Skátablaðið Faxi - 01.12.1990, Page 4

Skátablaðið Faxi - 01.12.1990, Page 4
Skátastarfið í dag Skátafélagið er aðili að Bandalagi ís- lenskra skáta, BÍS, og áform eru um að stofna Skátasamband Suðurlands, sem er nýmæli skv.lögum BÍS frá 1987. Skátaflokkurinn er enn einn af horn- steinum skátastarfsins og innra starf hans hefur verið í sífelldri endurskoðun síðustu áratugina og á Skátaþinginu hér í Eyjum var samþykkt ný dagskrá, „Á ferð“. Allt starf skátaflokkanna í félaginu byggir á þessari dagskrá. Til þess að kynna nýju dagskránna verður hér að- eins drepið á það helsta sem í henn felst. Skátastarfið hefur alltaf byggst upp á námi og starfi og þetta eru höfuðþættir nýju dagskrárinnar. Fyrst er að nefna grunnnámið, sem byggist upp á verkefnum sem hver skáti verður að leysa. Grunnnámsverkefnin velur hver skáti sjálfur í samráði vlð foringja sinn, í samræmi við aldur og þroska hvers og eins. Grunnnámsverkefnunum er skipt í fjóra flokka: Hæfni, Fólk, Náttúran og Þjóðin Til þess að skátinn, börn og unglingar, sjái tilgang með því sem þau eru að læra og hafi af því ánægju, eru grunnnáms- verkefnin leyst með starfsverkefnum flokksins. Skátaflokkurinn velur sér starf- sverkefni, sem mynda heild um grunn- námsverkefnin sem skátarnir hafa valið og rúma allt skátastarf, jafnframt því að þau fela i sér ákveðna vinnuaðferð. Starfsverkefnunum er einnig skipt í fjóra flokka: Flokkurinn aflar vina. Allt starf þar sem flokkurinn gerir eitthvað fyrir aðra og allt starf er hjálpar þeim að kynnast öðrum. Flokkurinn ferðast. Allt útilíf og ferðalög Flokkurinn ber ábyrgð. Þegar flokkurinn tekur að sér verkefni fyrir aðra. Flokkurinn er viðbúinn. Flest skátastörf miða að því að kenna skátum hagnýt atriði sem hjálpa þeim að bregð- ast við hinum ýmsu viðburðum i daglega lífinu. Og vinnuaðferðin felst í þrennu: Undir- búningi, Framkvæmd og Endurskoðun Markmið BÍS er að þjálfa börn og ungt fólk til að vera sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu. Starfsverkefnunum er skipt í fjögur svið til að tryggja að skátarnir fái sem besta þjálfun á sem flestum sviðum. Flokksstarfið á að vera fjölbreytt og þess vegna hjálpar þessi aðferð til að velja verkefni sem auka á fjölbreytnina og koma skátunum á sporið við að vinna að verkefnum sem þeim e.t.v. hefur ekki dottið í hug að vinna að. Hvernig tengist grunnnámið starfs- verkefnum? Æskilegast er að grunnnámið fari fram um leið og flokkurinn vinnu að starfsverk- efni. Þegar flokkurinn skipuleggur starfs- verkefni er það kannað hvernig einstök verkefni innan þess falla að grunnnámi hvers skáta. Á heilu starfsári ættu ekki að vera vandræði að finna starfsverkefni sem spanna yfir grunnnám skátanna í flokknum. Dæmi um tengsl grunnáms við starfs- verkefni: Flokkurinn valdi verkefni á sviðinu Flokkurinn ferðast. Ákveðið er að fara í dagsferð í júní. Skátarnir í flokknum eru á þessum aldri: Tveir eru 13 ára, þrír eru 12 ára, tveir eru 11 ára og tveir eru 10 ára. Flokkurinn ákvað þrjú meginatriði í göngunni: -Útieldun á prímus. -Stuttur póstaleikur. -Æfing í skyndihjálp. Skátarnir í flokknum skiptu með sér verkum við undirbúning verkefnisins og • Einbeitnir á svip. Siggi Jóels og Finnur Freyr. fundu út að það voru yfir 20 grunnnám- sverkefni sem þeir gátu unnið í ferðinni. Valið var úr þessum verkefnum og þeim skipt milli skátanna í flokknum með tilliti til hvaða vörðu þeir voru að vinna að. Hver skáti gat þannig tekið 1 -3 verkefni í þessari ferð. Dróttskátar er nú nýfarið af stað eftir nokkurt hlé. Einn strákaflokkur hefur starfað af krafti í eitt ár fram að þessu, en nú hefur einn stelpuflokkur bæst við. Eftir áramót bæt- ist einn árgangur við, fæddir 1975, en það eru sennilega þrír flokkar. Þá er loksins hægt að stefna að einhverju markverðu í dróttaskátastarfinu í Eyjum. í fyrsta lagi yrði mynduð sveit úr þessum fimm flokkum sem mun heita og heitir fyrir Ds. Vestmenn. Fram til þessa hefur aðeins einn flokkur myndað sveitina en það er dróttaskátaflokkurinn Ds. Orion. Einnig yrðu námskeið sótt grimmt, svo sem um áttavitann, námskeið í ferða- mennsku, skyndihjálp, farið í alls konar ferðir og gert næstum því allt sem okkur dettur í hug svo framarlega sem fjárhag- ur okkar og lög félagsins leyfa. Þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í dróttskátastarfinu, því breiddin er gífur- leg og eins og maður segir: „Vilji er allt sem þarf.“ Þeir sem hafa áhuga qa dróttskáta- starfinu og hafa kannski hug á að skrá sig í skátana, munið að þið fáið ekki ævintýrin upp í hendurnar, þið verðið að skapa þau sjálf. LÁ l byrjun eru Dróttskátar þeir sem eru 16 ára á árinu og eldri. Dróttskátastarfið • Vilji er allt sem þarf * FLOKKAKERFIÐ Flokkurinn er grunneining skáta- starfsins og allt frá upphafi hefur hann verið hornsteinn skátahreyf- ingarinnar. Baden-Powell sagði: „Flokkakérfið er ekki ein leið til þess að reka skátastarf, heldur eina leiðin.,, Ar SKÁTABLAÐIÐ FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.