Fréttablaðið - 16.12.2017, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 16.12.2017, Blaðsíða 24
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Kannski voru fyrirheit þar að lútandi hennar helsta skrautfjöður í kosninga- baráttunni. Skjótt skipast veður í lofti. Samkvæmt áreiðanlegum rannsóknum er það sem ég geri hér á síðum Fréttablaðsins einskis virði. Ég gæti allt eins starfað við að grafa skurði og moka ofan í þá aftur. Það skilar engu og skilur ekkert eftir sig. Flest lítum við á sjálf okkur sem upplýstar skynsemis- verur. Við myndum okkur skoðanir byggðar á stað- reyndunum og hafi einhver uppi betri rök skiptum við um skoðun. Ekki rétt? Rangt. Í ljós kemur að dýrategundin homo sapiens skiptir ekki um skoðun. Sérstaklega ekki ef um er að ræða stjórnmálaskoðanir. Í upphafi árs kynntu tauga- vísindamenn við Háskóla Suður-Kaliforníu niður- stöður rannsóknar sem sýndu fram á þessa þvermóðsku mannsins. Jafnvel þótt þátttakendum í rannsókninni væru sýndar sannanir þess að þeir hefðu rangt fyrir sér, þrjóskuðust þeir við að skipta um skoðun. En hvernig stendur á þessu? Myndir voru teknar af heil- um þeirra sem tóku þátt í rannsókninni í MRI-skanna. Sýndu þær að heilastöðvar sem ákvarða sjálfsmynd, stýra tilfinningasvörun og meta hættu verða virkar þegar stjórnmálaskoðanir okkar eru dregnar í efa. Vísindamennirnir komust að þeirri niðurstöðu að það er ekki sannleikurinn sem við stöndum vörð um þegar við rökræðum um stjórnmál heldur ættbálkurinn. Að falla í hópinn skiptir meira máli þegar kemur að því að lifa af heldur en að fara rétt með staðreyndir. „Stjórnmálaskoðanir eru eins og trúarskoðanir,“ útskýrði Jonas Kaplan sem fór fyrir rannsókninni. „Þær eru annars vegar hluti af sjálfsmynd okkar, hins vegar mikilvægar þegar kemur að því að ákvarða hvaða sam- félagshópi við tilheyrum … Íhugi maður að breyta um stjórnmálaskoðun er maður í raun að íhuga að breyta um sjálf.“ Ógn við ættbálkinn Rannsóknir sýna að okkur finnst ógnvænlegt að lesa blaðagreinar sem innihalda stjórnmálaskoðanir sem stangast á við okkar eigin. Hugurinn túlkar þær sem per- sónulega árás, ógn við ættbálkinn, stuðningsnetið okkar. Að lesa grein sem við erum sammála vekur hins vegar með okkur sælutilfinningu, því slík grein eykur magn taugaboðefnisins dópamíns í heila. Í anda jóla, hátíðar ljóss og friðar, hefði ég viljað boða lesendum pólitískan fögnuð sem allir gætu sammælst um. Slík áform eru þó vísindalega dæmd til að mistakast. Það er þó ekkert sem segir að ég geti ekki komið til móts við alla með öðrum hætti. Um leið og ég óska ykkur, kæru lesendur, gleðilegra jóla deili ég með ykkur uppskrift að bestu súkkulaðiköku í heimi – en súkkulaði, eins og stjórnmálaskoðanir sem eru okkur þóknanlegar, eykur framleiðslu dópamíns í heila. Gleðilega hátíð og verði ykkur að góðu. Besta súkkulaðikaka í heimi: 350 g dökkt súkkulaði 225 g ósaltað smjör 5 egg 300 g strásykur 100 g eitthvert kex, brotið niður í munnbita 1) Hitið ofninn í 160 gráður (140 ef um er að ræða ofn með viftu). Klæðið lausbotna, smellt kökuform (um 23 cm í þvermál) með bökunarpappír og smyrjið með smjöri. Setjið súkkulaðið og smjörið í pott og bræðið yfir lágum hita. Hrærið saman eggin og sykurinn þangað til blandan er þykk, ljós á litinn og rúmmál hennar hefur tvöfaldast (tekur um 5 mínútur). 2) Hellið súkkulaðiblöndunni út í eggjahræruna og hrærið varlega saman. Bætið kexbitunum út í og hrærið. 3) Hellið blöndunni í formið og bakið í 40-45 mínútur. Takið kökuna úr ofninum og leyfið henni að kólna í kökuforminu í 30-45 mínútur. Nú stendur valið milli tveggja leiða til að bera fram kökuna. Annars vegar er hægt að njóta hennar þegar hún er enn heit og miðja hennar er mjúk og minnir um margt á súkkulaðibúðing. Hins vegar má kæla hana svo að hún harðni og hægt er að skera hana í sneiðar. Gott er að bera kökuna fram með þeyttum rjóma og jarðarberjum. Pistill sem þú getur ekki verið ósammála Jólaskeiðin 2017 Hönnuður: Hanna Sigríður Magnúsdóttir Verslun Guðlaugs A. Magnússonar S: 562 5222, Skólavörðustíg 10 www.GAM.is Vonin 17.900kr. 925 sterling silfur Ný ríkisstjórn hefur þegar gengið á bak orða sinna. Þrátt fyrir fögur fyrirheit fyrir kosningar og síðan í stjórnarsátt-mála liggur fyrir að samkvæmt fjárlögum verður virðisaukaskattur á bækur ekki afnuminn strax. Þess í stað er að finna í fjárlögum loðin fyrirheit um að skoðaðar verði frekari skattalækkanir, meðal annars á bækur, á fyrsta starfsári nýrrar ríkisstjórnar. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir þá sem starfa við bókaútgáfu og höfðu talið skattalækkunina í höfn við útgáfu stjórnarsáttmálans, og jafnvel gert rekstraráætl- anir á þeim grundvelli. Það er illa gert gagnvart atvinnu- grein sem á undir högg að sækja. Þetta er ekki sérlega beysin byrjun hjá nýjum menntamálaráðherra, en bókaútgefendur höfðu áður hrósað Lilju Alfreðsdóttur í hástert fyrir að berjast fyrir afnámi bókaskattsins. Kannski voru fyrirheit þar að lútandi hennar helsta skrautfjöður í kosningabarátt- unni. Skjótt skipast veður í lofti. Rökin að baki meðgjafar með innlendri bókaútgáfu eru öllum kunn. Sumum þykir nauðsynlegt að vernda íslenska tungu sem á undir högg að sækja á tölvuöld. Önnur rök eru, að bókum á íslensku eigi að halda að fólki, einkum börnum og unglingum, af þeirri ömurlegu ástæðu að lestrarkunnáttu íslenskra ungmenna hefur hrakað ár frá ári. Í þeim efnum erum við orðin eftir- bátar margra þjóða sem við viljum bera okkur saman við. Bókaþjóðin virðist smátt og smátt vera að hætta að lesa. Ekki er sjálfgefið að hygla eigi bókaútgáfu umfram annað sem getur orðið til þess að varðveita íslenska tungu. Mætti ekki af sömu ástæðu aðstoða prentmiðla sem koma út á íslensku, eða sjónvarpsstöðvarnar sem framleiða efni á ástkæra ylhýra? Væri ekki sömuleiðis sjálfsagt að ríkið greiddi eða tæki þátt í kostnaði við textun og talsetningu sjónvarpsstöðva? Auðvitað á að skoða þetta allt í varnarbaráttunni. En óneitanlega eru það hrífandi rök, að ástæða sé til að halda lífi í bókaverslun, einfaldlega vegna þess að hún auðgar bæjarlífið, nú þegar allt er að verða eins og túristabúðir sem fylla verslunarrými í bestu versl- unarhverfum í borgum heimsins. Við höfum útlend fordæmi fyrir því að ýtt sé undir bókina, til dæmis í Frakklandi. Þar fær bókaverslun opinberan stuðning gagngert til að forða því, að bæjarlíf verði einsleitni að bráð. En óumdeilt er að ríkisstjórnin og menntamálaráð- herra hafa valdið stórum hópum vonbrigðum með því að standa ekki við stóru orðin. Bókin á sér marga öfluga talsmenn og það gæti orðið nýrri ríkisstjórn, sem nýtur mikils meðbyrs, dýrkeypt að fá þá upp á móti sér. Fáir hafa meiri áhrif á umræðuna en skáld og rithöfundar, sem kunna að orða hugsun sína svo eftir sé tekið. Bókabúðir auðga bæinn 1 6 . d e s e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r d A G U r22 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð SKOÐUN 1 6 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :1 7 F B 1 2 8 s _ P 1 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 8 4 -4 0 D 8 1 E 8 4 -3 F 9 C 1 E 8 4 -3 E 6 0 1 E 8 4 -3 D 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 2 8 s _ 1 5 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.