Fréttablaðið - 19.12.2017, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 19.12.2017, Blaðsíða 28
Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@365.is Það eru ýmsar ástæður fyrir því að sumum líður illa í aðdrag-anda jólanna. Það er mikið sem gengur á og miklar kröfur og þrýstingur sem fólk þarf að standa undir. Mörgum finnst að þeim eigi að líða vel á þessum tíma, þannig að þeir sem finna fyrir vanlíðan fá stundum samviskubit og líður verr. Huffington Post í Bretlandi ræddi nýverið við ýmsa sérfræðinga í andlegri heilsu og forvitnaðist um hvers vegna vanlíðan eykst oft á þessum tíma og hvað er til ráða. Margt sem kvelur á jólum Áhyggjur af peningum eru eitt sem íþyngir fólki í þessum mánuði. Það þarf að borga fyrir jólagjafir, jóla- föt, jólaskraut, jólamat og fleira. Þetta þarf svo allt að sækja í troð- fullar verslunarmiðstöðvar, sem veldur miklu áreiti og streitu. Margir eru einmana á jólum. Það eiga ekki allir fjölskyldu eða vini til að eyða tímanum með og sá skortur er mun tilfinnanlegri á aðal fjölskylduhátíð ársins. Þeir sem hafa misst ástvini finna líka oft fyrir sterkari söknuði á jólum en annars. Á sama tíma og sumir glíma við einmanaleika eiga aðrir erfitt með auknar félagslegar skyldur. Sumir eiga erfitt með að sinna öllum sem þeim finnst þeir þurfa að sinna og margir kvíða fyrir jólaveislum og öðrum samkomum yfir jólahátíð- ina. Það er algengt að fólk neyti meira áfengis í kringum jólin, en það getur auðveldlega aukið kvíða og þunglyndi og minnkað gæði svefns, sem ýtir undir vanlíðan. Þegar maður skoðar samfélags- miðla á aðventunni er auðvelt að fá það á tilfinninguna að allir séu að njóta aðdraganda jólanna. Allir séu búnir að gera allt og bíði bara komu jólanna í faðmi fjölskyldunnar með heitt kakó og jólasveinahatt. Það er þekkt að samfélagsmiðlar eru frá- bærir í að lækka sjálfstraust fólks og láta því líða eins og það skorti eitt- hvað eða sé að missa af einhverju. Endalaust myrkur og kalt veður hefur heldur ekki jákvæð áhrif á geðheilsuna og margir finna fyrir þreytu og geðlægð á þessum tíma árs. Sumum þeirra finnst að þeir eigi að vera glaðir á þessum tíma og fá samviskubit. Ýmislegt til ráða En það eru til ráð til að líða betur. Fyrsta skrefið er að deila tilfinn- ingum sínum með einhverjum. Það bætir líðan að tala um tilfinning- arnar og það er nauðsynlegur hluti af því að taka stjórn á geðheilsu sinni og halda henni góðri. Það er mjög freistandi að loka sig af á þessum tíma árs og mörgum finnst erfitt að stunda líkamsrækt þegar dagarnir eru stuttir og kaldir. En rannsóknir sýna að hreyfing eykur vellíðan. Regluleg líkams- rækt eykur sjálfstraust og einbeit- ingu og bætir svefn og líðan. Samfélagsmiðlar geta auðveld- lega aukið vanlíðan, svo það er um að gera að taka hlé frá þeim og sjá hvaða áhrif það hefur. Það er betra að nota tímann fyrir sjálfan sig og gera eitthvað sem maður nýtur. Það er mikilvægt að taka sér tíma til að huga að sjálfum sér og sinni geðheilsu. Það er gott að hafa fastan tíma þar sem hvíld er í for- gangi og vera mjög meðvituð um hvernig við tölum við okkur sjálf. Ekki leyfa þér að segja ljóta hluti við sjálfan þig. Það er líka mikilvægt að borða og drekka skynsamlega til að hafa ekki neikvæð áhrif á geðheilsuna. Mikill sykur og áfengi geta hæglega valdið bæði líkamlegri og andlegri vanlíðan. Leiðir til að líða vel yfir jólin Margir finna fyrir verri andlegri líðan í aðdraganda hátíðar ljóss og friðar og fyllast kvíða eða depurð í stað þess að hlakka til. Hér eru nokkur ráð til að halda jafnvægi í jólastressinu og líða vel um jólin. Fólk hefur það misgott um jólin. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY Nýtt á Íslandi frá kerrum Smi ðjuvegi 40, gul gata , Kópavogi 750kg kerra, gerð 1384, mál: 251x131x35cm með sturtum. Verð kr: 229,839,- án vsk. 750kg kerra, gerð 1374, mál: 251x131x35cm, opnanleg að framan. Verð kr: 201,612.- án vsk. Startrailer 750kg, gerð 1280, 205x109, mál: 5x30cm. Verð kr: 120,888,- án vsk. 750kg kerra, gerð 1376, mál: 205x131x35cm, opnanleg að framan. Verð kr: 169,355.- án vsk. Tveggjaöxlakerra, 2500kg, gerð 2331, mál: 3,03x1,50m, opnanleg að framan. Verð kr. 431.452, - án vsk. Flatvagnar-ýmsar stærðir, 2000kg-3500kg, mál frá 2,65x1,65m til 6,10x2,48m. Iðnaðarmenn og aðrir, kerrurnar frá hafa margsannað sig á Íslandi! 10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 9 . D E S E M B E R 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U DAG U R 1 9 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :4 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 8 9 -F 1 6 8 1 E 8 9 -F 0 2 C 1 E 8 9 -E E F 0 1 E 8 9 -E D B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 1 8 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.