Skátablaðið Faxi - 01.12.1990, Qupperneq 10

Skátablaðið Faxi - 01.12.1990, Qupperneq 10
• Fánaathöfn. Mummi gengur að fánanum. Flokksforingjanám- skeið á Úlfljótsvatni Dagana 9. til 11. nóvember var haldið flokksforingjanámskeið á Úlfljótsvatni. Héðan héldu 14 hressir krakkar á nám- skeiðið. Við lögðum af stað á föstudagsmorgni með Herjólfi og gekk það bara bærilega vel. Síðan var haldið frá Þorlákshöfn til Reykjavíkur, nánar til tekið upp í Skáta- ríki. Þar losuðum við okkur við dótið og fengu þau fyrirmæli að við ættum að mæta aftur upp í Skátabúð klukkan 18:00. Leið flestra lá upp í Kringlu, en á mínútunni klukkan 18:00 mættu alliraftur upp í Skátabúð, endurnærðir og eld- hressir. Rútan, sem átti að ná í okkur, kom og lá leiðin upp í Ársel, en þar átti annar hópur að bætast við. Eftir það var keyrt upp á Úlfljótsvatn, þar sem við hittum fyrir leiðbeinendurna, sem skiptu okkur upp í flokka. Starfað var í þessum flokkum alla helgina. Mikið var um fyrirlestra, farið var í næturleiki og marga aðra skemmtilega leiki og á sunnudeginum var námskeið- inu slitið. Við urðum samferða hinum krökkun- um, sem voru á námskeiðinu, á Selfoss. Þar fórum við úr rútunni og þurftum að bíða í smástund. En fljótlega kom rúta að sækja okkur. Hún flutti okkur til Þorláks- hafnar og þar fórum við um borð í Herjólf og gekk ferðin heim bara vel. • Kvöldvaka. Stebbi stjórnar eins og hann best getur. JÓLAÁÆTLUN herjólfs Aðfangadagur 24. desember frá Vestm.eyjum kl. 07:30 - Frá Þ.höfn kl. 11:00 Jóladagur 25. desember - Engin ferð Annar jóladagur 26. desember - Frá Vestm.eyjum kl. 14:00 - Frá Þ.höfn kl. 18:00 Gamlársdagur 31. desember - Frá Vestm.eyjum kl. 07:30 - Frá Þ.höfn kl. 11:00 Nýjársdagur - Engin ferð. Að öðru leyti gildir vetraráætlun skipsins. ‘Ueriólfur h(. 1 o SKÁTABLAÐIÐ FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.