Skátablaðið Faxi - 01.12.1990, Blaðsíða 15

Skátablaðið Faxi - 01.12.1990, Blaðsíða 15
• Unnið að starfsverkefnum. Sveitafor- ingjanámskeið Á Akureyri 24. - 26. nóvember 1990. Við lögðum af stað með Herjólfi föstu- daginn 24. nóvember, en við áttum að fara á sveitaforingjanámskeið á Akureyri. Þegar við komum til Reykjavíkur fórum við með flugi til Akureyrar, svo fórum við upp í skátaheimilið Hvamm, en þar áttum krakkarnir að hittast. Úr því að enginn var kominn þangað, skelltum við okkur bara niður í bæ að kíkja á fólkið á Akureyri. Þegar því var lokið fórum við upp í Hvamm. Síðan lögðum við öll af stað með rútu upp í Hlíðarfjall en þar á Skíðahótelinu átti námskeiðið að vera. Þar voru krakkar frá Dalvík, Kópaskeri, Sauðárkrók og Akureyri, auk okkar frá Eyjum. Námskeiðið byrjaði á því að við fórum í gamlakirkju og félagsforinginn, Tryggvi Marinósson frá Akureyri, setti námskeið- ið. Um leið og við komum í skálann áttum við að skila farngrinum okkar inn og koma strax út aftur, en þá byrjaði fyrsti fyrirlesturinn um skátasmárann og lill- juna, skátalögin og margt fleira. Þegar • Skíðaskálinn, sem sveitarforingjanámskeiðið var haldið í. SKÁTABLAÐIÐ FAXI því var lokið var okkur skipt í 4 flokka og fékk hver flokkur sitt herbergi en síðan var kyrrð. Við vorum vakin klukkan 8 á laugar- deginum, en þá var morgunmatur. Eftir það var fyrirlestur fram að hádegi. Hann var um grunnnám, starfsverkefni, vörð- urnar og margt fleira. Svo var hádegis^- matur. Síðan var fyrirlestur um leiki og leikstjórn, það var mjög gaman. Næst kom nú kaffið og strax á eftir því voru nokkrir útileikir. Þá var komið að því að flokkarnir ættu að undirbúa sveitarfund. Þegar við komum upp í herbergi vorum við kölluð niður aftur, út af því að við áttum að læra spuna en það er einskonar listdans. Tónlistin við þetta er eins og [ jógaæfingum (hryllingur). Svo var sveit- arfundur, það var sungið, gerð starfs- og grunnnámsverkefni, skemmtiatriði og margt fleira. Næst var komið að nætur- leik, við áttum að taka á móti geimveru sem var að koma utan úr geimnum. Við þurftum að kveikja á kyndli, skjóta upp rakettum, berjast við andstæðinga o.s.frv. Allt þetta gekk nú svona og svona fyrir sig en allt gekk upp að lokum. Þetta var búið klukkan 1. Þá var kyrrð en það sofnaði nú enginn fyrr en klukkan 4. Svo vorum við vakin klukkan 8 með falskri munnhörpu. Við fórum strax út í fyrirlest- ur þar sem viðlærðum að nota: Prímus, áttavita, hvernig fötum maður klæðist úti og hvernig kveikja á varðeld úti. Svo var farið inn og farið betur í grunnnámið. Slit voru klukkan 2:30. Okkar menn flugu ekki heim fyrr en klukkan 6 og létu sér bara leiðast á meðan. Við sváfum í Reykjavík og fórum heim með flugi á mánudagsmorguninn eftir skemmtilega ferð. Ungskáta- sveitin Jónas í Fötu Ungskátasveitin er uppbyggð af 7 - 9 ára krökkum. 8 flokkar eru í sveitinni og 7 foringjar. Nýr sveitarforingi hefur tekið við sveitinni og hefur því mikið að gera með sveitinni. Krakkarnir vinna nokkur verkefni en þau eru ekki erfið. Skemmti- legast finnst þeim, að læra söngva og leiki. Söngvarnir eru skemmtilegir og það er létt aö læra þá en léttast finnst þeim að læra hreyfisöngva. Flokkarnir í ungskátasveitinnifara einu sinni til tvisvar sinnum í útilegu og það er draumur margra ungskáta, en þá erfarið í golfskálann í Herjólfsdal. Þegar krakkarnir í ungskátasveitinni eru orðin 10 ára fara þau í aðra sveit og læra eitthvað nýtt og skemmtilegt. 1 5

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.