Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.2005, Side 37

Freyr - 01.09.2005, Side 37
FERÐAÞJÓNUSTA Veitingahúsið Brekka er vinsælt meðal gesta og hefur þar gjarnan verið notað hráefni úr eyjunni Umhverfi Hríseyjar býður upp á þægilegar gönguleiðir MARKAÐSRÁÐ HRÍSEYJAR SETT Á FÓT Þótt margir aðilar í eyjunni komi að þjónustu við ferðamenn beint eða óbeint, hefur til þessa verið lítið sem ekkert samstarf þeirra á milli í markaðssetningu á svæðinu. í mótun Staðardag- skrár 21 fyrir Hrísey kom fram sú hugmynd að ferðaþjónustu- aðilar mynduðu samstarfsvett- vang. Til að svo mætti vera efndi verkefnisstjórn um sjálf- bært samfélag í Hrísey til fundar með öllum ferðaþjónustuaðil- um í eyjunni. Þar hélt Kjartan Bollason, sérfræðingur á Hóla- skóla, fyrirlestur um væntanleg- an ávinning af því að auglýsa Hrísey á þessu sviði. í máli sínu lagði hann mikla áherslu á nauðsyn þess að koma á sam- eiginlegri markaðssetningu ferðaþjónustunnar í Hrísey en á vordögum 2005 var haldinn stofnfundur Markaðsráðs Hrís- eyjar. Tilgangur ráðsins verður að sameina krafta fyrirtækja og annarra þjónustuaðila f Hrísey og vinna sameiginlega að mark- aðssetningu á Hrísey sem sjálf- bæru samfélagi, sem væri liður i að laða að fleiri ferðamenn. Stefnt er að því að fá eyjuna vottaða samkvæmt Green Globe 21, sem er alþjóðlegt umhverfisvottunarkerfi ferða- þjónustunnar, byggt á Dagskrá 21 og hugmyndafræði sjálf- bærrar þróunar. Einn af stöðlum Green Globe 21 lýtur að samfé- lögum og yrði sá staðall lagður til grundvallar starfinu í Hrísey. Einnig er það tilgangur Mark- aðsráðs Hríseyjar að efla inn- byrðis tengsl og þekkingu fyrir- tækja f Hrísey og ekki síður að vera sameiginlegur málsvari samfélagsins í eyjunni. ( framhaldi af stofnun mark- aðsráðsins var ákveðið að koma á fót sameiginlegri heimasíðu allra ferðaþjónustuaðila f Hrísey þar sem hægt er að koma eyj- unni á framfæri, kynna hvað hún hefur upp á að bjóða, jafn- framt því sem gestir geta pant- að gistingu eða ferðir í gegnum sfðuna. ÁVINNINGUR En þá er það spurningin hvaða ávinningur er af því fyrir eyjuna sjálfa, samfélagið og fyrirtækin að auglýsa og markaðssetja sameiginlega þennan áfanga- stað sem sjálfbæran ferða- mannastað? Búast má við að með því að kröftum allra aðila sé beint að sameiginlegu mark- miði náist betri árangur. Þannig er hægt að laða að fleiri gesti sem vilja heimsækja eyjuna á forsendum hennar sjálfrar og samfélagsins sem hana byggir. Það skiptir ekki bara máli að ferðamönnum fjölgi, heldur þarf sú fjölgun að vera í sátt við umhverfið og innan þeirra marka sem umhverfið og sam- félagið þolir. Með samvinnu geta ferðaþjónustuaðilar verið hluti af einni sterkri heild, sem f sameiningu geta boðið margvfs- lega þjónustu og afþreyingu, þótt hver um sig bjóði aðeins takmarkaða þjónustu. Það er trú þeirra sem vinna að þessu verkefni að með því stuðla að sjálfbæru samfélagi í Hrísey, sé verið að styrkja stöðu samfélags- ins enn frekar, laða fram hið ein- stæða sem þar er að finna og bjóða gestum að koma og njóta þessa sérstaka staðar, í sátt við umhverfi og samfélag. FREYR 09 2005 37

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.