Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.2005, Qupperneq 20

Freyr - 01.09.2005, Qupperneq 20
VIÐTAL Skipsströnd voru tíð í Meðallandsbugtinni á fyrri öldum og fram undir 1960. Hér má sjá Ijósmynd af strandi við Skaftárós sem Helgi Lárusson festi á filmu. Ártalið er óþekkt. Ull breidd til þerris á Seglbúðum sumarið 1923. Lengst til hægri er Helgi Jónsson að breiða út reyfi en næst honum er Gyðríður Pálsdóttir kona hans sem heldur á Margréti Heigadótt- ur, þá á fyrsta ári. Lengst til vinstri er Þorlákur Sveinsson vinnumað- ur og við hlið hans Ólöf Jónsdóttir með þremur stúlkum og er Ólöf dóttir hennar í miðju. Hins vegar gátu skipsströndin orðið til bjargar ef skipin voru búin að fiska og orðin með afla. Þá urðu ýmsar vistir og búnaður til nytja, auk timburs úr skips- skrokkunum. Tréskipin rak oft upp í fjöruna svo að hægt var að rífa þau og nýta timbrið til bygginga og smíða. Það kom t.d. í Ijós, þegar farið var að rífa íbúðarhúsið, sem var byggt 1906, sama ár og Jón afi minn deyr, að burðarviðir voru allir úr dekkslám. Voru munir úr ströndum í Segl- búðum og á bæjunum þarna? Já, ýmislegt. Faðir minn átti margvísleg verkfæri og fallega maghony kommóðu með út- dregnu skrifborði, ásamt klukku og ýmsu fleiru. Sérstaklega dreifðust fallegir gripir á marga bæi úr franska spítalaskipinu Sankti Páli, sem strandaði á Kot- eyjarfjöru árið 1899. Tvennt er enn til úr öðru strandi, sem er mér minnisstætt, þó ekki vegna gripanna, en það eru kuldaúlpa og járnkista undan skotfærum. Úlpuna notaði ég töluvert og kistan lenti fljótlega í smiðjunni undir skeifum. Strandið var breska herskipið Barrhead, sem strandaði 29. des. 1940 á Slýjafjöru, eins og svo fjöldamörg önnur skip á undan togaranum Baldvini Þor- steinssyni 2004. Áhöfnin ætlaði að reyna að koma því fljótt aft- ur á flot en það fór allt í handa- skolum svo að hún hélt á brott. Þá ákváðu tveir Klaustursbræð- ur, Siggeir og Júlíus Lárussynir, ásamt Sigfúsi á Geirlandi að freista þess að gera það. Fengu þeir fleiri í lið með sér, þ.á m. föður minn og Markús Ivarsson, sem var ömmubróðir Guðrúnar, konu minnar. Mér varð Markús mjög minnisstæður, þegar þeir þurftu að fara ríðandi á strand- stað og komu þá við í Seglbúð- um. Eftir stuttan tfma voru þeir vel á veg komnir að ná skipinu á flot. Þá fréttu Bretarnir það og vildu sjálfir Ijúk? verkinu. Síðari tilraun þeirra fór þó á sömu leið og sú fyrri. Nokkru síðar tóku heimamenn aftur til við verkið en þá hafði skipið snúist á verri veg. Þeir létu þó ekki hugfallast og með þrautseigju og útsjónar- semi tókst ætlunarverkið. Vinnumennirnir í Seglbúðum höfðu tekið að sér að leysa föð- ur minn af hólmi við þessa vinnu. Annar þeirra notaði vinnulaunin til að kaupa nýtt og öflugt útvarpstæki. Var þá farið að stilla á aðrar stöðvar, þó að málakunnátta væri lítil. Allt ( einu hljómaði þá skýrri röddu: „Hér er Berlín, hér er Berlín, Þýskaland útvarpar á íslensku" og síðan voru lesnar stríðsfréttir frá öðru sjónarhorni. Árið 1900, 29. mars, strand- aði þýskur togari á Steinsmýrar- fjöru. Var það „gott strand", því að úr því var skipað upp miklu af kolum og fengu menn þriðj- ung í björgunarlaun. Einnig náðist í mikið af fiski og köðlum, sem boðið var upp. Skipstjóri lét skipshöfnina hinkra við, þar sem úti fyrir voru mörg skip að veiðum. Vildi hann reyna að komast beint um borð í þau. Afi minn, Jón Þorkelsson f Seglbúðum, var fenginn til að fylgjast með sjólagi, en hann hafði fram að því stundað þar sjóróðra þegar sjór var fær og aðrar aðstæður leyfðu. Jón og Gfsli, bróðir hans, frá Eystra- Hrauni höfðu sjáifir smíðað sér bát og gengu róðrarnir áfalla- laust, en voru nú að leggjast niður. Gísli var þá fluttur norður á Tjörnes og Jón önnum kafinn við framkvæmdir í búskapnum, enda sjávargatan um 10 km og útróður ótryggur og oft var ófært. Elías Gissurarson, langafi minn, sem bjó á Syðri-Steins- mýri síðustu þrjá áratugi aldar- innar, var formaður á öðrum bát er reri til fiskjar. Einnig er sagt að Páll Þorsteinsson á Hunku- bökkum, langalangafi minn hafi eitthvað róið þar. Sjávargatan hjá honum var um 20 km. Annars er Iftið skráð um þessa útgerðarsögu við Meðallands- bugtina allt frá því að Gissur Einarsson, síðar biskup, reri í næstu verstöð. Þetta var eftir að Ögmundur biskup rak hann frá sér fyrir trúvillu til móður hans f Hrauni í Landbroti, þar sem hann ólst upp. Gæti sú verstöð hafa verið við Skaftárós eða Sýrulækjarós. Nytjar af reka? Seglbúðir eiga ekki fjöru, en það voru mikil hlunnindi fyrir jarðir að eiga góða fjöru. Fyrst og fremst var rekinn timbur, en ýmislegt rak fleira. Á útmánuð- um bar brimið fisk upp í sand- inn. Ég heyrði talað um að Helgi Þórarinsson í Þykkvabæ hefði verið duglegur við að fara síðla nætur til að ná fiskinum áður en fuglinn tók hann. Einnig rak loðnu, sem nefnd var síli. Hún var hirt og notuð til fóðurs, t.d. í Álftaveri fram yfir 1960. Áður var hún líka notuð til matar, enda bjargræði þegar kom fram á útmánuði og orðið þröngt f búi. Á stríðsárunum var sérstak- lega mikill reki, þar sem svo mikið barst þangað af alls konar varningi úr þeim mikla fjölda skipa sem þá var sökkt. Fékk faðir minn þá mikið af timbri hjá fjörueigendum sem mikinn reka fengu. Við fjöruna var líka reynt að veiða sjóbirting í sjávarlónum í grennd við ósana. Mynduðust sandrif nokkra tugi metra frá fjöruborðinu samhliða fjörunni. Var ég áhorfandi að því að um fjöru var vaðið út á rifin, net dregið fyrir lónin og náðist sjó- birtingurinn í það. Sjóbirtingsveiðin var þó aðal- lega með ádrætti uppi í ósunum í lok júní og júlí, en í lækjunum þegar leið á sumarið og fram á haust og vetur. Var fyrst og fremst veitt í net því að stangar- veiði var lítið stunduð af heima- mönnum. Hins vegar var á vetr- um reynt að veiða með sting, sem var löng stöng með agn- haldi á endanum. Þurfti mikla æfingu til að nota hann, m.a. vegna Ijósbrotsins í vatninu. Netin voru riðin heima á vet- urna og síðan felld. Á veturna var einnig spunnið hrosshár á snældu og fléttuð reiptögl. Til þess voru líka notaðar vörpur úr ströndunum. Var setið við að rekja þær upp og snærið fléttað í silann. Eftir 1920 fékk faðir minn Þórð Flóventsson frá Svartár- 20 FREYR 09 2005

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.