Skátablaðið Faxi - 01.12.1990, Side 19
Þá var spilað á grammófón, dansað,
drukkið kakó og borðaðar kökur
Þórarinn Sigurðsson, sem flestir þekkja sem Tóti rafvirki, í viðtali við Faxa
Hvernig bar það til að þú gerðist
skáti?
Það var nú bara hálfgert slys, þannig
var að við vorum alltaf saman; ég, Krissi
Karls, Stjáni Ólafs, Jón Ögmunds, Arnar
Einarsson og Bergur bróðir hans Arnar í
SÍS. Við lentum saman í flokk hjá Ingólfi
Hansen en var sem sagt foringinn og
varaforinginn var Sævar Jóhannesson
sem búsettur er í Reykjavík. Þetta var á
þeim árum sem við vorum að byrja í
Gagganum og ég man að þessi skáta-
flokkur hét Ernir. En þetta var svona
uppistaðan.
Gætir þú sagt frá starfsferli þínum
innan skátahreyfingarinnar?
Þetta gerðist þannig að við gengum í
þennan flokk og var síðan tekið nýliða-
prófið. Fundirnir voru upphaflega haldnir
við Fífilgötu 2 bakhús. Þar fór skátastarf-
ið fram, þ.e.a.s. fundirnir. Ég man að
þetta var ekki kynt upp, en það var
rafmagnsofn þarna sem kveikt var á
meðan fundirnir voru haldnir. Þetta slag-
aði allt saman og jafnvel rigndi inn og ég
man að það var mikil fúkkafýla. Því það
var kvartað yfir því þegar maður kom
heim að eftir hvern fund, að það væri
hálfgerð fúkkafúla af manni. Þarna var
rekin mínibúð með alls kyns skátamerkj-
um, beltum og þetta lyktaði allt saman.
Þarna voru fundir haldnir vikulega og
stundum kakófundir sem annað hvort
stelpurnar buðu eða strákarnir. Þá var
spilað á grammifón, dansað, drukkið
kakó og borðaðar kökur. En þetta var
óttalega saklaust. Og á hverjum sunnu-
degi var farið í göngu, eitthvað út á eyju
á einhvern ákveðinn stað.
Hvenær gerðist þú skáti?
Eitthvað um 1958 -1959.
Hvað er eftirminnilegasta atvikið
sem þú manst eftir á því tímabili sem
þú varst skáti?
Ég man ekki eftir neinu sérstöku atriði,
ekki neitt sem er ofar öðru. Ég man einna
helst eftir því þegar við unnum heitið.
Það var gert niður í Samkomuhúsi á
einhverju stór afmæli hjá Faxa og þar
voru veisluhöld mikil og nokkuð margir
vígðir þann dag. Já, sú stund siturdálítið
í manni.
Hvaða skátar voru mest áberandi
þegar þú varst í skátunum?
Eg var nú mest var við flokksforingj-
anna Sævar og hann Ingólf og svo
flokksforinginn á þessum árum var séra
• Þórarinn Sigurðsson
Jóhann Hlíðar. Síðar varð Þráinn Einars-
son foringi og kvenskátunum Inga, konan
hans Rabba á Dala-Rafni og eins konan
hans Steingríms, hún Guðlaug voru frek-
ar áberandi.
Hvað lærðir þú í skátunum?
Maður lærði nú kannski ekkert
sérstakt. Þetta var gaman, maður lærði
þó að taka tillit til annarra og það var
kannski stærsti lærdómurinn. Maður gat
ekkert farið að frekjast neitt einn, það
urðu allir að starfa saman sem ein heild.
Hvað finnst þér um skátastarfið í
dag?
Mér líst vel á það eins og ég sé það og
ef það gerir krökkunum eins gott og
þegar ég var í skátunum þá er ekkert
nema jákvætt við það.
Er eitthvað sem þú villt segja að
lokum?
Eins og ég segi, þá voru þessi skátaár
sérlega góð ár. Þetta var skemmtilegur
og þroskandi tími. Og þegarokkarflokkur
leystist upp, þá byrjaði ég með flokk
ásamt öðrum, en það stóð stutt yfir því
þá fóru að koma önnur áhugamál, þannig
að maður flosnaði upp úr þessu. Enda
var maður ungur á þessum árum og ekki
tilbúinn að axla þá ábyrgð að stjórna
flokk, ég held að að það hafi verið aðal
ástæðan.
Ég var flokksforingi og það var eitthvað
í eitt ár eða svo og þá var Sigurður Þ.
Jónsson með mér en hann á það mér að
þakka ef við getum orðað það svo, að
hann hefur orðið skáti," sagði Tóti og hló.
Skátar og aðrir Vestmannaeyingar!
Óskum ykkur gleðilegra jóla
ogfarsœlar á komandi ári.
Þökkum samskipti liðinna ára.
HRAÐFRYSTISTÖÐ
VESTMANNAEYJA H.F.
SKÁTABLAÐIÐ FAXI
1 9