Skátablaðið Faxi - 01.12.1990, Síða 14

Skátablaðið Faxi - 01.12.1990, Síða 14
Ferðasaga Esja klifin af Eyjaskátum Föstudagsmorguninn 9. nóvember lagöi vaskur hópur frækinna unglinga (undir dulnefninu skátar) af staö áleiðis til Esju. Fyrsta sameiginlega farartækiö var báturinn MS Herjólfur og auðvitaö varö ekkert af okkar hraustu ungmennum, sjóveikt.- Næst tók svo rúta viö, sem keyrði okkur upp í Skátaheimilið viö Snorrabraut. Þaö er kannski óþarfi aö nefna þaö, en fyrst við vorum komin til Reykjavíkur þá skemmtum viö okur öfga vel þessa tvo tima, sem viö fengum fría til aö svala forvitni okkar, auk þess aö tæma buddur vorar! En áfram héldum viö leiöinni áleiöis til Esju, og nú fylgdu okkur ungir (glæsilegir karlkyns) skálaveröir. En viö áttum aö gista í skálanum Þristi. En þegar viö komum aö skálanum voru dularfullir atburðir aö gerast, útileg- umaöurinn í Esjunni hafði brotiö rúöu í hurðinni. Líklegast til að komast inn, en einnig gæti hann bara hafa verið aö kanna nútíma gæðin. Þið verðið aö athuga þaö aö útilegumenn voru einung- is uppi á dögum Fjalla-Eyvindar og Gísla Súra. En þar sem viö skiljum svo vel suma útilegumenn þá létum viö hann í friöi. Enda hljóp hann í ofsakasti upp hlíðarnar og síöan hefur ekki sést meira af þeim manni! Eftir venjulegar athafnir, eins og aö koma sér fyrir, gengu nokkrir krakkanna aö TRÖLLAFOSSI. En hér eftir ætla ég, sem höfundur þessarar greinar aö lýsa eins ýtarlega og ég get þessari einstöku, frábæru, mergjuöu og „öfga“ skemmti- legu og velheppnuðu ferö. En reyndar var hún ekkert einstök í sinni röð og ef ég hugsa mig betur um þá var hún ekki svo frábær og kannski ekki alveg „öfga“ vel heppnuð. En mergjuð var hún og þá út í ystu æsar. En í stuttu máli var hún svona: Löbbuðum þangað undir leiösögn tveggja skálavaröa. Þeir skyldu viö okkur en viö héldum ótrauð áfram. Gengum lengra þangað, beygöum svo hingaö til hægri og löbbuðum svo alveg þangað. En auövitaö stoppuöum við nokkrum sinnum á leiðinni, aöallega til aö hvíla okkur. Nú já, viö komum aö TRÖLLA- FOSSI, en þá, vildi svo óheppilega til að þaö var fariö að skyggja, svo að viö sáum ósköp lítið í fossinn. Viö stöldruöum þar viö skamma stund en héldum síöan áfram. Þá ákváðum viö (ekki ég) aö fara aðra leið. Þaö var komið myrkur, en Högni næstbesti var með vasaljós. Tveimur tímum seinna komum við aftur upp í skála viö mikil fagnaöar- læti. Þó held ég aö Gísli hafi ætlað að fara aö skipuleggja voöalega leit aö okkur. Um kvöldið spangóluðum við svo- lítiö eftir að hafa nartað í einhvern mat og hlustað á „öfgafullt" rifrildi. Seinna um kvöldiö ákváöu nokkrir aö þaö væri bara ansi góð hugmynd aö sofa úti. Á meðan þeir litmiklu sváfu sínum fegrunarblundi voru þeir sem úti sváfu, smá saman aö tínast inn. En ég má ekki gleyma góöa kakóinu hjá Sædísi og Marý Lindu. Um morguninn vöknuðum viö spræk, köld en hress og um klukkan hálf tólf vorum viö öll komin út og tilbúin í gönguna miklu upp á Esju og í gönguna fóru allir. Viö fórum bara misjafnlega hátt upp og út á viö. Hópurinn skiptist í fjóra flokka. Einn hópurinn fór upp á Hátind, sem er erfiðast, annar fór upp á Bláhnjúk en þriöji fór út á viö og niður á við. En öll gengum viö eitthvað, bara þó nokkuð mikiö. Svo komu allir saman í Þrist, þar sem skálaverðirnir voru. Vorum viö að slæpast langt fram eftir nóttu og Júlli sagði „öfga“ skemmtilegar draugasögur og mikiö var nú hlegið. En þá var ekki allt búiö. Þaö voru þrír vaskir skátar úr Eyjum sem fóru út í sjoppu ásamt skálaverði. En þess má geta aö við vorum í óbyggðum og næsta sjoppa var í Mosfellsbæ. Þegar þeir komu þangað, þ.e.a.s. í sjoppuna í Mosfells- bæ, var sjoppan lokuð, en okkar menn gáfust ekki og húkkuðu sér far í bæinn - til þess aö kaupa nammi handa sæl- gætisþyrstum Vestmannaeyingum. Þó þeir hafi húkkað sér far í og úr bænum þurftu þeir aö ganga alveg heilmikið. Þeir fóru klukkan 22:00 og komu aftur um hálf fimm leytið. Svo þegar þeir loksins komu aftur var Högni oröinn veikur, enda var hann búinn aö ganga frá hádegi meö galtómann maga. En viö, sem alltaf erum viðbúin, sáum um sjúkl- inga eins vel og viö gátum og um klukkan hálf sjö voru allir steinsofnaöir. Allir voru vaknaðir kl. 11 (nema sumir sem sváfu næstum því allan tímann; Gugga). Þegar við vorum búin aö borða, fórum viö aö ganga frá öllu. Viö skúruðum gólf, þvoö- um veggi, eöa næstum því. Svo kom rútan aftur og allir lögöu af stað, syngj- andi og trallandi. Þegar viö komum aö Umferðarmiðstöðinni þurftum við aö stoppa í smátíma (ekki höfðu ailir heppn- ina meö sér þar). Svo lögðum við í hann og þegar viö komum um borö í Herjólf fóru sumir að sofa, aðrir að spila og komum við heim eftir langa og skemmti- lega dvöl í Þristinum. Skátar • Hluti af hópnum við skálann Þrist. • „Pása“ tekin uppi á Esju. 1 4 SKÁTABLAÐIÐ FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.