Fréttablaðið - 19.12.2017, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 19.12.2017, Blaðsíða 26
Elín Albertsdóttir elin@365.is Það er hægt að gera góða rétti án þess að nota kjöt í þá. Bollur eru í uppáhaldi hjá flestum. Það þarf ekkert endilega að vera kjöt í bollum eins og þessi uppskrift sýnir. Einnig er hér uppskrift að indverskum rétti án kjöts og naan- brauði. Kjötlausar bollur Á jólunum er mikil kjötveisla svo það er ágætt að elda eitthvað léttara þessa síðustu daga áður en hátíðin hefst. Til dæmis þessar litlu kjötlausu bollur sem eru ein- faldar og góðar. 1 dós svartar baunir 1 laukur 1 hvítlauksrif 2 dl heslihnetur 2 dl rasp 2 egg 1 msk. sojasósa 2 tsk. pipar 1 msk. sterkt sinnep Salt og pipar Steinselja, smátt skorin Smjör og olía til að steikja upp úr Skolið baunirnar upp úr köldu vatni og stappið þær síðan með gaffli. Skerið lauk og hvítlauk mjög smátt. Setjið hneturnar í mat- vinnsluvél og hakkið smátt. Setjið allt sem upp er talið í upp- skriftinni í stóra skál og hrærið vel saman. Látið blönduna jafna sig í 10 mínútur. Búið til litlar bollur og steikið upp úr smjöri og olíu. Með bollunum má bera fram soðnar kartöflur og ferskt salat. Rauðrófusalat Þetta salat er gott með ýmsum mat eða brauði. Margir setja mariner- aða síld í þennan rétt og borða með rúgbrauði. 6 niðursoðnar rauðrófur 1 dl rifin piparrót 1 epli 1 rauðlaukur 1 dl sýrður rjómi 1 dl majónes Salt og pipar Skerið epli og rauðrófur smátt. Skerið laukinn sömuleiðis smátt og rífið piparrótina. Blandið öllu vel saman sem upp er talið og kælið. Bætið síld í réttinn ef vill. Indverskur grænmetisréttur Mjög góður og bragðmikill réttur sem er borinn fram með hrísgrjón- um, naanbrauði, mango chutney og hreinni jógúrt. 400 g kartöflur, skornar í bita 1 blómkálshöfuð, tekið í sundur í kvisti 1 laukur, skorinn smátt 1 msk. rifinn engifer 4 hvítlauksrif, rifin 2 tsk. cumin 1 tsk. chili-pipar 1 tsk. túrmerik 1 tsk. kóríanderduft 400 g tómatar í dós, niðurskornir 2 grænir chili 1 tsk. garam masala ½ límóna Ferskt kóríander Salt og pipar Olía til steikingar Hitið þykkbotna pönnu og bætið olíu út á. Steikið kartöfl- urnar á nokkuð háum hita þar til þær taka lit. Setjið kartöflurnar í skál og steikið blómkálið á sama hátt. Því næst er laukurinn settur út á pönnuna og aðeins meiri olía. Þegar laukurinn mýkist er hvítlauk og engifer bætt út í. Þegar hér er komið sögu er kryddinu bætt við og loks tómötum. Fræhreinsið chili og skerið smátt. Bætið honum á pönnuna og kartöflunum og látið allt malla undir loki í 5 mínútur. Bætið þá blómkálinu út í og 1 dl af vatni. Látið allt malla í 8 mínútur. Kreistið safa úr límónu yfir réttinn og stráið fersku kóríander yfir. Bragðbætið með salti og pipar. Naanbrauð Með indverska réttinum er nauð- synlegt að hafa naanbrauð. Það er best heimabakað. 7,5 dl hveiti 2 dl mjólk 1 egg 1 dl hrein jógúrt 2 msk. olía 1 tsk. salt 2 tsk. sykur ½ tsk. lyftiduft 2 tsk. þurrger Sigtið hveiti í skál og hitið mjólkina. Þeytið eggið smávegis í annarri skál og blandið því saman við jógúrt, olíu, salt, sykur, lyftiduft, þurrger og hálfan dl af mjólk. Hellið blöndunni yfir hveitið og hnoðið saman. Bætið restinni af mjólkinni saman við hægt og rólega. Þegar deigið er klárt er það penslað með olíu, setjið plast- filmu yfir skálina og látið hefast í 2½ klst. Stillið ofninn á grillið. Penslið bökunarplötur með olíu. Skiptið deiginu í sex hluta. Fletjið út brauð sem er 25 cm langt og 12 cm breitt. Leggið tvö brauð á hverja bökunar- plötu og látið standa í 20 mínútur. Penslið brauðið með smávegis olíu. Grillið brauðið í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Gott er að pensla það með hvítlauksolíu eða -smjöri þegar það kemur úr ofninum. Kjötlausir réttir í desember Ef þú ert grænmetisæta eða vilt spara við þig kjötmáltíðir fyrir jólin koma hér góðar uppskriftir. Það getur verið ágætt að breyta aðeins til. Þetta eru bragðgóðir réttir sem henta öllum aldri. Litlar bollur án kjöts eru bragðgóðar. Rauðrófusalat getur verið með eða án síldar. 20% AFSLÁTTUR AF YFIRHÖFNUM Í JÓLAPAKKANN HENNAR 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 9 . d e S e m B e R 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U DAG U R 1 9 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :4 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 8 9 -D D A 8 1 E 8 9 -D C 6 C 1 E 8 9 -D B 3 0 1 E 8 9 -D 9 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 1 8 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.