Freyr - 01.09.2005, Page 36
FERÐAÞJÓNUSTA
Sjálfbært
samfélag í Hrísey
- lykill að góðri ferðaþjónustu
IEftir Ragnhildi Helgu
Jónsdóttir, Landsskrifstofu
Staðardagskrár 21,
Borgarnesi
Á undanförnum árum hefur
verið unnið að verkefni við
að skapa sjálfbært samfé-
lag í Hrísey. Verkefnið er
hluti af sérstökum stuðn-
ingi iðnaðarráðuneytis, sem
ráðuneytis byggðamála, og
umhverfisráðuneytis, við
fámenn sveitarfélög sem
vilja móta sér stefnu um
sjálfbært samfélag á 21.
öldinni í anda Staðardag-
skrár 21.
Á árunum 2003-2005 hafa ár-
lega runnið tvær milljónir króna
af þessum stuðningi í verkefnið
um sjálfbært samfélag í Hrísey.
Fjármunirnir hafa verið nýttir í
ýmis verkefni I eyjunni í anda
sjálfbærrar þróunar. Meðal ann-
ars hefur verið ráðist í rannsókn
á orkumálum eyjunnar með það
í huga að íbúar hennar verði
sjálfum sér nægir um alla orku,
hvort sem er til Ijósa, hitunnar
eða sem eldsneyti á bíla. Það
yrði gert með framleiðslu raf-
magns úr jarðvarma sem finnst í
miklum mæli í eyjunni. Einnig
var keypt jarðgerðarvél, sem
jarðgerir allan lífrænan úrgang
sem fellur til hjá heimilum og
fyrirtækjum. Með því móti
minnkar sá úrgangur sem flutt-
ur er í land til urðunar, auk þess
sem þær auðlindir sem felast í
lífrænum úrgangi nýtast til
ræktunar úti í Hrísey.
Allt frá upphafi þessa verk-
efnis hafa menn velt fyrir sér
hvernig hægt sé að nýta verk-
efnið til atvinnusköpunar á
svæðinu, auk þess að koma á
framfæri sérstöðu svæðisins í
þessum efnum. Einkum var
horft til þeirrar atvinnugreinar
sem vex hvað hraðast í heimin-
um, þ.e. ferðaþjónustunnar.
Með þessu verkefni um sjálf-
bært samfélag í Hrísey, sem á
sér ekki hliðstæðu hér á landi,
var komin fram sérstaða sem
heimamenn töldu rétt að nýta
til að laða að ferðamenn. Upp-
byggingin yrði gerð á forsend-
um sjálfbærrar ferðaþjónustu.
Sérstaklega er fjallað um ferða-
þjónustu í samþykktri Staðar-
dagskrá 21 fyrir Hrísey, sem
staðfest var af hreppsnefnd í
mars 2004. Lögð var áhersla á
að hún verði í sem mestri sátt
við umhverfið og sérstaða
hennar nýtt til markaðssetning-
ar á eyjunni.
GRUNNÞÆTTIR SJÁLF-
BÆRRAR FERÐAÞJÓNUSTU
Áður en lengra er haldið er rétt
að skoða grunnþætti sjálfbærar
ferðaþjónustu. Átt er við ferða-
þjónustu þar sem bæði maður
og náttúra hafa hagnað af. Til
þess að það sé mögulegt er
nauðsynlegt að allar þjónustu-
greinar vinni saman að því að ná
settu markmiði. Ákveðin grunn-
atriði þarf að hafa í huga þegar
markmiðið er sjálfbær ferða-
þjónusta. Þar má nefna að um-
gengni við náttúru og samfélag
þarf að einkennast af virðingu
og að tryggt sé að heimamenn
taki þátt í ákvarðanatöku og hafi
ávinning af ferðaþjónustunni.
Áhersla verður að vera á um-
hverfisstjórnun í daglegum
rekstri fyrirtækja til að tryggja
sjálfbæra nýtingu auðlinda.
Einnig er nauðsynlegt að stíla
inn á sérstöðu svæðisins og
leggja áherslu á gæðavöru, þ.e.
að ferðamannastaðurinn sé í há-
um gæðaflokki og sé einstakur í
sinni röð.
Þegar horft er til samfélagsins
( Hrísey má í raun segja að nær
allir aðilar tengist ferðaþjónustu,
beint eða óbeint, því sjálfbær
ferðaþjónusta leggur áherslu á
samvinnu allra þjónustugreina.
Einnig geta framleiðslufyrirtæki
haft hag af henni, s.s. með auk-
inni kynningu til ferðamanna og
góðu orðspori.
Ferðamenn á leið i skoðunarferð um Hrísey
Ferjan Sævar er brúin milli lands og eyjar
^iHiiiiiin
Dráttarvélar eru algengar í eyjunni og setja sinn svip á samfélagið
36
FREYR 09 2005