Freyr - 01.09.2005, Side 32
SAUÐFJÁRRÆKT
Sauðfjársæðinga-
starfsemin árið 2004
Sæðingar sauðfjár eiga sér nánast hvergi í heiminum jafn langa hefð og hér
á landi. Þessi starfsemi hefur samt á síðustu árum verið í mikilli þróun. Um-
fang sæðinganna hefur aukist með hverju ári. Þannig verða þær sífellt
veigameiri hlekkur í framkvæmd ræktunarstarfsins. Þær eiga þannig sinn
ómælda þátt í þeim miklu og greinilegu ræktunarframförum sem blasa við
í íslenskri sauðfjárrækt á allra síðustu árum. Þessi grein gefur í stuttu máli
hefðbundið yfirlit um starfsemina á þessu sviði á árinu 2004.
Þær breytingar hafa orðið á skipulagi
sauðfjársæðinganna að rekstri stöðvar-
innar á Möðruvöllum, sem fluttist þangað
fyrir rúmum tveimur áratugum frá Akur-
eyri, hefur verið hætt, Þessi stöð var sú
elsta af stöðvunum ef litið er á hana sem
beint framhald af rekstri stöðvar á Akur-
eyri. Nú eru því tvær stöðvar I landinu, sem
ráðgert er að verði með varanlega starf-
semi á þessu sviði á næstu árum, stöðin í
Laugardælum og stöðin við Borgarnes.
Með auknum ræktunarframförum í
stofninum fylgir að hrútakost stöðvanna
þarf að endurnýja nokkuð hratt og ekki
nema einstakir úrvalsgripir sem ná því
lengur að geta verið stórstjörnur til
margra ára. Þannig var meira en þriðjung-
ur af hrútastofninum endurnýjaður á ár-
inu. En þar sem hrútafjöldi stöðvanna í
heild var óbreyttur milli ára féllu jafn-
margir hrútar út og þeir sem mættu þarna
sem nýliðar eða samtals 17 hrútar f hvor-
um hópi.
Ýmsar ástæður réðu því að hrútar hurfu
af sjónarsviðinu svo sem að slys eða
óhöpp urðu þeim að aldurtila eða þeir
voru felldir í Ijósi þess að þeir höfðu skilað
því sem af þeim var ætlast. Hrútarnir sem
hurfu úr notkun frá í desember 2003 voru
þessir: Sekkur 97-836, Hörvi 99-856, Són-
ar 97-860, Ljómi 98-865, Stapi 98-866,
Vinur 99-867, Dóni 00-872, Hnykkur 95-
875, Fífill 99-879, Abel 00-890, Vísir 01-
892, Kostur 98-895. Snoddi 99-896,
Toppur 00-897, Farsæll 99-898, Kunningi
02-903 og Múli 03-907.
Nýliðarnir eiga að vera öflugur og sterk-
ur hrútahópur sem vonandi nær að skila
sínu hlutverki til frekari framfara í íslenskri
sauðfjárrækt. Það voru eftirtaldir hrútar (f
númeraröð): Aladín 00-917 frá Fremri-
Gufudal í Gufudalssveit, Hnokki 00-918
frá Melum I f Árneshreppi, Erpur 01-919
frá Heydalsá I í Steingrímsfirði, Kóngur 02-
920 frá Smáhömrum f Steingrímsfirði, Roði
00-921 frá Sveinungsvfk í Þistilfirði (þar
fæddur en fenginn á stöð frá Sauðanesi á
Langanesi), Eldar 01-922 frá Hríshóli í Eyja-
fjarðarsveit, Lómur 02-923 frá Sveinungs-
vík f Þistilfirði, Kuldi 03-924 frá Hesti f
Borgarfirði, Trassi 99-925 frá Norðurhjá-
leigu í Álftaveri, Toppur 00-926 frá Þykkva-
bæ í Landbroti, Vestri 01-927 frá Skarði í
Landsveit, Grfmur 01-928 frá Staðarbakka
í Hörgárdal, Týr 02-929 frá Presthólum í
Núpasveit, Glópur 00-930 frá Melum II í
Árneshreppi, Langidalur 01-931 frá Úthlíð
í Skaftártungu, Dfmon 01-932 frá Stóru-
Mörk undir Eyjafjöllum og Ormur 02-933
frá Heydalsá II í Steingrímsfirði.
Af þessum hrútum eru níu hyrndir og
átta kollóttir og Aladín hefur auk þess sér
til ágætis að vera svartbotnuflekkóttur
sem talsverðu réð um val hans til notkunar
á stöð. Ýtarlegar upplýsingar um ættir,
uppruna, útlit og reynslu þessara hrúta má
lesa f sameiginlegri hrútaskrá stöðvanna.
Samtals voru því á stöðvunum til
notkunar 47 hrútar. Af þeim voru 29
hyrndir og 16 kollóttir, auk tveggja for-
ystuhrúta.
Tíðarfar í desember var starfseminni
hagstætt þannig að engar alvarlegar
hindranir voru í dreifingu sæðis. Umfang
sæðinganna í landinu varð meira en
nokkru sinni. Með sæði frá stöðinni í
Laugardælum voru sæddar samtals 13.793
ær og með sæði frá Borgarnesstöðinni
13.459 ær. Þessu til viðbótar voru sæddar
samtals 2.735 ær með djúpfrystu sæði
sem nánar er vikið að í lok greinarinnar.
NOTKUN EINSTAKRA HRÚTA
Eins og ætíð var umtalsverð dreifing á notk-
un einstakra hrúta. Illu heilli féllu tveir af
nýju hrútunum nær alveg út í notkun, úr
Kóngi 02-920 tókst ekki að ná nothæfu
sæði og úr Vestra 01-927 aðeins örfáum
skömmtum. Um notkun á hrútunum liggja
að vísu, eins og áður, aðeins fyrir upplýsing-
ar um útsendinguna úr einstökum hrútum
en augljóst er að hrútarnir, sem eru með
mesta útsendinguna, eru þeir sem fá lang-
mesta notkun.
\£5m5ia
f WSK
IEftir Jón Viðar
Jónmundsson,
Bændasamtökum
íslands
Frá stöðinni í Laugardælum var útsend-
ing yfir þúsund skammtar úr eftirtöld-
um hrútum:
Frosti 02-913, 1.860 skammtar
Lóði 00-871, 1.430 skammtar
Langidalur 01-931, 1.390 skammtar
Týr 02-929, 1.365 skammtar
Áll 00-868, 1.365 skammtar
Grímur 01-928, 1.215 skammtar
Ægir 01-916, 1.020 skammtar
Þúsund skammta markinu í útsendingu
náðu þessir hrútar frá stöðinni við
Borgarnes:
Hylur 01-883, 1.731 skammtur
Spakur 00-909, 1.670 skammtar
Úði 01-912, 1.444 skammtar
Gári 02-904, 1.413 skammtar
Partur 99-914, 1.293 skammtar
Lómur 02-923, 1.185 skammtar
Kuldi 03-924, 1.078 skammtar
Þó að það séu stórstjörnurnar frá haustinu
2004 sem fá mesta notkun er mjög
ánægjulegt að líkt og allra síðustu ár fá
margir af nýju hrútunum strax mikla
notkun. Þannig fæst strax á öruggan hátt úr
því skorið hvort viðkomandi hrútur veldur
sínu nýja hlutverki.
Því miður liggja ekki fyrir neinar heilstæð-
ar upplýsingar um árangur sæðinganna
frekar en áður. Flest bendir samt til að víðast
um land hafi hann verið góður. Samt er vit-
að að á Austurlandi, þaðan sem bestar upp-
lýsingar er að hafa um árangur sæðinga á
sfðustu árum, var árangur því miður ekki al-
veg eins góður síðasta vetur og árið áður.
TILRAUN MEÐ DJÚPFRYST HRÚTASÆÐI
( desember 2003 var gerð nokkuð viða-
mikil tilraun með notkun á djúpfrystu
32
FREYR 09 2005