Skátablaðið Faxi - 01.12.1988, Blaðsíða 15

Skátablaðið Faxi - 01.12.1988, Blaðsíða 15
Efst: Óli Tótu og Beddi í Upp- sölum. Miðröð: Garðar í Tréverk, Dísa í Stakka- gerði, Kjarri á Múla, Olli á Hvanneyri og Gunnar Jóns. Neðst: Ásta Halla og Hanna Gunna í Vegg. SKÁTAFLOKKURINN Skriðu nú allir í pokana. Sagðar voru skemmtilegar sögur og skrítlur til klukkan fjögur um nóttina, en þá voru allir sofn- aðir. Eftir kiukkutíma eða kl. 5 voru allir vaknaðir. Var þá brugðið á það ráð að elda. Síðan sofnuðu allir aftur. Kiukkan 8 um morguninn voru allir vaktir í kakó sem þeim var fært í rúmið. Síðan var farið í leiki svo sem millu, pílu og fleiri leiki sem voru mjög spennandi. Nú vorum við orðnir banhungraðir og maturinn kominn á borðið. í matinn var ægilega gott kjöt með sósu, kartöflumús og rófu- stöppu. Þá kom grautur sem sumum þótti þunnur. Þeim sem kvörtuðu og vildu hafa grautinn þykkari var bent á að eitthvað væri af kartöflumjöli í ösku- tunnunni. Eftir matinn komu Bláklukkur í heimsókn og hvíldu sig um stund, en héldu síðan áfram göngunni. Þegar maturinn var búinn fórum við í göngu vestur á Hamar. Þar urðum við holdvotir og þótti gott að komast aftur í bústaðinn. Hitað var kakó sem drukkið var af áfergju. Síðan var farið að huga að heimferð eftir skemmti- lega útilegu. Útilegunni slitið kl. 5 e.h. Á.H. fyrr um daginn með kol og aðrar nauðsynjar. Þvoðu þeir bústað- inn hátt og lágt, og skipuðu síðan svo fyrir að hver sem færi inn á skítugum skóm yrði að borga tvær krónur í flokkssjóð. Nú gengum við frá öllu okkar dóti í röð og reglu, og gekk það ágætlega. Síðan fórum við að spila. Ekki höfðum við spilað lengi er skyndilega var knúið dyra. Utan úr myrkrinu komu fjórar yngismeyjar og báðu okkur um vetursetu. Auðvitað tókum við þeim með opnum örmum og buðum þeim að ganga inn í höllina. Síðan var stiginn dans og spilað á grammófón, gítar, munnhörpu að ógleymdri greiðunni. Síðan fórum við í einn leik sem heitir blindingsleikur. Þegar allir höfðu leikið sér nóg, SKÁTAPÓSTUR Móttaka jólakorta verður í Skátaheimilinu við Faxastíg og að Kirkjuvegi 19. Opnunartími verður sem hér segir: (Sami og hjá verslunum) 16. des. föstudagur 17. des. laugardagur 18. des. sunnudagur 19. des. mánudagur 20. des. þriðjudagur 21. des. miðvikudagur 22. des. fimmtudagur 23. des. föstudagur kl. 09:00-17:00 kl. 09:00-18:00 kl. 14:00-18:00 kl. 09:00-18:00 kl. 09:00-18:00 kl. 09:00-22:00 kl. 09:00-18:00 kl. 09:00-22:00 Komið og sendið jólakortin innanbæjar hjá okkur — við berum kortin út á aðfangadagsmorgun. Gleðileg jól! Skátafélagið Faxi Fyrsta útilegan Farið var í fyrstu útileguna á árinu 1953. Lagt var af stað frá Straum kl. 8 e.h. Einum gesti, Bjarna Jónassyni, var boðið að slást í hópinn. Þegar við fórum yfir hraunið á leið í skátabú- staðinn, hrösuðu margir og duttu því myrkur var mikið. Að öðru leyti gekk ferðin slysalaust. Þegar við loks komum í bú- staðinn var þar funheitt því tveir strákar úr flokknum höfðu farið drukkum við sæmilegt kakó, og borðuðum góðar kökur með. Eftir þessi veisluhöld fórum við í leikinn „Tunglið og tíeyringur- inn” við mikinn fögnuð við- staddra. Eftir þetta var sungið og spilað. Þá var klukkan farin að ganga tólf og heimasætur hugsuðu til heimferðar. Auðvitað fylgdu þeim vaskir sveinar gegnum hættur hrauns og myrkurs. I 15 x>-n O — 0>i~ co>—l >7*7 oo

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.