Fréttablaðið - 19.12.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 19.12.2017, Blaðsíða 2
Veður Það verður allhvöss suðvestanátt og éljagangur í dag, en bjartviðri norðaustan- og austanlands. Kólnar í veðri, hiti 0 til 4 stig eftir hádegi. sjá síðu 22 „Við erum krökkunum ævinlega þakklát. Þau eru algjörir snillingar og færa mikla jólagleði inn í hjörtu okkar félagsmanna. Þetta er alveg yndis- legt,“ segir Svanhildur Ólafsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Árnessýslu, sem tók á móti 1.116.000 króna gjöf frá nemendum Sunnulækjarskóla á Selfossi í gær. Peningunum söfnuðu krakkarnir á góðgerðardegi skólans sem var haldinn í síðustu viku. Fréttablaðið/Magnús Hlynur Hreiðarsson NýsköpuN Íslenska smáforritið Muss ila, sem er hannað til þess að kenna börnum grunnatriði í tón- list í gegnum skapandi leik, hefur vakið mikla eftirtekt víða um heim. Nýleg rannsókn á smáforritinu gefur til kynna mikla gagnsemi þess. „Rannsóknin fór fram í Eistlandi og í Garðabæ,“ segir Margrét Júlíana Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Rosamosa sem framleiðir smáfor- ritið. Í rannsóknarverkefni sem var samstarfsverkefni grunnskóla í Garðabæ, þriggja skóla í Eistlandi og vefrannsóknafyrirtækisins Net- life Research í Noregi voru börn prófuð í tónfræði. Prófið hannaði Atli Ingólfsson, prófessor við Lista- háskóla Íslands. „Atli hafði ekki séð leikina áður en hann bjó prófið til. Prófið var lagt fyrir 120 börn í Eist- landi á aldrinum 8-9 ára,“ segir Mar- grét Júlíana. Prófið var svo lagt aftur fyrir börnin þremur vikum seinna en þá hafði hópnum verið skipt í tvennt. Fyrri hópurinn fékk sömu meðaleinkunn og áður eða 58,9 af hundraði. Einkunn seinni hópsins var 20,2% hærri en sá hópur hafði nýtt Mussila-smáforritið til viðbótar við hefðbundna tónlistarkennslu. „Niðurstöðurnar styðja við mark- mið okkar, við viljum hjálpa börnum að læra í gegnum leik og það er mjög merkilegt að börnin sem notuðu Mussila leystu meira að segja betur úr spurningum um efni sem er ekki kennt í leikjunum. Skilningur barnanna varð dýpri og í víðara samhengi,“ segir Margrét Júlíana sem segir að í allri kennslu sé mikilvægt að virkja rökhugsun barnsins sjálfs. Leikurinn hefur notið mikillar velgengni og hlotið  lof gagnrýn- enda. Hann hlaut meðal annars fimm stjörnu dóm í BBC Music Magazine. Þá var hann tilnefndur í Nordic Game Awards 2017. Fyrirtækið Rosamosi var tilnefnt fyrir hönd Íslands í Nordic Startup Awards. Í sumar gerði fyrirtækið samning við bresku leikfangakeðjuna Hamleys um þróun og dreifingu á tónlistar- námskeiðum og öðrum vörum sem byggja á leikjunum. Smáforritið hefur einnig vakið athygli í Kína. „Þetta verða tónlistarnámskeið sem verða kennd í verslunum Hamleys. Við erum einnig komin í samstarf við verslanir í Kína,“ segir Margrét frá. „Við stefnum að því að verða leiðandi vörumerki á sviði tón- listarefnis fyrir börn. Við viljum að það sé leikur að læra og því förum við í samstarf við fyrirtæki sem hafa sama markmið og við,“ segir Mar- grét Júlíana. kristjanabjorg@frettabladid.is Íslenskt app hjálpar  börnum að læra tónlist Rannsókn sem gerð var á notkun íslenska smáforritsins Mussila leiddi í ljós mikla gagnsemi þess í tónlistarkennslu. Börn sem notuðu forritið til viðbótar við hefðbundna tónlistarkennslu sýndu 20,2% aukinn skilning í tónfræði. Margrét Júlíana, framkvæmdastjóri rosamosa, fylgir eftir hröðum uppgangi fyrirtækisins. Á í samstarfi um Mussila víða um heim. Fréttablaðið/ernir Smiðjuvegi 2, Kópavogi - www.grillbudin.is - Sími 554 0400 Grillbúðin Þráðlaus kjöthitamælir Stilltu á tegund og steikingu Mælirinn lætur þig vita þegar maturinn er tilbúinn Fyrir grill og ofna JÓLATILBOÐ 4.990 VERÐ ÁÐUR 6.990 Opið alla daga til jóla Sko ðið nýja vef vers lun ww w.gr illbu din. is VersluN Í það minnsta tvær aug- lýsingar þar sem gefið er til kynna að rjúpur séu til sölu er að finna á söluvefnum bland.is. Bannað er að selja rjúpur eða rjúpnaafurðir en veiðitímabilinu þetta árið lauk í nóvember. Annar notandinn aug- lýsir að rjúpur „vanti heimili“ en nánari upplýsingar fáist í einka- skilaboðum. Hinn auglýsir rjúpur til sölu með beinum hætti: „Vegna breyttra fyrirætlana um jólin eru tíu stykki rjúpur sem ég nýlega fjárfesti í til sölu,“ skrifar hann og óskar eftir tilboðum í fuglana. Björn Þorláksson, upplýsingafull- trúi Umhverfisstofnunar, segir að stofnuninni hafi fram að þessu ekki borist neinar ábendingar af þessum toga þetta haustið. „Við höfum fyrri ár stundum fengið ábendingar og höfum þá vísað þeim málum til lög- reglu, því það er hennar að fram- fylgja því að sölubannið sé virt. Við erum fyrst nú að sjá vegna ábending- ar þinnar tengla á bland.is þar sem grunur kviknar um brot,“ segir hann. Hann segir að fyrir virðist liggja að að minnsta kosti annar aðilinn hygg- ist bjóða upp á ólögleg viðskipti, þar sem tilboða sé óskað. „Alltaf þegar við fáum svona ábendingar bregð- umst við við með því að senda málin til lögreglu og það verður gert í þessu tilviki,“ segir Björn. Indriði Ragnar Grétarsson, for- maður SKOTVÍS, segir að félaginu hafi ekki borist ábending- ar um tilraunir til sölu á rjúpum í haust. Slík við- leitni hefur heldur ekki borist til eyrna lög- reglunnar á höfuð- borgarsvæðinu. – bg Bjóða rjúpur til sölu á bland.is DÓMsMál Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli Sindra Sveinsson- ar gegn sýslumanninum á Norður- landi eystra verður kærður áfram til Hæstaréttar. Málið varðar árangurslaust fjár- nám sem sýslumaðurinn gerði hjá Sindra vegna skuldar í tengslum við greiðslu málskostnaðar í markaðs- misnotkunarmáli Landsbankans. Sindri var dæmdur til að greiða málskostnað og laun verjanda síns, samtals rúmar 22 milljónir króna. Með úrskurði héraðsdóms var sú upphæð hins vegar lækkuð í tvær milljónir króna þar sem Sindri þótti ekki borgunarmaður fyrir upphaf- legu upphæðinni. Sýslumaður vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið en segir þó að almennt sé afar sjaldgæft að á þessa heimild reyni. – jóe Málskostnaður Sindra kærður til Hæstaréttar Rausnarlegir krakkar í Árborg rjúpur eru vinsæll kvöld- verður á jólunum. 1 9 . D e s e M b e r 2 0 1 7 Þ r I ð j u D A G u r2 f r é t t I r ∙ f r é t t A b l A ð I ð 1 9 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :4 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 8 9 -D 3 C 8 1 E 8 9 -D 2 8 C 1 E 8 9 -D 1 5 0 1 E 8 9 -D 0 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 1 8 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.