Skátablaðið Faxi - 01.12.1988, Page 4

Skátablaðið Faxi - 01.12.1988, Page 4
x>-n o — OX- oj>h >•?: cn Skíöaferóalag 1988 Kvöldvaka: Tjúttað og tvistað 4 Föstudaginn 11. rnars var lagt af staö frá Vestmannaeyjum með Herjólfi. Þegar við höfðum velst um í þrjá og hálfan tíma, komum við í Þorlákshöfn. Þar beið eftir okkur rúta sem fór með okkur beint upp í skála, með viðkomu í öllum sjoppum, sem við hrein- lega urðum að skoða inní. Þegar við komum í skálann, sem heitir Arnarsetur, kom í ljós að rútan komst ekki alveg að skálanum. Nú var illt í efni. Við þurftum að vaða þó nokkra skafla með allan farangurinn. En við lifðum það alveg af. Þegar komið var upp í skálann var húsið rannsakað. Þarna fundum við eldhús, svefnloft, borðsal og síðast en alls ekki síst klósettið. Þegar við höfðum fengið okkur að snæða, var lagt af stað upp í Bláfjöll, sem er hálftíma keyrsla frá skálanum. Þar voru hlutirnir skipulagðir, því annars yrði barist um að komast sem fyrst á skíðin. Skipt var í tjóra flokka. Fóru flokkarnir einn af öðrum, að máta skó og fá skíðin. En svo fór, að ekki voru til skíði handa öllum svo sumir urðu að bíða þangað til daginn eftir, til að fá skíði. Þegar rútan kom að sækja okkur fór þó nokkur tími í að smala sarnan öllum krökkunum, því að sumir gátu ekki hætt. En það tókst. Ekki var farið hærra en í barnabrekkuna þennan dag, ekki vegna þess að við þyrðum ekki, við vorum bara svo þreytt eftir Herjólfsferðina!!! Þegar komið var heim í skálann var farið úr blautu fötunum og borðaður kveldmatur, sem sumum fannst mjög góður en öðrum fannst maturinn minna svolítið á járnbrautarslys. Um kvöldið var síðan kvöldvaka og um kl. 11 voru allir komnir í fasta svefn (sannir skátar). Næsta morgun var vaknað snemma og borðaður morgun- matur. Var aftur lagt af stað í Bláfjöll og nú komust allir á skíði. Nú má Ingimar Stenmark fara að vara sig. Þennan dag fór veðrið að versna og var mjög kalt. Ef maður fór í stólalyftuna fraus hárið og augnhárin og fleira lauslegt. Sumir fóru heim um 3-leytið, aðrir um 4 og þeir hraustustu tolldu til kl. 5. Þegar allir voru komnir heim var kássan hituð upp og hún borðuð upp til agna (það voru allir svo svangir að ekkert bragð fannst). Svo var kvöldvaka og hún var langt fram á nótt (til 12:30). Allir sofnuðu um leið og þeir lögðust útaf. A sunnudeginum var lagt snemma af stað, ekki til að fara á skíði, heldur til þess að ganga á fjöll. Það voru um 20 manns sem lögðu af stað upp á Vífilfell en stór hluti snéri við. Einhver varð að sinna húsverkunum og elda matinn. En þegar fjallgöngu- mennirnir komu til baka var skálinn tekinn í gegn og farið út í rútu og lagt af stað heim og Herjólfur tekinn um kvöldið. Allir voru mjög ánægðir með þessa ferð og verður farið aftur á næsta ári. Og þá fá íslendingar að berja augurn snilld Vest- mannaeyinga á skíðum. Erla Baldvinsdóttir

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.