Skátablaðið Faxi - 01.12.1990, Blaðsíða 3
Séra Kjartan Örn Sigurbjörnsson:
Engill Drottinsstóð hjá þeim
Við skulum ímynda okkur að við vær-
um í útilegu á fallegu haust- eða vetrar-
kveldi. Við sitjum við varðeidinn og gömlu
og góðu skátalögin hljóma í kvöldkyrrð-
inni og ekki er kvik á nokkru strái. En þá
gerist það skyndilega að engill Drottins
birtist. Okkur yrði ekki rótt. Við yrðum
áræðanlega skelfingu lostin vegna þess
að þetta væri það síðasta sem ykkurdytti
í hug að gæti raskað kvöldvökunni.
Þannig hefurþað verið með fjárhirðana
endur fyrir löngu þar sem þeir gættu
hjarðar sinnar á Betlehemsvöllum eitt
kvöld og eina nótt. Þeir urðu hræddir.
Þeir voru ekki vanir óvæntum tíðindum í
tilbreytingaleysi daganna þar sem þeir
gættu hjarðarinnar. En þessi reynsla
varð þeim til góðs þó að þeir væru
óttaslegnir í byrjun. Engillinn flutti boð-
skap um frið og fyrirheit sem hafði þau
áhrifá hirðana að þeirhéldu þegarástað
til Betlehem þar sem þeir fundu svein-
barn vafið reifum og lagt í jötu. Og þeir
veittu því lotningu.
Það er ekki oft minnst á það í Biblíunni
að englar birtist en þegar það gerist þá
veldur það mikilli skelfingu. Hlutskipti
englanna var að flytja boð frá Guði og
ekki var það alltaf fagnaðarboðskapur
heldur áminning og fordæming þegar
einstaklingar og þjóðir höfðu vikið af vegi
sannleikans og réttri guðstrú. En hér er
fluttur friðarboðskapur og engillinn byrjar
á því að hughreysta hirðana og segir:
„ Verið óhræddir. “ Og síðan flytur hann
þeim þann boðskap að frelsari er fæddur.
Þessi boðskapur hefur breytt miklu og
• Sr. Kjartan Orn Sigurbjörnsson
vegna hans eru unnin kærleiksverk hvar
sem hlúð er að þeim sem minna mega
sín. Og vegna boðskapar Jesú frá
Nazaret eigum við þá trú að yfir okkur
vaki kærleiksríkur Guð sem vill okkur allt
það besta.
Já, frelsari er fæddur og á þessum
jólum eins og áður erum við minnt á það
sem engillinn sagði hirðunum og þessi
boðskapurá að vera okkurjafn dýrmætur
og mikils virði og hann var hirðunum á
hinni fyrstu jólanótt. Við eigum að
veita honum lotningu sem fæddist í
Betlehem. Það getum við gert hvern dag
og hverja stund með framgöngu okkar í
daglegu lífi. Við eigum að reyna að hafa
í heiðri boð Drottins um að elska Guð af
öllu hjarta og náungann eins og okkur
sjálf. Og allt sem við viljum að aðrirmenn
geri okkur það eigum við að gera þeim.
Það er víða bágt í veröldinni. Víða
niðamyrkur kúgunnar og ófrelsis þannig
að það erþörfáþví að allirþeirsem vilja
berjast góðu baráttunni standi saman og
leggi sig fram um að þoka málum til betri
vegar. Skátahreyfingin hefur háleitar
hugsjónir sem birtast í skátalögum og
skátaheitinu. En þetta eru bara andvana
orð nema því aðeins að þeim orðum sé
gefið líf í starfi þeirra sem tilheyra
skátahreyfingunni. Það er von mín að
skátahreyfingin megi eflast og að í starfi
og leik gelymist ekki að veita honum
lotningu sem fæddist á jólum.
Guð gefi okkur öllum gleðileg jól.
Kjartan Örn Sigurbjörnsson.
Ritnefnd: Leiknir Ágústsson Högni Arn-
arsson Gunnlaugur Erlendsson Hjálmar
Helgason Guðbjörg Ragnarsdóttir Sæ-
dís Sigurbjörnsdóttir Marý Linda Jó-
hannsdóttir.
Prentverk: Eyjaprent/Fréttir hf.
Auglýsingar:
Leiknir Agústsson Högni
Gunnlaugur Erlendsson
Arnarsson
Ábyrgðarmaöur: Marinó Sigursteins-
son
Leiðrétting handrits: Halla Andersen
SKÁTABLAÐIÐ FAXI
oCamarsskóti
90Q. estmannacyfum - ,$i
<PósthóC( 244