Fréttablaðið - 19.12.2017, Page 22
Starri Freyr
Jónsson
starri@365.is
Körfuboltakonan Hallveig Jónsdóttir hefur átt mjög gott tímabil með liði Vals sem
trónir á toppi Domino’s-deildar
kvenna sem nú er komin í stutt
jólafrí. Hallveig er að spila sitt
sjötta tímabil með liði Vals og er
um leið að spila sitt besta tímabil
á ferlinum að eigin mati. „Valsliðið
stefnir hátt í ár og er draumurinn
auðvitað að vinna titil. Þar sem
við erum dottnar úr bikarnum
kemur bara eitt til greina, að vinna
Íslandsmeistaratitilinn. Sjálf ætla
ég að halda áfram að spila eins
og ég hef gert hingað til, af miklu
öryggi og áræði. Með tímanum og
reynslu er svo draumurinn að vera
með lykilhlutverk í landsliðinu.“
Hallveig er á lokaári í viðskipta-
fræði við Háskóla Íslands og starfar
hjá Arion banka sem hún segir
frábæran vinnustað. „Ég stefni á
mastersnám í fjármálum að loknu
BS-námi en þar liggur áhugasvið
mitt. Draumurinn er að enda í
flottri stöðu innan bankans.“
Hvernig er dæmigerð helgi? Yfir
tímabilið er stutt á milli leikja og þá
eru helgarnar oft nýttar í rólegheit.
Við eigum yfirleitt leik á laugar-
dögum og þá er fínt að nýta laugar-
dagskvöldið og sunnudaginn í að
safna orku. Oft er nú samt eitthvað
skemmtilegt í gangi um helgar sem
leiðir til þess að maður kíki út á lífið.
Er mikið jólastress í gangi? Nei, ég
get ekki sagt það, eftir allt prófa-
stressið þá finnst mér jólastress
ekki koma til mála. Við vinkon-
urnar ákváðum að verðlauna okkur
eftir prófatíðina og gefa okkur góða
ferð til London í jólagjöf. Ég verð
því í London vikuna fyrir jól að
njóta og kaupa jólagjafir fyrir vini
og vandamenn.
Hvernig eyðir þú jólum og ára-
mótum? Með fjölskyldunni minni.
Þetta er mikill „kósí“ tími hjá okkur
og um að gera að njóta. Jólin eru
einstaklega róleg heima í faðmi fjöl-
skyldunnar á meðan áramótin eru í
aðeins meiri partígír.
Hvað færðu þér í morgunmat? Ég
hef enga fasta rútínu hvað varðar
morgunmat á virkum dögum. Um
helgar er hins vegar hefð á mínu
heimili að fara í bakaríið sem ég
kann vel að meta.
Hvað finnst þér gott að fá þér í
kvöldmat? Uppáhaldsmaturinn
minn er nautasteik. Annars er ég
þessi klassíska og finnst pitsan og
hamborgarinn alltaf góður
Hver er erfiðasti mótherjinn? Í dag
er erfiðasti mótherjinn lið Kefla-
víkur. Ungt og efnilegt lið sem tók
báða titlana í fyrra.
Hvernig kemur þú þér í gírinn fyrir
leik? Ég reyni að halda stressinu og
spennunni í skefjum. Dreifi hug-
anum yfir daginn og geri eitthvað
til að halda mér upptekinni. Þegar
það er stutt í leik finnst mér gott að
hlusta á góða tónlist, tónlist sem
kemur manni í gírinn.
Ertu morgunhani eða finnst
þér gott að sofa út? Ég er mikil
A-manneskja. Vegna skóla og
vinnu þarf ég að vakna snemma á
virkum dögum. Um helgar finnst
mér því gott að geta sofið aðeins
út.
Ertu nammigrís? Það er ekkert
leyndarmál að ég er mikill nammi-
grís. Ég er sjúk í súkkulaði og segi
aldrei nei við laugardagsafslætt-
inum.
Stefnir á titilinn í vor
Hallveig Jónsdóttir hefur átt mjög gott tímabil með kvennaliði Vals í körfubolta. Deildin er komin í
stutt jólafrí og ætlar Hallveig að eyða jólunum og áramótunum í faðmi fjölskyldunnar.
Hallveig Jónsdóttir hefur leikið tólf landsleiki fyrir Íslands hönd. Hér er hún á
Smáþjóðaleikunum í San Marínó snemma sumars í góðum félagsskap.
Það er gaman að skreyta í kringum sig fyrir jólin. Um leið ætti að huga að
réttu perunum og spara rafmagnið.
Jólamánuðurinn er
dýr og þess vegna
þarf að huga að því
hvernig hægt sé að spara,
til dæmis rafmagnið.
Það getur verið dýrt að lýsa húsið upp með jólaseríum. Þess vegna er áríðandi að
setja frekar upp LED-ljós. Þau geta
leitt til allt að 80 prósenta sparn-
aðar á rafmagnsreikningnum
miðað við venjulegar perur.
LED-perurnar eru umhverfisvænni
samtímis því að vera ódýrari í
rekstri. Með því að hafa ljósin
tímastillt er hægt að spara enn
meira. Þeir sem skreyta húsin
sín mikið ættu að huga að þeim
sparnaðarleiðum sem til eru. Einn-
ig þarf að huga að gæðum. LED-
ljós eru mismunandi að gæðum
eins og margt annað. Þannig er oft
samasemmerki á milli verðs og
gæða.
Öll ljós á heimilinu ættu að vera
með sparperum. Það dregur mjög
úr orkunotkun. Ljós ættu ekki að
loga að óþörfu. Þótt gaman sé að
lýsa upp skammdegið er rétt að
huga einnig að kostnaði.
Desember er dýr mánuður svo
það er um að gera að spara þar
sem það er hægt. Mismuninn væri
hægt að nota til að kaupa jólamat
eða -gjafir.
Sparið og veljið
réttu perurnar
Tommy Hilfiger úrin fást í úraverslunum.Tommy Hilfiger úrin fást í úraverslunum.
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 9 . d E S E M B E R 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U DAG U R
1
9
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:4
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
8
9
-E
C
7
8
1
E
8
9
-E
B
3
C
1
E
8
9
-E
A
0
0
1
E
8
9
-E
8
C
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
8
s
_
1
8
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K