Skátablaðið Faxi - 01.12.1988, Blaðsíða 14

Skátablaðið Faxi - 01.12.1988, Blaðsíða 14
x>-n CD—C3>r-ro>H>xw 14 Svehtarforingjanámskeid á lllugastööum Dagana 23.-25. september var haldið sveitarforingjanámskeið á Illugastöðum. Frá Faxa fóru átta foringjar. Það voru Erla, Júlía, Sonja, Viktor, Flögni, Gísli, Erlingur og Magnús. Ferðin hófst fimmtudaginn 22. september kl. 17:00 þegar við mættum uppá flugstöð. Við vorum komin til Reykjavíkur um sexleytið. Við tókum leigu- bíl uppí Skátaríki og gistum við þar um nóttina. Daginn eftir áttum við að fljúga til Akur- eyrar. Við þurftum að skipta okkur í tvo hópa í flugið og flaug fyrri hópurinn kl. 7:00 um morguninn og sá seinni um hádegi. Og var ég í fyrri hópnum. Við komum til Akur- eyrar um hálf tíu. Á flug- vellinum var enginn bíll svo við þurftum að labba í bæinn. Á Ieiðinni komum við að bensín- stöð og spurðum við þar hvar skátaheimilið væri. Eftir að bensínafgreiðslumaðurinn hafði vísað okkur veginn fundum við skátaheimilið strax. Þar skildum við farangurinn eftir og fórum í sund. Eftir það var farið að borða og skoða bæinn. Eftir það fórum við uppí skátaheimili og biðum eftir hinum hópnum, sem átti að koma með flugi um hádegi. Þau komu um eitt leytið. Eftir að þau voru búin að koma sér fyrir, fórum við öll niður í bæ. Vorum við í bænum þangað til klukkan var að ganga 5. Fórum við þá aftur uppí skáta- heimili og voru þar mættir skátar víðsvegar af landinu. Um klukkan 6 lögðum við af stað til Illugastaða, og vorum við komin þangað um klukkan 7. Þá var námskeiðið sett. Eftir það fengu allir að borða og eftir matinn fengu allir verkefni sem þeir þurftu að leysa úti, síðan komu allir inn. Þá var okkur skipt í flokka. Hver flokkur fékk sitt eigið hús og fór hver flokkur uppí sitt hús. Og þar kynntist ég krökkunum sem voru í mínum flokki. Morguninn eftir vaknaði ég um klukkan 9 og var byrjað á því að fara í morgunleikfimi. Þar sást til heldur stirðbusalegra skáta. Eftir morgunmatinn var farið að leysa verkefni, sem fyrir flokk- ana var lagt. Vorurn við allan daginn að leysa þau. Um kvöld- ið var haldin veisla og þar fengum við pottrétt og búðing að borða. Var ekki farið að sofa fyrr en um klukkan tvö um nóttina. Morguninn eftir var vaknað klukkan 9 og var farið í morgunleikfimi og síðan í morgunmat. Við byrjuðum á að Ieysa nokkur verkefni. Síðan var farið í það að meta námskeiðið og var talið að námskeiðið hefði tekist vel. Urn klukkan 1 þurftum við að fara með bíl til Akureyrar, því við áttum pantað flug til Reykjavíkur klukkan 2. Vorum við komin til Reykjavíkur um klukkan 4. Þar þurftum við að dúsa á flugvellinum að bíða eftir því að það yrði flogið til Eyja. Eftir tveggja klukkutíma bið, var okkur tilkynnt, að það væri ófært til Eyja, svo við urðum að vera í Reykjavík yfir nóttina. Gistu sumir í Skátaríkinu en aðrir í heimahúsum. Morguninn eftir fórum við út á flugvöll klukkan 7:30 og vorum við komin heim til Eyja um klukkan 8:30. MIE Það voru einu sinni tveir bananar uppi í tré að prjóna jólatré. Þá flaug belja fram- hjá. — Eftir smá stund flaug önnur belja framhjá. Þá sagði annar banan- inn: „Ætli það sé hreiöur hér nálægt”. Stjórnendur nám- skeiðsins auk félaga úr skátafélögunum Faxa og Segli. SMÁFÓLK Sveitin Smáfólk hélt upp á eins árs afmæli sitt 26. október s.l. í sveitinni eru 6 flokkar sem hafa starfað mjög vel, það sem af er þessu starfsári. Þessir 6 flokkar eru: Smyrill, flokksforingjar Leiknir Ágústsson og Sigurður. Með- limir eru 6. Roky línur, flokksforingjar Heiða B. Marinósdóttir og Hrefna S. Jóhannsdóttir. Meðlimir eru 10. Monsur, flokksforingjar Björg O. Bragadóttir og Erla Bald- vinsdóttir. Meðlimir eru 9. Litlu kanínurnar, flokksfor- ingjar Sif Pálsdóttir og Kolbrún Rúnarsdóttir. Meðlimir eru 7. Búbbulínur, flokksforingi Dögg Lára Sigurgeirsdóttir. Meðlimir eru 6. Framundan í vetur er mjög líf- legt og skemmtilegt starf. T.d. áætlar sveitin að gefa út sveitarblað, fara í sleðaferð og útilegu ásamt mörgu fleiru á vegum félagsins, sveitarinnar og flokkanna. Sveitarforingjar eru Júlía Ólafsdóttir og Erla Baldvins- dóttir. Það voru einu sinni tíu epli uppi í tré að leika Tarzan og Jane. Svo ætlaöi eitt eplið að spranga, en það datt og klesstist í götuna. Þá sagði eitt eplið: „Þetta er allt í lagi. Það á bavíani heima við hliðina á mér og honum finnst svo gott eplamauk”. ERLA BALDVINSD.

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.