Skátablaðið Faxi - 01.12.1988, Blaðsíða 13

Skátablaðið Faxi - 01.12.1988, Blaðsíða 13
voru flestir sæmilega ánægðir með það. Klukkan sex lögðum við af stað upp á Hraun og komurn við í kofann þar klukkan kortér í sjö. Pá hófumst við handa við að grilla pylsur og gekk það mjög vel. Eftir að við vorum búin að borða leystum við verkefnin sem okkur var úthlutað og gerðunr svo nokkurgrunnnáms- verkefni sem við völdum okkur. Þegar við vorum búin að leysa öll verkefnin, ákváðum við að fara á Steinsstaði og heimsækja flokkinn senr var þar. Við héldum upp á Steinsstaði kl. 1 1:30 og vorunr við komin þangað hálftíma síðar. Þegar við komum á Steinsstaði voru hinir tveir flokkarnir sem áttu ekki að gista þar, þegar komnir þangað. Báðir flokk- arnir ætluðu að gista þarna, annar flokkurinn átti að vera í kofa í Stafsnesi, en krakkarnir treystu sér ekki til að vera þar vegna veðurs. En hinn flokkur- inn ætlaði að gista á Steins- stöðum vegna þess að þeir vildu ekki sofa í Gamla golfskálanum. það varð smá rifrildi, vegna þess að sumir fengu að sofa á Steins- stöðum. en sumir ekki. Endaði allt vel að lokum með því að sveitin Gúndar fór og gisti í Yfirkokkurinn Garnla golfskálanum og við fórum upp á hraun. Þegar við komum svo loksins upp á Eldfell fórum við eiginlega strax að sofa en sögðum nokkrar drauga- sögur áður. Næsta morgun vöknuðum við klukkan 9 eins og ákveðið hafði verið og tókum þá saman dótið okkar og flýttum okkur svo niður í skátaheimili. Við komum þangað aðeins of seint en gerði það ekki mikið því að hinir flokkarnir voru líka seinir. Eftir morgunmatinn var farið yfir verkefnin og var námskeiðið endurmetið. Meðal annars var gerð könnun meðal skátanna hvernig þeim fannst námskeiðið takast og voru flestir sammála um það að námskeiðið hefði heppnast mjög vel. Um kl. 1 var námskeiðinu slitið og fóru þá allir heim til sín ánægðir eftir vel heppnað námskeið. Mér fannst þetta námskeið mjög skemmtilegt og Iærði ég talsvert rnikið á því en ég hefði getað lært meira ef ég hefði farið fyrr að sofa á föstudagskvöldið. Hægt er að segja það sama um flestalla sem voru á þessu flokksforingjanámskeiði. ÞVJ X>-n 0-0>rD3>H>XB)

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.