Fréttablaðið - 16.12.2017, Blaðsíða 92
Ljótasta bókarkápan 2017
Jólin eru ekki bara hátíð barnanna því þetta
er líka árstími bókaútgefanda, rithöfunda og
skálda að ógleymdum
kápuhönnuðum. Bókar-
kápurnar eru nefnilega
órjúfanlegur hluti af
heildarupplifun þeirra
sem kaupa og lesa bæk-
ur, þó svo að maður
ætti auðvitað aldrei að
dæma bók eftir káp-
unni. Til gamans var
því sett saman sveit
sex smekkvísra álits-
gjafa sem tók að sér að
velja þrjár fallegstu og
þrjár ljótustu bókar-
kápur jólaflóðsins í ár.
1. sæti
Minn tími saga
Jóhönnu Sigurðardóttur
Höfundur: Páll Valsson
Kápuhönnun: Alexandra Buhl
Útgefandi: Mál og menning
Það er ljótt að stela og gera það á
svona smekklausan hátt er verra.
Ekki því kápan sé neitt sérstaklega
ljót, heldur frekar því hönnunin er
blatant stuldur á Time-forsíðu.
Ófrumlegt og leiðinlegt. Það þarf
ekki að henda í Time Magazine-
hermikráku þó svo að orðið „tími“ sé í
titlinum. Jóhanna á betra skilið.
Tilvísunin í TIME magazine er
harkalegt slys sem hæfir engan
veginn sögu Jóhönnu sem á ekkert skylt við
þessa karllægu íhaldsemi sem kápan ber vitni
um.
Það
er
einfaldlega
ekki við hæfi
fyrir sögu
virtrar
stjórnmála-
konu að hafa
stolið eða
lánað útlit á
bókarkáp-
unni.
Punktur,
basta, búið.
2. sæti
Magni ævisaga Magna Kristjáns-
sonar skipstjóra frá Neskaupstað
Höfundur:
Ragnar Ingi
Aðalsteinsson
Kápuhönnun:
Gunnar Kr.
Sigurjónsson
Útgefandi:
Hólar
Strang-
heiðar-
leg og alþýðleg
heimagerð
kápa. Magni
serðir umkomu-
laust stýri í
brotsjó – djörf
pæling en leturgerðin sekkur þessu.
Eitt undarlegasta photoshop-
kennderí sem sögur fara af á
íslenskri bókarkápu.
3. sæti
Rúna
Höfundur:
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
Kápuhönnun:
Aðalsteinn
Svanur
Sigfússon
Útgefandi:
Bjartur
Miklu
meira
eins og aug-
lýsing fyrir
reiðnámskeið
en kápa á bók.
Þetta er eitthvað svo
skelfilega væmið og fráhrindandi.
Slitförin er
fallegasta
bókarkápan
árið 2017
Fallegasta bókarkápan 2017
1. sæti
Slitförin
Höfundur: Fríða Ísberg
Kápuhönnun: Luke Allan
Mynd á kápu: Dýrfinna Benita
Útgefandi: Partus
Falleg
mynd og
fallegt letur sem
tala vel saman.
Það hefði verið
hægt að skella
nánast hvaða lit í
bakgrunn og hún
hefði gengið upp.
Ákaflega
vel
heppnuð kápa
með fallegum
litum og letur-
meðferð. Teikn-
ingin minnir á
kápu Kvenna-
fræðarans á
ómótstæðilegan
hátt. Kraftmikil og
örvandi kápa fyrir
spennandi
höfund.
Öflug
sam-
setning þar sem
mynd og letur tala
vel saman. Þetta
er ekki bara
spurning um
einhverja óræða
fegurð heldur að
vera bæði
áberandi og
smekkleg og það
tekst hér.
Úthugsuð,
sensúal
og hrollvekjandi
kápa sem talast á
við innihald og
uppbyggingu í
bókinni. Grænu
litirnir brakandi og
óvenjulegir. Svartur
bakgrunnur
myndar dýpt og
leturgerðin á
titlinum hressir
mann.
Djörf,
áferðar-
falleg og eftir-
minnilegasta
kápan þetta árið.
Ég vil sökkva í
þetta þétta, græna,
blauta sóðafen
Kristínar.
2. sæti
Elín, ýmislegt
Höfundur:
Kristín
Eiríksdóttir
Kápuhönnun:
Halla Sigga
Útgefandi:
JPV
Höfundur: Bergur Ebbi
Kápuhönnun: Bergur Ebbi og Halla Sigga
Útgefandi: Mál og menning
Ég er sökker
fyrir gult og
svart og líka fyrir töff
og svalt. Þetta er gult
og svart og töff og
svalt þannig að ég
verð að fíla.
Þarna
eignuðust
minimalisminn og
typpastælarnir fallegt
afkvæmi. Þessi gula
auðn heillar mig.
Skilst hún sé, ásamt
leturgerðinni,
innblásin af Kraft-
werk–umslagi. Þegar
fólk vísar í þýskt tölvu-
popp er auðvelt að fá
mig á vagninn. Svo
gleður þessi æðislega
ljósmynd af höfundi,
sem gæti verið týndi
Gallagher–bróðirinn
sem er meiri fáviti en
þeir Liam og Noel til
samans.
3. sæti
Stofuhiti
n Berglind
Pétursdóttir
n Guðmundur Snær
Guðmundsson
n Haukur Viðar
Alfreðsson
n Kristín
Gunnarsdóttir
n Ólöf Skaftadóttir
n Tyrfingur
Tyrfingsson
Álitsgjafar Fréttablaðsins
1 6 . d e s e M b e r 2 0 1 7 L A U G A r d A G U r50 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
1
6
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:1
7
F
B
1
2
8
s
_
P
0
9
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
8
4
-6
D
4
8
1
E
8
4
-6
C
0
C
1
E
8
4
-6
A
D
0
1
E
8
4
-6
9
9
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
1
2
8
s
_
1
5
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K