Skátablaðið Faxi - 01.12.1988, Blaðsíða 7

Skátablaðið Faxi - 01.12.1988, Blaðsíða 7
Flokksforingjanámskeió á Úlfljótsvatni Bað, eftir skítuga helgi Helgina 26.-28. ágúst fór hópur krakka á flokksforingjanám- skeið að Úlfljótsvatni. Farið var með Herjólfi á föstu- dagsmorgni, og í Þorlákshöfn var tekin rúta til Reykjavíkur. Þar var stoppað á Umferða- miðstöðinni í c.a. 30 mín. og borðað. Þaðan var farið upp í Skátaríki og náð í aðra þátt- takendur á námskeiðinu og leiðbeinendur og svo var lagt af stað upp á Úlfljótsvatn. Þegar þangað kom var allt dót tekið úr rútunni og sett fyrir utan skálann, og var námskeiðið síðan sett með fánaathöfn. Eftir það var skipt í flokka og flokk- unurn úthlutuð herbergi og verkefni þ.e.a.s. finna nafn á flokkinn, flokkssöng og fleira. Þegar þessu var lokið var byrjað á dagskránni. Smá hlé var gert til að borða kvöldmat. Eftir það var haldið áfram í smá tíma og svo komu flokkarnir saman til að undirbúa skemmtiatriði fyrir kvöldvökuna. Um kl. 10 var kvöldvakan, og var síðan (eða áttiaðverajróumkl. 12-12:30. En ekki var alveg farið eftir því. Morguninn eftir var ræst snemma (fannst okkur) og Hópmynd af þátttakendum námskeiðsins borðaður morgunmatur. Eftir hann var fáni, og síðan skála- skoðun og voru leiðbeinendur heldur grófir í henni. Þeir hentu bakpokum og svefnpokum í hrúgur á gólfin og ýmislegt fleira. Þegar þessu var lokið var byrjað á dagskránni. Hlé var gert í hádeginu og var hægt að slappa aðeins af. Síðan hélt dag- skráin áfram. Um kl. 16 var undirbúningur fyrir 24 tíma hike. Sett var það nauðsynlegasta í bakpokana og nestinu skipt niður. í kringum kl. 17 var lagt af stað og fóru flokkarnir allir í sitt hverja áttina. Farið var út í eyju og sofið í tjaldi, upp í helli, í hlöðu og í kofa við réttir, og var haldið til á þessum stöðum yfir nóttina. Þetta gekk vel og var mjög skemmtilegt. Þegar við komum heim úr hike- ferðinni var endurmat á nám- skeiðinu og síðan var farið í sund. Eftir sundferðina koma rúta að ná í okkur og var keyrt beinustu Ieið leið í bæinn og farið upp í Skátaríki. Fóru þá flestir að fá sér að borða. Svo var farið með rútu til Þorlákshafnar og með Herjólfi til Eyja, eftir vel ferð. B.Ó.B, Hellisbúar fjrir bað — Krislbjörg, Stína, Viktor og Vala, Einar og Lárus. I 7 x>-n CD — Oi-dö>h >?: cr>

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.