Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.12.2017, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 19.12.2017, Qupperneq 24
Að borða með athygli felur í sér að beina athyglinni með- vitað að því að borða og taka betur eftir merkjum líkamans um svengd og seddu. Hólmfríður Þorgeirsdóttir Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@365.is „Ótalmargt girnilegt og gómsætt er á borðum í desembermánuði og ekki nema eðlilegt að tilhlökk- unin sé mikil til að fá að njóta góða bragðsins,“ segir Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnastjóri nær- ingar hjá Embætti landlæknis. Hún segir landsmenn ekki þurfa að hafa áhyggjur þótt brugðið sé út af vananum í örfáa daga á ári. „Það er mataræðið í heild og yfir árið sem skiptir meginmáli. Þó er það staðreynd að hjá mörgum er meira og minna allur desember- mánuður undirlagður af veislumat og því ekki úr vegi að huga að því hvernig við getum gert jólahátíð- ina, og matinn sem henni fylgir, heilsusamlegri.“ Hollari jólamatur Að sögn Hólmfríðar þarf veislumatur alls ekki að vera óhollur og hægt er að gera smáar breytingar á matreiðslu í átt að hollustu án þess að það þurfi að hafa mikil áhrif á bragð matarins. „Ef reyktur og saltaður matur er á borðum, eins og hangi- kjöt og ham- borgarhryggur, er hægt að velja saltminni vörur og líka gott að stilla skammta- stærðinni í hóf. Einnig að nota fituminni rjóma í sósuna og svo skiptir meðlætið einnig máli, muna eftir grænmetinu og hafa nóg af því með jólamatnum,“ segir Hólmfríður. Þá sé gott að bjóða upp á ávexti í eftirrétt og millibita, sem og hnetur og möndlur. „Dagana á milli veisluhalda er skynsamlegt að velja léttari mat og koma fiski á matseðilinn.“ Borðum með athygli Hólmfríður segir gott að gefa sér góðan tíma til að njóta veisluhalda jólanna og að borða með athygli. „Að borða með athygli felur í sér að beina athyglinni meðvitað að því að borða og taka betur eftir merkjum líkamans um svengd og seddu. Einnig er æskilegt að huga að skammtastærðum og stilla magni í hóf þegar skammtað er á diskinn.“ Hún hvetur landsmenn líka til vatnsdrykkju um jólin, í það minnsta með öðrum drykkjum. „Vatn ætti að eiga sér fastan stað á jólaborðinu með öðrum drykkjum því vatn er ákjósanlegasti drykkur- inn með matnum og við þorsta.“ Hreyfum okkur daglega Embætti landlæknis bendir einnig á að samhliða því sem hugað er að mataræðinu er ekki síður gott að sinna daglegri hreyfingu yfir jólin, líkt og aðra daga ársins. Yfir hátíðarnar er tilvalið að eiga skemmtilegar samverustundir með fjölskyldu og vinum með því að fara í gönguferð, í sund eða á skauta. Ef snjór er nægur má meðal annars skella sér á snjóþotu, á skíði eða bara búa til snjókarl. Hvaða leið sem valin er til hreyfingar er líklegt að okkur líði betur en annars og að við njótum þess enn frekar að borða góða jólamatinn og slaka á yfir hátíðisdagana. Matur og hreyfing um jól Jólahátíðin og desember allur er matarhátíð hjá mörgum. Þá er tími til að njóta lífsins lystisemda en þó með skynsemi að leiðarljósi og daglegri hreyfingu á milli sældarlífs og veisluhalda. Hólmfríður Þorgeirsdóttir er verkefnastjóri næringar hjá Embætti landlæknis sem hvetur til þess að fjölskyldan eigi skemmtilegar samverustundir með útivist og hreyfingu um hátíðarnar. MYND/EYÞÓR Vatn ætti að eiga sér fastan samastað á jólaborðinu með öðrum drykkjum. Súpan er fullelduð og aðeins þarf að hita hana upp Við notum ekki MSG í súpuna okkar. Hún fæst í öllum helstu matvöruverslunum og stórmörkuðum landsins. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 9 . D E s E M B E R 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U DAG U R 1 9 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :4 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 8 9 -D 8 B 8 1 E 8 9 -D 7 7 C 1 E 8 9 -D 6 4 0 1 E 8 9 -D 5 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 1 8 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.