Skátablaðið Faxi - 01.12.1988, Blaðsíða 6

Skátablaðið Faxi - 01.12.1988, Blaðsíða 6
x>-n 0 — 0>i~ co>H >7: </> þetta svaka sveitaball þar sem gamall maður spilaði á harmonikku og Palli Zóph. hélt uppi öllu fjörinu. Pegar ballið var búið fengu allir kakó, kringlur og kex. Eftir það fóru allir að sofa eftir langan og strangan en virkilega skemmti- legan dag. Laugardaginn I 1. júní var ræs á sama hátt og síðast. Að öllu þessu vanalega loknu byrjuðu póstarnir. Okkar flokkur fór í koddaslag. Þetta var nokkurs konar keppni milli tlokks- meðlima. Tveir og tveir fóru út á spýtu sem náði út á vatn. Sá sem vann átti að keppa við næsta og svo koll af kolli þar til allir voru komnir út í nema sá sem endanlega vann, hann þurfti að stinga sér út í. Þegar allir voru búnir að skipta urn föt fórum við í trönu- byggingar. Við byggðum trönur sem voru í laginu eins og indíánatjöld. Eftir mat fórum við í kanó. Við fengum bát og rerum um allt Hafravatn. Þar á eftir fórum við í skyndihjálp. Þar var okkur kennt hvernig ætti að bregðast við losti, ofkælingu og fleiru. Eftir það fórum við í gróður- setningu. Þar áttum við að planta niður trjám. Hver flokkur átti að gróðursetja 30 tré. Þegar það var búið fórum við í póst sem heitir „Allir upp á borð”. Leikurinn var fólginn í því að koma sem flestum úr flokknunr upp á eitt lítið skóla- borð. Allur flokkurinn okkar komst upp á borðið en við vorum 9 í flokknunr. En svo var komið að kvöldmat. Við fengurn grillaðar svína- pylsur og grillaða banana með súkkulaði inní. Þegar maturinn var búinn var kvöldvaka. Þar voru skemmtiatriði og söngur og allir skemmtu sér konunglega. Eftir það var gengið til náða. Sunnudaginn 12. júní var ræst á sarna hátt og síðast. Að öllu þessu vanalega loknu byrjuðu póstarnir að nýju. Við fórum í vatnasafarí. Þar áttum við að gera ýmsar þrautir yfir vatni. Og ef eitthvað nristókst var maður kominn á bólakaf í jökulkalt vatnið. Allt gekk þetta vel þrátt fyrir að við blotnuðum. Eftir það var matur. Að matnum loknum byrjuðum við að ganga frá, taka saman tjöldin, tína ruslið af svæðinu og fleira. Að lokum voru mótsslit og verð- launaafhending. Tveir flokkar frá Eyjurn fengu verðlaun. Pöddur fengu 1. verðlaun fyrir tjaldskoðun og Skellibjöllur fengu 2. verðlaun í tjaldskoðun og 1. verðlaun fyrir vatnasafarí. Síðan var haldið heim á leið með rútunni. Við komum við í Hveragerði og fórum í sund, Tívolí og Eden. Þegar þetta var allt búið var síðasta leiðin með rútunni í Herjólf. Og allir voru glaðir eftir vel heppnaða ferð. Heiða Björk Marinósdóttir Hrefna Jóhannsdóttir 6 X re 5 o- 7T Yngsti flokkurinn „Skellibjöllur” og Guniini sem fór með þeim í Hike. Eyrún, Bergey, Sif, Dugbjört, Sigríöur Inga, Guinmi og Sigga Lára

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.