Skátablaðið Faxi - 01.12.1988, Blaðsíða 17

Skátablaðið Faxi - 01.12.1988, Blaðsíða 17
Hópurinn sem gekk á tind Vífilfells, talið frá vinstri: Leiknir, Ægir, Páll, Gísli, Viktor, Hörður, Hogni, Tommi og Raggi. Hjalti tók nnndina. VIFILFELLSGANGA Þann 13. mars 1988 var Skáta- félagið Faxi í sinni árlegu skíða- ferð. En það hefur verið siður að fara í leiðinni í gönguferð með mannskapnum til yndisauka, en að þessu sinni treystu ekki allir sér í gönguna enda erfið ferð fyrir höndum. Ákveðið var að ganga á Vífilfell en sem betur fer voru ekki allir svo slappir og fór hópur hraustra manna ásamt einu gamalmenni sem kallaði ekki allt ömmu sína, og hélt hópurinn af stað. Gangan var frekar erfið og á köflum hálf glæfraleg, en vegna mikilla hæfileika hópsins kom ekkert fyrir. Hópurinn lagði áherslu á hlýjan og góðan klæðaburð, enda frekar óþægi- legt að vera mjög kalt í rúmlega 655 m hæð, en það er hæð Vífilfells. En Vífilfell er ákaf- lega erfitt yfirferðar. Fjallið er þannig myndað að þegar maður gengur á það þarf maður að fara upp margar brekkur álíka að hæð og brekkan upp á hrygg Dal- fjallsins. En það er það sem gerir fjallið erfitt yfirferðar, svo eru brekkurnar frekar grýttar. En allt gekk þetta upp að lokum og var hópurinn gífurlega ánægður með að komast upp á efsta tind fjallsins og er hópurinn kom niður beið hans yndisleg máltíð sem allir snæddu með bestu lyst. H.A. BAKKABRÆÐUR Sveitin var stofnuð 17. október 1987 og þá var henni gefið nafnið „Bakkabræður". Sveitina skipa fjórir flokkar og flokksforingjar eru: Yfir „Grísunum" eru Páley og Kristbjörg, yfir „Gísla, Eiríki og Helga" er Þór, yfir „Sægörpum" eru Tommi og Gústaf og yfir „Sólbúum" eru Ægir og Hjalti. Sveitarforingi er Högni Arnar- son og aðstoðarsveitarforingi er Erlingur Guðbjörnsson. Sveitin hefur fundi einu sinni í viku og ríkir góður mórall. Ýmislegt er gert til gamans t.d. farið í útilegur, göngur o.fl. Krakkarnir í sveitinni eru urn 30 talsins. Bakkabræður áttu eins árs afmæli 17. október s.l., en upp á það var haldið 16. október með „Litlu gulu hænunni”, sent er önnur sveit, sem átti líka afmæli. Hver flokkur átti að koma með eina köku og skemmtiatriði. Það var mikið hlegið og ntikið sungið og það var injög gaman. Smá hlé var gert og allir fengu sér smá kökusneið og öl. Flokksforingjanámskeið var haldið og fór þá öll sveitin saman og gekk það svona bæri- lega vel. Við drógunt spjald sem á stóð að við ættum að sofa fyrstu nóttina í gamla golf- skálanum, þar sem kvöldvaka var haldin með öllum sveit- unum. Aðra nóttina áttum við að fara út á nýja hraun í kaffi- skúr eða vinnuskúr sem þar er. Við heimsóttum Steinsstaði þar sem önnur sveit lenti. Svo gerðu allir það sem átti að gera og allt gekk vel þangað til námskeiðið var búið. Þetta er það helsta um Bakka- bræður. Páley og Kristbjörg Gönguferð í janúar 1988 Lagt at' stað Fjörugur hópur vestur á Eyju 17 <cn_J<Q — Q Li-<X

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.