Skátablaðið Faxi - 01.12.1990, Page 6

Skátablaðið Faxi - 01.12.1990, Page 6
Ólafur Sigurðsson: Frá liðnum árum Leiksvæði okkar krakkanna við Landa- götu spannaði nánast yfir alla Eyjuna. Einkum voru það fjörurnar og bryggjurnar sem heilluðu að ógleymdum Urðunum, sém ég held nú að hafi verið okkur kærastar. Oft lágum við peyjarnir í skjóli í austanáttum undir stórum steini við Afa- poll og hlustuðum eftir vélahljóðum bát- anna og gátum ævinlega getið rétt til umhverjir væru þar á ferð. Þegar herinn kom varð bylting í hugum okkar og annar leikmáti tók við og fyrr en varði vorum við búnir að læra alla takta sem hermennirnir höfðu í frammi á æfingum. Að ganga beinir og í takt, aðheilsa með því að sveifla hendinni að enninu var orðin okkar sérgrein, enda hermannabraggarnir steinsnar frá Vatnsdal, þar sem við áttum heima. Fullorðna fólkið var uggandi og ekkert líklegra en að Þjóðverjarnir gerðu árás á landið. Við peyjarnir höfðum aftur á móti ekkert á móti fallbyssudrunum, en aldrei komu Þjóðverjarnir. Aðrir atburðir gerðust er komu róti á huga minn, en það var þegar Högni bróðir minn gekk í skátafélagið Faxa. Aðdragandinn að því var leynimakk og mátti ég helst ekkert vita umþá hreyfingu og var ég helst á því að það ætti að senda skátana í stríð við Þjóðverjana, enda gegnu þeir í takt og heilsuðu eins og hermennirnir. Á aðfangadag jóla bað pabbi okkur Högna að fara út i kofa til að ná í kartöflur og velja þær stærstu. Þetta þótti okkur ávalt mikill heiður. í kofanum var hænsnalukt og var nú kveikt á henni. I stíum hægra megin voru kartöflurnar hans, en afi átti vinstra megin. Ekki var slegið slöku við að tína þær allra stærstu í fötuna og ekki kom til mála að taka þær frá afa, þó þær væru kannski stærri, því afi var besti maðurinn í Vestmannaeyjum og svo þekkti hann líka allar stjörnurnar. Þegar að við vorum búnir að fylla fötuna tyllti Högni ser á brún einnar stíunnar og tók upp vasahníf og byrjaði að skræla rófu, ég sá í hvelli að hnífurinn hans Sverris á Hofi. Ég lét svoleiðis smámuni eiga sig, því ég sá að Högni varð allt í einu svo leyndardóms- fullur á svipinn og vissi á augabragði að hann ætlaði að trúa mér fyrir einhverju leyndarmáli. Og svo koma það: Þú mátt koma með á skátafund. Milli jóla og nýárs var svo haldinn fundur í skátafélaginu, sem var til húsa í litlu húsi vestan við Barnaskólann, áður voru kamrar í þessari byggingu. Skáta- félagið hafði síðar tekið bygginguna í gegn og málað í hólf og gólf. Högni fór á fundinn um kvöldmatarleytið og sagði mér að koma klukkan tíu. Ég var auðvitað kominn löngu fyrir þann tíma og beið fyrir utan. Loks bankaði ég á hurðina og • Ólafur Sigurðsson heyrði einhvern kalla að það væri fundur. Um síðir komu strákarnir út. Högni kallaði á mig að koma með, því að hann þyrfti að fylgja Knúti upp að Strembu. Ég rölti á eftir og gengum upp með kirkjugarðinum. Nú vissi ég í hvernig í öllu lá, Knútur þorði ekki einn heim og ekki Högni heldur. Mér er alveg sama þó allir draugar í Vestmannaeyjum ráðist á þig, sagði ég foxilur á heimleiðinni og gekk eins nálægt kirkjugarðsveggnum og ég þorði. Seinna um kvöldið rétti svo Högni mér skátabók- ina, sem þýddi að fleiri yrðu ferðirnar upp að Strembu. í sameiningu lásum við bókina og þar með var svipt hulunni af leyndardómnum, en skilningurinn á hinu og þessu lét á sér standa. Er ég fletti bókinni rakst ég á orðinstríð- skáti og friðarskáti. Pabbi var nú kominn í spilið og útskýrði hitt og þetta. Hann var alltaf glettinn til augnanna er hann var að hlýða okkur yfir skátalögin, enda augljóst að allskonar hrekkir af okkar hálfu, svo sem að ískra á glugga og þess háttar, gæti ekki varað mikið lengur. Strákarnir í nágrenninu er ekki höfðu áhuga á skátastarfinu fengu oft þau svör er spurt var um bræðurna í Vatnsdal, að þeir væru áfundi eða í útilegu. Að sleppa lifrartínslu og skyndigróða, ef heppnin væri með, fyrir svona fíflarí væri ófyrir- gefanlegt. Og nú hófst starfið að fullu. Utilegur, leit, hjálp í viðlögum aðóg- leymdum fundum. Smámsaman fór strákurinn að taka eftir hinu og þessu í náttúrunni semáður hafði verið honum hulið. Virðingin fyrir landinu jókst og það sem hann tókst á við varð honum til framdráttar og góðs í lífinu sjálfu. þessu í náttúrunni semáður hafði verið honum hulið. Virðingin fyrir landinu jókst og það sem hann tókst á við varð honum til framdráttar og góðs í lífinu sjálfu. Ólafur R. Sigurðsson. Vestmannaeyingar! Viö höldum upp.á 5 ára umboð með MORA blöndunartæki, sem hafa reynst sérstaklega vel Þess vegna bjóðum við núna “1 O afsI á-t-t: af öllum MORA blöndunartækjum, til jóla Eldhús tæki Verð áður kr. Verð nú kr. 7.960,- slaðgr. Sturtutæki hitastýrö Verð áður kr. ÍM35,- Verð nu kr. 9.032,- staðgr. Baðtæki hitastýrð með stút Verð áður kr. lAOerT Verð nú kr. 11.704,- staðgr. Handlaugartæki Verðáður Verð nú kr. 8.997,- staðgr. Þessi tæki eru krómuð og fást einning i hvítu OPIÐ 14-18 ALLA VIRKA DAGA - LAUGARDAGA KL. 10 -12 MI6STOGIN 6 SKÁTABLAÐIÐ FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.