Skátablaðið Faxi - 01.12.1988, Blaðsíða 8

Skátablaðið Faxi - 01.12.1988, Blaðsíða 8
x>-n O — 0>i— ro>—l >7s cn ELLIREYJARFERÐ Þaö var þannig, að við sem erum í Foringjaráði skátatelagsins, vorum oft búin að velta því fyrir okkur hvort ekki væri möguleiki á því að skátafélagið gæti farið í útilegu í einhverja úteyju. Svo var það einn fundinn að félags- foringinn, Páll Zóphóníasson, lýsti því yfir að skátarnir hefðu farið árlega út í Ellirey og kom þá upp áhugi um að endurvekja þennan gamla sið. Var þá byrjað að undirbúa ferðina, talað var við þá félaga í Ellireyjarfélaginu og tóku þeir mjög vel í þessa heimsókn. Þegar allt var orðið klappað og klárt var mannskapnum sagt að mæta næsta dag, sem var laugardagur. Ákveðið var að krakkar sem voru á fermingarári og eldri fengju aðeins að fara með. Var það ákveðið af öryggisástæðum. Farsæll, bátur Hjálparsveitar- innar skutlaði okkur út í eynna og þegar þangað var komið voru þeir sterkustu látnir bera allt það þyngsta. Þegar upp var komið byrjaði liðið að tjalda og búa um sig. Fararstjóri ferðar- innar var Mari pípari. Brátt var dagur að kveldi kominn og byrjaði þá undir- búningur fyrir varðeld. Kókó var búið til, og var Ellireyingum boðið á kvöldvökuna og í hressingu. Kvöldvakan var með hefðbundnu sniði, söngur og hlátur. Þegar líða fór á kvöldið fór mannskapurinn að sofa. Vaknaði liðið snemma um morguninn og var farið í skoðunarferð um eynna undir leiðsögn Mara. Farið var á marga fallega staði, en einn staður skar sig þó útúr af fegurð og glæsileika en það voru Háubæli. Að skoðunarferðinni lokinni fór mannskapurinn að pakka saman. Þegar það var búið fengu þeir félagar í Ellireyjarfélaginu skinn í virðingarskyni og fyrir góðar móttökur. Þegar því var lokið var klukkan orðin 5 og kominn tími til að fara niður með farangurinn. Eftir smá stund kom Farsæll og sótti okkur. Þegar heim var komið, voru allir sammála að ferðin hefði tekist með eindæmum vel. Viktor Ragnarsson Dagana 8.-9. og 15.-16.október fór fram dósasöfnun hjá okkur skátunum. Petta hreinsunarátak var fjáröfluriarleið hjá Banda- lagi íslenskra skáta. Það var keppni á milli flokkanna hver safnaði flestum dósum. Pöddur sigruðu glæsilega með 2416 dósir. Ömmur urðu í öðru sæti með 2001 dós. Sægarpar urðu í því þriðja með 1570 dósir. Viðurkenningar voru veittar seinasta söfnunardaginn. Bæjar- stjórinn þakkaði skátunum þetta framtak. Bærinn gaf verð- laun fyrir efstu flokkana og verða þau veitt á jólafundum sveitanna. í þessari söfnun kom í ljós að Skátafélagið Faxi varð efst yfir landið með 11.100 dósir og verður það að teljast nijög gott, því 100.000 dósir söfnuðust yfir allt landið. EG 8

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.