Fréttablaðið - 16.12.2017, Blaðsíða 76
Eggjapúns er skemmtileg tilbreyting á köldu jólakvöldi.
Rjúkandi heitt og kryddað jólaglögg ætti að ylja gestum sem reka inn nefið.
Meistarakokkurinn Jamie Oliver hefur sett saman afar girnilega uppskrift að
jólaglöggi, með lárviðarlaufum og
límónu. Þessa er kjörið að prófa
á gestum sem reka inn nefið í
frostinu. Uppskriftina er að finna á
jamieoliver.com.
Jólaglögg
2 klementínur
1 sítróna
1 límóna
200 g sykur
6 negulnaglar
1 kanilstöng
3 lárviðarlauf
Múskat til að raspa niður
1 vanillustöng
2 flöskur gott rauðvín
2 stjörnuanís
Rífið utan af klem-
entínunum.
Hellið sykri í
stóran pott
og setjið yfir
miðlungs-
hita, bætið
klementínu-
berkinum
út í og kreistið loks safann
úr klementínunni út í. Bætið
negulnöglum, kanilstöng, lár-
viðarlaufum og raspið tíu til tólf
sinnum af múskatinu út í. Skerið
vanillustöngina til helminga eftir
endilöngu og dembið út í pottinn.
Hellið þá rauðvíni út í svo það
rétt fljóti yfir sykurinn og hrærið.
Látið malla þar til sykurinn er
uppleystur, fáið þá suðuna upp
og látið sjóða í 4-5 mínútur eða
þar til blandan er orðin að þykku
sírópi. Þetta gefur afar gott bragð.
Þegar sírópið er klárt, skal lækka
hitann vel, bæta anís út í og loks
restinni af rauðvíninu. Hitið rólega
í um það bil 5 mínútur og ausið
loks í fallegar könnur. Glöggið
kemur sérstaklega fallega út í gler-
könnum.
Glöggið yljar á aðventunni
Heitt og kryddað vín hefur yljað fólki um æðar allt frá tímum Rómverja sem höfðu það með sér
á öllum sínum ferðum yfir Evrópu og bæði drukku það sjálfir í lítravís og versluðu með það. Sjóð-
heitt jólaglögg er afar vinsælt á aðventunni á Norðurlöndunum og víðar í Evrópu.
Eggjapúns fyrir 12
4 bollar mjólk
5 negulnaglar
½ tsk. vanilluextrakt
1 tsk. kanill
12 eggjarauður
1 ½ bolli sykur
2 ½ bolli ljóst romm
4 bollar matreiðslurjómi
2 tsk. vanilluextrakt
½ tsk. mulið múskat
Blandið saman mjólk, negul-
nöglum, ½ tsk. vanillu og kanil í
pott. Setjið yfir lágan hita og látið
suðuna koma rólega upp.
Takið til stóra skál og hrærið
saman eggjarauðurnar og sykur.
Þeytið þar til orðið ljóst og létt.
Þeytið þá heitri mjólkurblöndunni
varlega saman við eggin og hellið
svo öllu í pottinn. Eldið yfir miðl-
ungs hita og hrærið stöðugt í þrjár
mínútur eða þar til blandan fer að
þykkna. Látið ekki sjóða. Hellið
gegnum sigti í könnu og látið kólna
í um klukkutíma.
Hellið loks rommi, rjóma, 2 tsk. af
vanillu og múskatinu saman við.
Látið eggjapúnsið kólna í ísskáp
yfir nótt áður en það er borið fram.
allrecipes.com
Silkimjúkt eggjapúns
Tommy Hilfiger úrin fást úraverslunum.
12 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 6 . d E s E M B E R 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R
1
6
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:1
7
F
B
1
2
8
s
_
P
0
7
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
6
9
K
_
N
Y
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
6
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
8
4
-7
7
2
8
1
E
8
4
-7
5
E
C
1
E
8
4
-7
4
B
0
1
E
8
4
-7
3
7
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
1
2
8
s
_
1
5
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K