Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.12.2017, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 19.12.2017, Qupperneq 8
Skipulag Byggingarmagn og nán- ari afmörkun á uppskiptingu lóða í Elliðaárdal er í vinnslu en tillaga að breyttu deiliskipulagi verður kynnt með formlegum hætti eftir áramót, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Fallið hefur verið frá því að tvöfalda Stekkjar- bakka eins og fyrirhugað var vegna þess að umferðaraukning um göt- una reyndist minni en spár gerðu ráð fyrir. Í síðustu viku var greint frá áformum um uppbyggingu stórs gróðurhúss norðan Stekkjarbakka. Samkvæmt upplýsingum frá borg- inni er líklegt að Skálará, gamalt hús á vegum Félagsbústaða þar sem kanínur og andfuglar hafa gert sig heimakomin, standi utan skipu- lagssvæðisins þar sem gróðurhúsið fær lóð. Af gögnum, sem birt voru á vef borgarinnar fyrir síðustu helgi, kom fram að húsið yrði innan skipulagssvæðisins sem verið er að hanna. Björn Ingi Edvardsson, landslags arkitekt á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur, segir að upphaflega hafi staðið til að bæði húsið og umferðargatan Stekkjar- bakki yrðu innan skipulagsins en útlit sé fyrir að það muni breytast. Ekki er því útlit fyrir að hróflað verði við Skálará á grundvelli deiliskipulagsins, þótt aðkoman að húsinu geti breyst. Hins vegar bendir Björn Ingi á að gildandi aðalskipulag geri ráð fyrir að allar byggingar á svæðinu muni víkja, ef Gilsbakki, hús sem reist var var 1942, er undan skilinn. Skipulagstil- lagan sem nú er í vinnslu mun taka tillit til þess. Skálará mun þannig víkja með tíð og tíma en það er undir eiganda lóðarinnar og hússins komið, borg- inni, hvenær það verður. „Miðað við fyrirliggjandi drög þá er ekki gert ráð fyrir neinni uppbyggingu við Stekkjarbakka 1, Skálará,“ segir Björn Ingi í svari til Fréttablaðsins. Í fornleifa- og húsakönnun á svæðinu norðan Stekkjarbakka í Elliðaárdal kemur fram að Þorvarð- ur Björnsson yfirhafnsögumaður hafi byggt húsið Skálará sem sum- arbústað árið 1932. Þá var húsið miklu minna en það er í dag, enda hefur margoft verið byggt við það. Í skýrslunni kemur fram að húsið hafi gildi fyrir sögu óskipulagðrar íbúabyggðar á svæðinu, sem nú sé að mestu horfin. Þó er ekki gerð tillaga að sérstökum verndunar- ákvæðum fyrir húsið, þótt það hafi gildi fyrir sögu svæðisins. baldurg@frettabladid.is Framtíð Elliðaárdals kynnt eftir áramót Íbúar og hagsmunaaðilar munu fá að sjá nýja tillögu að skipulagi norðan Stekkjarbakka eftir áramót. Hætt hefur verið við að tvöfalda Stekkjarbakka líkt og ætlunin var því umferðaraukning um götuna reyndist minni en spáð var. Ekki er gert ráð fyrir að húsið Skálará í Elliðaárdal verði þar til frambúðar. Fréttablaðið/StEFán KarlSSon Ekki er því útlit fyrir að hróflað verði við Skálará á grundvelli deiliskipulagsins, þótt aðkoman að húsinu geti breyst. 1 9 . d e S e m b e r 2 0 1 7 Þ r i Ð J u d a g u r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a Ð i Ð BÍLALAND BÝÐUR NOKKRA BÍLA Á EINSTÖKUM KJÖRUM! KOMDU STRAX Í DAG OG TRYGGÐU ÞÉR GÓÐAN BÍL Á FRÁBÆRU VERÐI! Á VÖLDUM BÍLUM LAND ROVER Discovery Sport SE Nýskr. 02/17, ekinn 9 þ.km. dísil, beinskiptur. Verð áður: 6.790.000 kr. TILBOÐ 5.990 þús. kr. RENAULT Megane Sport Tourer Nýskr. 03/12, ekinn 96 þ.km. dísil, sjálfskiptur. Verð áður: 1.490.000 kr. TILBOÐ 1.090 þús. kr. NISSAN Pulsar Visia Nýskr. 04/16, ekinn 45 þ.km. bensín, beinskiptur. Verð áður: 2.090.000 kr. TILBOÐ 1.790 þús. kr. SUBARU Levorg Premium Nýskr. 01/17, ekinn 18 þ.km. bensín, sjálfskiptur. Verð áður: 4.450.000 kr. TILBOÐ 3.690 þús. kr. HYUNDAI Santa Fe II Nýskr. 02/13, ekinn 74 þ.km. bensín/metan, sjálfskiptur. Verð áður: 2.990.000 kr. TILBOÐ 2.490 þús. kr. RENAULT Megane Berline Nýskr. 05/14, ekinn 56 þ.km. dísil, beinskiptur. Verð áður: 1.790.000 kr. TILBOÐ 1.490 þús. kr. Rnr. 153042 Rnr. 144324 Rnr. 330957 Rnr. 390367 Rnr. 121318 Rnr. 144344 www.bilaland.is Kletthálsi 11 - 110 Reykjavík og Hyundai notaðir bílar - Kauptúni 1 - 210 Garðabæ Sími: 525 8000 - bilaland@bilaland.is Opið frá kl. 9–18 og á laugardögum frá kl. 12–16. www.facebook.com/bilaland.is TILBOÐ E N N E M M / S ÍA / N M 8 5 6 2 0 B íl a la n d 2 x 3 8 1 9 d e s 77.564 kr. á mán. m .v. 20% útborgu n. 15.717 kr. á mán. m .v. 20% útborgu n. 23.448 kr. á mán. m .v. 20% útborgu n. 47.929 kr. á mán. m .v. 20% útborgu n. 32.468 kr. á mán. m .v. 20% útborgu n. 19.583 kr. á mán. m .v. 20% útborgu n. ViÐSkipti Isavia vísar því á bug að fyrirtækið beiti bellibrögðum í samkeppni við bílastæðafyrirtækið BaseParking á Suðurnesjum en síðar- nefnda fyrirtækið hefur kvartað til Samkeppniseftirlitsins og sakað Isavia um að nýta sér markaðsráð- andi stöðu sína og aflsmuni til að leggja stein í götu fyrirtækisins. Isavia hefur ekki fengið umrædda kvörtun í sínar hendur og getur því ekki tjáð sig um efni hennar. Frétta- blaðið sagði frá því í gær að fyrirtæk- ið teldi Isavia vera farið að veita sam- bærilega þjónustu og það hafi boðið upp á til að koma höggi á það og að Isavia hafi sektað fyrirtækið fyrir að nýta sér sleppistæði við flugvöllinn í mjög skamman tíma. „Isavia hefur um árabil boðið upp á þá þjónustu að leggja bif- reiðum fyrir farþega og ekki um neina nýbreytni að ræða. Þjónusta sem þessi hefur verið í boði með einhverjum hætti frá 2008 eða í tæp 10 ár,“ segir Guðjón Helgason, upp- lýsingafulltrúi Isavia, og segir enn- fremur að allir fái sektir fyrir að nýta sér aðstöðu sem ekki er hugsuð sem bílastæði. „BaseParking fékk sekt fyrir að leggja í sleppistæði við flugstöðina. Þau eru hugsuð til þess að hleypa farþegum út en ekki til þess að leggja bifreiðum. Það kemur skýrt fram á skiltum að óheimilt sé að leggja bif- reiðum á þessum stað og að viðurlög séu sektir. Allir þeir sem nota þessi stæði í annað en að hleypa út farþeg- um eru sektaðir,“ segir Guðjón. – sa Vísa ásökunum um bellibrögð á bug Saka isavia um að nýta sér markaðsráðandi stöðu sína. Fréttablaðið/StEFán 1 9 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :4 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 8 9 -F 6 5 8 1 E 8 9 -F 5 1 C 1 E 8 9 -F 3 E 0 1 E 8 9 -F 2 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 1 8 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.