Skátablaðið Faxi - 01.04.1997, Qupperneq 4

Skátablaðið Faxi - 01.04.1997, Qupperneq 4
SKÁTABLAÐIÐ 4 Skátahreyfingin Sagan af skátahreyfingunni er eins og ævintýri, bæði löng og heillandi. Ævintýrið hófst árið 1907 í Englandi. Maður að nafni Baden-Powell safnaði saman hóp drengja í fyrstu skátaútileguna á eynni Brownsea. Baden-Powell skipti drengjunum í smærri hópa, sem hann kallaði flokka. Hver flokkur fékk sitt tjald- búðasvæði og sitt merki. Hverjum flokki stjórnaði drengur sem var svolítið eldri en hinir. Enn í dag, nærri öld síðar, er flokkaker- fið mikilvægt tæki í skátahreyfingunni. Nú orðið eru börn næstum alltaf umkringd fullorðnu fólki. En börn þurfa líka stundum að vera ein og þurfa að geta bjargað sér án fullorðinna. Það er ekki beinlínis auðvelt að fá starfið í skátaflokk til að ganga. En þau börn, sem hafa fengið að reyna það, hafa haft af því mikið gagn. Flokkarnir á Brownsea-eyju fengu mörg verkefni, og verkefnin þyngdust með hverjum deginum sem leið. Flest snerust þau um að geta bjargað sér við frumstæðar aðstæður. Flokkarnir skiptust á um næturvaktir og gistu þá undir tjaldhimni í stað tjalds. Hver drengur var með föt, teppi, suðuáhöld og tannstöngla. Maturinn var eldaður á frumstæðan hátt. Flokkar Baden-Powells lærðu að glíma saman við fjöldamörg ögrandi verkefni. Á Brownsea-eyju kyntu drengirnir oft varðelda og þar hefur áreiðanlega oft verið mikið fjör. Varðeldar voru nýnæmi og í miðjum hópnum sat Baden-Powell. Hann sagði frá löngum og ævintýralegum æviferli sínum þannig að drengirnir göptu. Baden-Powell, eða B-P eins og hann er oft nefndur, hafði verið foringi í breska hernum í mörg ár. Erfið verkefni á ókunn- um stigum höfðu dregið fram og þroskað með honum óvenjulega uppfinningasemi sem byggðist á góðri athyglisgáfu og hugmyndaflugi. Skilningarvit hans höfðu þjálfast þegar hann gekk í Charterhouse-heimavista- skólann. Uppáhaldsiðja hans var að fylgj- ast með dýrum og fólki ofan úr tré. Afríka Á tímabili í Indlandi var B-P sendur til Suður-Afríku, til Bechuanalands og Matabetelands, þar sem hann ferðaðist m.a. hundruð kílómetra á hestbaki. Hluta leiðarinnar var hann dulbúinn og þóttist vera blaðamaður. Næst þegar B-P kom til Suður-Afríku var eitt verkefna hans að taka þátt í umsátri um virki Zulu-höfðingjans Dinu- Skátafélagið FAXI verður með kaffisöu í skátaheimilinu við Faxstíg

x

Skátablaðið Faxi

Publication Type:
Collection:
Gegnir:
ISSN:
2547-7250
Language:
Volumes:
34
Issues:
56
Published:
1967-2017
Available till:
2017
Locations:
Person responsible:
Marinó Sveinsson (1967-present)
Keyword:
Description:
Útgefandi, ár: Vestmannaeyjum : Skátafélagið Faxi, 1967-2017

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar: 1. tölublað (01.04.1997)
https://timarit.is/issue/395653

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. tölublað (01.04.1997)

Iliuutsit: