Skátablaðið Faxi - 01.12.1988, Blaðsíða 5
Skátamót Hafravatn
og svo var gengið til náða.
A föstudeginum 10. júnívarræs
kl. 9 með miklum látum (pottum
og sleifum). Eftir fánahillinguna
var matarúthlutun. f matinn
fengum við kornflex, súrmjólk,
brauð, banana, appelsínur og
epli.
Þar á eftir lagði flokkurinn
okkar af stað í 6 tíma gönguferð.
Við lögðum af stað kl. 10:30 en
sóttum matinn okkar áður og
tókunr hann með okkur. Við
gengum með veginum og opn-
uðum fyrsta póstinn okkar en á
honum stóð að við ættum að
teikna mynd af sumarbústað
sem við sæjum á leiðinni. Við
lukurn því af og héldurn áfram.
Þegar við vorum búin að ganga í
eina klukkustund fengum við
okkur nesti og opnuðum póst
númer 2. Þar stóð að við ættum
að semja lag sem tengdist
Hafravatni en það lag fjallaði
mest um flugur. Við gengum
áfram meðfram vatninu þangað
til við komum á svæði sem var
þakið trjám og lyngi.
Þá var það póstur númer 3. Við
áttum að mæla hversu mikill
straumur væri í næsta læk sem
við sáum. Við gerðum það með
því að taka litla spýtu sem gæti
flotið, mældum 1 meter niður
vatnið og tókum tímann sem
það tók spýtuna að renna
þennan eina meter. Við héldum
aftur af stað þar til við komum
að straumþungri á sem við
urðum að fara yfir, það var mjög
erfitt því við þurftum að vaða
upp á mið læri. En þetta hafðist
að lokum og áfram héldum við.
Það var svo mikið af flugurn að
ef maður geyspaði lá við að
maður yrði saddur.
í næsta pósti stóð að við ættum
að finna grip úr náttúrunni. Við
fundum flatan stein og tvö
kindabein og bundum þau í
kross við steininn. Við tókum
það með okkur og gengum að
tjaldbúðunum, en þar beið
okkar heit súpa og brauð.
Eftir matinn fórum við í fjár-
sjóðsleit. Við fengum leitartæki
sem heyrðist pínulítið píp og því
hærra sem pípið heyrðist því nær
vorum við tjársjóðnum.
Svo var matarúthlutun, við
fengum hakk að borða.
Þegar maturinn
var búinn
við
Við lögðum af stað með Herjólfi
á fimmtudeginum 9. júní. Það
var ekki mjög gott í sjóinn
þannig að sumir urðu sjóveikir.
Þegar komið var til Þorláks-
hafnar var farið með rútu til
Reykjavíkur og þar fengum við
frjálsan tíma til kl. 4:30. Hver
flokkur átti að halda hópinn,
sumir fóru í Kringluna, aðrir
niður á Laugaveg eða eitthvert
annað. Kl. 4:30 þegar allir voru
komnir inní rútu var lagt af stað
og mikið sungið á leiðinni. Við
vorum fyrst á svæðið en það var
ekki tilbúið svo að við skoð-
uðum okkur um og fórum í
brennó. Það leið langur tími þar
til farið var að úthluta tjald-
svæðum, en svo fóru krakkar frá
ýmsum stöðum af landinu að
tínast á svæðið. Þá var byrjað að
tjalda, þar á eftir var mótið sett
með venjulegum hætti. Á eftir
því var kynningarleikur sem var
þannig að allir fengu miða með
ýmsum stöfum úr orðinu Hafra-
vatn. Við áttum að koma okkur
saman í hópa og mynda orðið
Hafravatn. Því næst var dag-
skrárval en þá áttum við að velja
pósta fyrir næsta dag. Að því
loknu fengum við kakó, kringlur
og matarkex
5
x>-n O —cD>r-co> H>?;c/5