbúðum, bjó á Klaustri frá 1816 og fram yfir 1830. Þegar hann kemur þangað er sandur- inn að fara yfir bæinn og fékk Jón því leyfi til að flytja hann vestur fyrir lækinn þar sem hann hefur verið síðan. Síðustu áratugina höfum við þó fyrst og fremst séð foldarsár- in gróa í kjölfar breyttra búskap- arhátta, hagstæðs tíðarfars og fyrir atbeina Landgræðslu ríkis- ins. Nafnið Landbrot, hver er upp- runi þess? Það virðist vera frá Landnáms- öld því að í Njálssögu segir Flosi Sigfússonum að taka vöru hans í Meðallandi og flytja austur, svo og í Landbroti og Skógahverfi. Og um 1070 er Guðni hinn góði talinn hafa gefið tvö kristbú, í Eystri-Dalbæ og Uppsölum í Landbroti. Bendir það til þess að þá hafi verið bærilegt undir bú, þrátt fyrir nafnið. Nafnið Land- brotsá á litlum læk skammt frá Seglbúðum veitir heldur engar skýringar. Uppspretturnar eru reyndar í stórum farvegi sem bendir til þess að þar hafi áður verið mikið vatnsfall eins og víð- ar þar í kring. Þau eru nú horfin nema Grenlækur, en eftir standa örnefni eins og Tröllshyl- ur, þar sem enn eru djúpar tjarnir í botni. Bæirnir í Landbroti standa á jaðri Landbrotshraunsins. Það hefur runnið yfir votlendi og því myndast þar mörg þúsund hól- ar, margir með gervigígum. Menn eru ekki á einu máli hve- nær þetta hraun rann. Sumir jarðfræðingar segja að það hafi gerst árið 934 en mér finnst þá vakna ýmsar spurningar. ( Landbrotinu er mikið mann- virki sem liggur suður Landbrot- ið nokkurn veginn þar sem þjóðvegurinn er nú, frá Ásgarði suður að Þykkvabæ. Þetta er mikill manngerður garður. Jarð- fræðingarnir Sigurður Þórarins- son og Þorleifur Einarsson grófu í hann og greindu kekkina í hleðslunni. Þeir töldu garðinn ekki yngri en frá 1200. En þá vantar skýringu á því hvernig unnt hefur verið að hlaða þennan garð upp af hrauni sem hefur runnið þar innan við 300 árum áður, ef horft er á austurbrún Skaftár- eldahraunsins núna, skammt við hringveginn, þar sem aðeins er gamburmosi og ekki unnt er að stinga nokkurn kökk á þriðja hundrað árum eftir að það rann. Og ekki er síður erfitt að skilja hvernig unnt var, 80 árum eftir að hraunið rann, að stunda þar blómlegan búskap, sem gat staðið undir leigugreiðslum. Þannig er hægt að halda áfram að spyrja. Manst þú eftir skipsströndum? Já, ég á skýra minningu um það þegar ég var fimm ára, að einn morgun milli jóla og nýárs var ég vakinn þar sem ég svaf í baðstofunni og mér sagt að verða ekki hræddur þó að komnir væru ókunnugir menn í sum rúmin þar. Þá um nóttina höfðu komið þrír þýskir sjó- menn af skipi sem hafði strand- að við Skaftárós og gengið upp eftir, af því að þeir sáu útiljósið á baðstofuburstinni, en slíkt hafði gerst áður fyrir mitt minni. Þess- ir skipbrotsmenn voru af þýska togaranum Albatross. Skipsströnd voru tíð þarna í Meðallandsbugtinni á fyrri öld- um og fram undir 1960. Sem betur fer var það ótrúlega oft sem flestir eða allir björguðust enda var alltaf brugðið skjótt við þegar vart var við strand og slðan reynt að hlúa vel að hrökt- um skipbrotsmönnum þó að húsakynni væru lítil og þröngt í búi á mörgum heimilum. FREYR 09 2005 19

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.