Fréttablaðið - 19.12.2017, Page 18

Fréttablaðið - 19.12.2017, Page 18
Handbolti Þórir Hergeirsson vann um helgina til verðlauna á stórmóti í tíunda sinn sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins – og það í aðeins ellefu tilraunum. Norðmenn urðu að sætta sig við silfur á HM í Þýska- landi eftir tap fyrir Frakklandi í úrslitaleiknum, 23-21. „Það væri lítil auðmýkt í því að vera ekki stoltur af silfurverð- launum,“ sagði Þórir við Frétta- blaðið í gær og kvaðst ánægður með árangurinn, þó svo að það hafi verið svekkjandi að tapa úrslitaleiknum. „Við höfum ekki tapað mörgum úrslitaleikjum í gegnum tíðina en það er alltaf svekkjandi. Frammi- staða okkar á mótinu kom mér þægilega á óvart og í raun margt jákvætt hjá okkur, ekki síst á jafn sterku móti og þessi keppni var,“ segir Þórir. „En það var hrikalegt að klikka á undirstöðuþáttum okkar leiks í úrslitaleiknum – markvörslu og hraðaupphlaupum.“ Hann segist engar skýringar hafa á því af hverju markverðir norska liðsins vörðu aðeins fjögur skot af 27 gegn Frökkum. „Það hefur að ég held aldrei gerst áður,“ segir Þórir en bendir á að bæði meiðsli og veikindi hafi sett strik í reikninginn. Það sé ekki eina skýringin, markvarslan hafi farið niður á við eftir því sem liðið hafi á mótið. Þá hafi lítil mark- varsla í úrslitaleiknum ekki hjálpað til í hraðaupphlaupunum, þó svo að Frakkar hafi lagt ofurkapp á að hægja á leiknum. „Það voru samt hraðaupphlaups- möguleikar hjá okkur en það var engu líkara en að við værum með handbremsuna á í þessum leik. Svo brennum við af fjórum vítum sem var mjög dýrt. Þetta er algjörlega úr takti hjá okkur,“ segir hann. Ekki allir sérfræðingar Þrátt fyrir að flestir séu ánægðir með árangur norska liðsins heima fyrir heyrast alltaf óánægjuraddir. Þórir var til að mynda gagnrýndur eftir leik í norskum miðlum í gær af sér- fræðingum í sjónvarpi. Þórir tekur umtal um norska liðið ekki inn á sig. „Það er bara hluti af þessu. Miklu fleiri eru jákvæðir en hitt þó svo að allir séu svekktir með að tapa úrslitaleik. Það er flott að þetta lið skapi umtal og betra en að öllum sé skítsama. Svo getur maður líka valið á hverja maður hlustar. Maður ljær klóku fólki eyra en það eru ekki allir sérfræðingar sem titla sig sér- fræðinga,“ sagði Þórir. Í æfingabúðir með Frökkum Norðmenn hafa verið með talsverða yfirburði í íþróttinni síðustu ár en ógnarsterkt lið Frakka er líklegt til að gera atlögu að þeim yfirburðum. „Frakkland vann síðast árið 2003 og þó svo að engir titlar hafa komið síðan þá hafa þeir alltaf verið með í baráttunni um verðlaun. Nú eru þeir með firnasterkt lið og mikla breidd. Frakkland er mikil hand- boltaþjóð,“ segir Þórir en Norð- menn munu næsta sumar fara í æfingabúðir með Frökkum og spila við þá nokkra leiki á næsta ári. „Það er mikilvægt. Við höfum gert of lítið af því að spila við þær og ungu leikmennirnir okkar þurfa á því að halda.“ Þórir segist yfirleitt fljótur að hrista af sér tapleiki en það sé mis- munandi. Það sitji þó í honum að hugsa til þess hversu lítið vantaði upp á. „Það þurfti bara að nýta tvö vítin og verja einn bolta til viðbótar. Þá hefðum við unnið þennan leik.“ eirikur@frettabladid.is Ég er stoltur af silfrinu Þórir Hergeirsson náði ekki að verja heimsmeistaratitilinn með Noregi eftir tap fyrir Frakklandi í úrslitaleiknum á sunnudag. Hann segir erfitt að útskýra af hverju grundvallarþættir í leik liðsins brugðust þegar mest á reyndi. olísdeild karla FH - Haukar 30-29 Markahæstir: Ásbjörn Friðriksson 9, Einar Rafn Eiðasson 5, Gísli Þorgeir Kristjánsson 4, Óðinn Þór Ríkharðsson 3. Hákon Daði Styrmisson 7, Atli Már Báruson 6, Daníel Þór Ingason 6, Adam Haukur Baumruk 3. Efst FH 24 Valur 21 Selfoss 20 ÍBV 20 Haukar 17 ÍR 13 Neðst Stjarnan 13 Afturelding 13 Fram 8 Grótta 7 Fjölnir 5 Víkingur 5 Nýjast TeiTur æfir með krisTiansTad Selfyssingurinn skotfasti, Teitur Örn Einarsson, mun æfa og skoða að- stæður hjá Kristian- stad á næstu dögum. Teitur er markahæsti leikmaður Selfoss í vetur. Kristian- stad er sænskur meistari og með liðinu leika þrír Íslendingar; Arnar Freyr Arnarsson, Ólafur Guðmundsson og Gunnar Steinn Jónsson. Teitur hefur farið mikinn í markaskorun með Selfossi í vetur og er kominn með 107 mörk í 14 deildarleikjum. Enska úrvalsdeildin Everton - Swansea 3-1 0-1 Leroy Fer (35.), 1-1 Dominic Calvert- Lewin (45+2.), 2-1 Gylfi Þór Sigurðsson (64.), 3-1 Wayne Rooney (víti 73.). Efst Man. City 52 Man. Utd. 41 Chelsea 38 Liverpool 34 Arsenal 33 Neðst B’mouth 16 Stoke 16 Newcastle 15 West Brom 14 Swansea 12 Í dag 19.40 Arsenal - West Ham Sport 19.30 Leicester - Man. City Sport 2 Austurveri, Háaleitisbraut 68 • sími 568 4240 Fimleikafatnaður í Ástund Mikið úrval að fimleikafatnaði. Toppar, buxur, bolir margir litir. 1 9 . d E s E m b E r 2 0 1 7 Þ r i Ð J U d a G U r18 s p o r t ∙ F r É t t a b l a Ð i Ð sport Óðinn Þór tryggði hvít jól í Hafnarfirði Handbolti fH vann baráttuna um Hafnarfjörðinn þegar Haukar komu í heimsókn í kaplakrika í gær. með sigrinum tryggði fH sér toppsæti Olís- deildarinnar yfir jólin. Leikurinn var í járnum allt frá fyrstu mínútu og úrslit réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum. Óðinn Þór ríkharðsson náði þá frákastinu eftir að einar rafn eiðsson skaut í slá og vippaði boltanum sultuslakur yfir Björgvin Pál Gústavsson í markinu. FréttAbLAðið/ANtoN briNk 1 9 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :4 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 8 A -0 5 2 8 1 E 8 A -0 3 E C 1 E 8 A -0 2 B 0 1 E 8 A -0 1 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 1 8 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.