Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.12.2017, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 19.12.2017, Qupperneq 6
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | VR.IS Þú átt rétt á 11 tíma hvíld milli vinnudaga - líka í desember! • Nýtt útlit, öfl ugri og hljóðlátari • Stiglaus hraðastýring ásamt pulse rofa og 5 prógrömmum • Uppskriftabók fylgir Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is Pro750 Jólagjöfi n í ár Verslun „Sá sem skýtur þessu upp finnur engan mun,“ segir Jón Ingi Sigvaldason hjá Landsbjörg. Eftir níu daga hefst árleg flugeldasala björgunarsveitanna. Nýjar reglur hafa verið settar um flugelda en fyrir ári bárust fréttir af því að regl- urnar hefðu í för með sér að kraft- mestu bomburnar yrðu bannaðar um þessi áramót. Jón Ingi segir að sú sé ekki raunin. Stóru skotterturnar, eins og þær voru samsettar áður, séu vissulega bannaðar en að íslensk reglugerð hafi tekið gildi þar sem samsettar kökur eru heimilaðar. Tuttugu og fjögurra kílóa skottertur séu núna samsettar af fjórum minni kökum, svo dæmi sé tekið. Jón Ingi segir að reglurnar sem gildi nú séu sams konar og hafi gilt í Evrópu undan- farin ár. Hann segir að á Íslandi undanfarin fjögur ár hafi allar skot- terturnar verið CE-vottaðar, svo krafa Evrópusambandsins um CE- stöðlun breyti engu fyrir björgunar- sveitirnar. „Við erum komin á mjög eðlilegan stað, eins og Evrópa,“ segir Jón Ingi og heldur áfram: „Þessar áhyggjur í fyrra um að það yrðu ekkert nema stjörnuljós og blys voru alveg óþarf- ar,“ segir hann. Einn kveikiþráður sé á samsettu tertunum, eins og á hinum gömlu og viðskiptavinurinn finni engan mun. Krafturinn verði sá sami. Jón Ingi segir að Landsbjörg búist við svipaðri sölu og í fyrra. Efna- hagsástandið er með besta móti og Jón Ingi viðurkennir að það kæmi honum ekki á óvart ef salan yrði eitthvað meiri. „Það væri ekkert ólíklegt miðað við hvað það selst mikið af nýjum bílum,“ segir hann. Flugeldasalan hefst 28. desember, venju samkvæmt. Jón Ingi segir að salan skipti björgunarsveitirnar öllu máli. „Við fjármögnum starfsemina með þessu og í sumum sveitunum koma 95% teknanna af flugelda- sölunni,“ segir hann. Landsbjörg stendur í ströngu þessa dagana við að koma flug- eldunum á sölustaði, um land allt. Hann segir að hertar reglur um flutning flugelda innanbæjar hafi torveldað sveitunum, sem eru með fleiri en einn sölustað, dreifinguna en þá má ekki flytja í sendibílum nema bílarnir hafi til þess leyfi. Slíkir sendibílar séu ekki á hverju strái og því hafi sú leið verið farin að flytja flugelda á milli staða í gámum. Hann segir það mikið púsluspil að koma flugeldunum hingað heim og á rétta staði. „Við megum til dæmis bara nota eina höfn í Evrópu,“ segir hann og bætir við: „Ég er í tetris alla daga.“ Gamlársdagur er að þessu sinni á sunnudegi. Jón Ingi segir að þegar svo háttar til sé salan oft á tíðum meiri fyrstu dagana. Þeir sem ætli að bregða sér af bæ yfir helgi, til dæmis í sumarbústaði, séu oft snemma í því. „Ég býst við að það verði mikið að gera fyrri part sölutímabilsins,“ segir hann og bætir við: „Nú þurfum við bara smá snjó fyrir áramótin, svo það verði auðveldara að skjóta upp.“ baldurg@frettabladid.i Áhyggjur af kraftlitlum skoteldum mesti óþarfi Þótt stærstu terturnar hafi verið bannaðar heimilar íslensk reglugerð sölu á sam- settum skottertum. Sambærilegar reglur gilda í Evrópu. Fulltrúi Landsbjargar segir að notendur muni engan mun finna. Búist við svipaðri sölu og í fyrra. Stóru bomburnar eru nú samsettar til að fylgja kröfum nýrra reglna um flug- eldasölu sem tóku gildi hér á landi um síðustu áramót. Fréttablaðið/anton brink Reykfyllt herbergi Það varð uppi fótur og fit á albanska þinginu í gær þegar stjórnarandstöðuþingmenn sprengdu reyksprengju í þingsal. Verið var að ræða um tímabundna skipan ríkissaksóknara þegar íhaldsþingmenn smygluðu inn reyksprengju og sprengdu í mótmælaskyni við val sósíalistanna í ríkisstjórn. nordicphotoS/aFp kjaramál „Við erum búnir að vinna þetta eins vel og hægt er í hendurnar á kjararáði og erum mjög fegnir að það standi til að birta þennan úrskurð,“ segir Kristján Björnsson, formaður Prestafélags Íslands, um nýjan úrskurð kjararáðs um laun þeirra embættismanna sem heyra undir þjóðkirkjuna. Úrskurður kjararáðs var felldur um helgina og verður birtur á vef  ráðsins um miðja viku. Engar upplýsingar fást hjá meðlimum ráðs- ins um innihaldið. Einn kirkjunnar þjóna sem ekki vill koma fram undir nafni segir að ákvörðunin færi bisk- upi og vígslubiskupunum tveimur „verulegar hækkanir“. Aðspurður um þetta kveðst Krist- ján Björnsson ekki telja rétt að svara spurningum um úrskurðinn fyrr en kjararáð sjálft birtir hann. Um er að ræða biskupa, prófasta, presta og svo framvegis. Kristján segir presta ekki hafa fengið um sig sérstaka kjara- ákvörðun frá árinu 2005 heldur aðeins fylgt almennum breytingum. Þeir hafi tekið á sig launalækkun eftir hrunið og ekki gert neinar kröfur nú heldur einungis gert kjararáði grein fyrir störfum sínum. Ekki náðist í Agnesi M. Sigurðar- dóttur biskup og Kristján Valur Gíslason, vígslubiskup í Skálholti, segist ekki hafa heyrt um niðurstöðu kjararáðs. – gar Kirkjumenn fá launahækkun kristján björnsson, formaður prestafélags Íslands. 1 9 . d e s e m b e r 2 0 1 7 Þ r I Ð j u d a G u r6 f r é t t I r ∙ f r é t t a b l a Ð I Ð 1 9 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :4 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 8 9 -F B 4 8 1 E 8 9 -F A 0 C 1 E 8 9 -F 8 D 0 1 E 8 9 -F 7 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 1 8 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.