Skátablaðið Faxi - 01.04.1997, Page 5
SKÁTABLAÐIÐ
5
zulu. B-P var einn þegar hann komst að
virkinu, en liðstyrkur var á leiðinni.
Innfæddir urðu hræddir þegar þeir sáu
hann. En hræðslan snerist upp í furðu
þegar þeir sáu að B-P fór að leika sér við
barn sem var að gráta.
Árið 1895 var B-P aftur sendur tii
Afríku, að þessu sinni til Ashanti ( Ghana
) á vesturströnd Afríku. Þar átti hann að
skipuleggja starf hjá stórum hópi innfæd-
dra. Þeir áttu að finna hvar Prempeh
Ashanti-konungur var niður komin og
hvernig væri hægt að komast lil hans. Það
reyndist vera 240 km. leið í gegnum
ófæran frumskóg. B-P leysti þetta verkefni
einnig með uppfinningasemi og seiglu.
Vertu viðbúinn
Skömmu eftir að B-P kom til Englands í
Júní 1899, var hann boðaður til fundar við
Wolseley hershöfðingja í her-
málaráðuneytinu. Þar átti eftirfarandi sam-
tal sér stað:
Wolseley: Ég ætla að biðja yður að fara til
Suður-Afríku.
B-P: Já, herra.
Wolseley: Getið þér farið á laugardaginn?
B-P: Nei, herra
Wolseley: Hvers vegna ekki?
B-P: Það fer ekkert skip á laugardaginn,
en ég get farið á föstudag.
Orðaskiptin eru dæmigerð fyrir B-P, sem
leitaðist alltaf við að vera “ viðbúinn” ein-
nig hinum ófyrirsjáanlegustu við-
fangsefnum. Þessi regla kom síðar fram í
drengþjálfuninni. “ Be prepared “ eða “
Vertu viðbúinn “ varð og er enn kjörorð
skátahreyfingarinnar.
Þegar B-P var í Suður-Afríku varð hann
sérstaklega kunnur fyrir störf sín í
Mafeking, bæ sem var umsetinn af Búum
árið 1900. Þessi litli bær stóðst mjög langt
umsátur og var að ekki síst að þakka
hugmyndarflugi, áræðni og mann-
þekkingu B-P. Hann virkjaði stóran hóp
barna og fullorðinna og kenndi þeim að
leysa ýmis verk af hendi þar til liðsstyrkur
barst.
S
Omögulegt-
Mögulegt
Við þessar erfiðu aðstæður áttaði B-P
sig á að börn geta lært og gert hina
ótrúlegustu hluti, ef þeim er treyst, og það
eru gerðar kröfur til þeirra.
Þessi reynsla vakti með honum löngun
til að reyna eitthvað alveg nýtt þegar hann
hætti í hernum fimmtugur að aldri.
Heima í Englandi fannst honum allt of
mörg börn óvirk og áhugalaus. Hann fór
því að þróa uppeldisaðferðir sem byggðust
á reynslu hans í Afríku.
Á Brownsea-eyju áttaði hann sig á því
að börnum þykir mest gaman að glíma
sjálf við vandamálin í stað þess að fá löng
og leiðinleg fyrirmæli.
Að “ læra af því að framkvæma “ varð
að reglu sem stóðst próf reynslunnar á
fyrstu árum skátastarfsins. Reglunni er nú
beitt um allan heim.
Þróun
skátahreyfingarinnar
Orðrómurinn um Brownsea-eyju breid-
dist fljótt út um allt England, ekki síst árið
1908 þegar B-P hóf að gefa út nokkur hefti
sem voru kölluð “ Scouting for Boys “.
Heftin voru full af hagnýtum tilvísunum,
spennandi og þroskandi verkefnum og
sögum.
Heftunum var tekið með hrifningu.
Sextíu þúsund drengir í Englandi voru
með þegar árið eftir.
Efnið í heftunum var síðan gefið út í bók
sem var prentuð í stóru upplagi og þýdd á
mörg tungumál, m.a. á íslensku undir
nafninu Skátahreyfingin.
Heftin voru rituð undir áhrifum af veru
B-P í Indlandi og Afríku eins og eðlilegt
var.
Stúlkurnar
bætast í hópinn
Þó að það hafi ekki verið ætlunin í
upphafi fóru stúlkur að birtast í
skátabúningi.
Agnes systir B-P var beðin um að móta
aðferðir og verkefni fyrir stúlkur. Kona B-
P Olave St. Clair Soames eða Lady B-P,
tók síðan þetta verk að sér
Alheimsskátahreyfing
Skátastarf breiddist fljótt út til annarra
landa. Árið 1920 var fyrsta alheimsskáta-
mótið fyrir drengi haldið í London. Árið
1924 var annað alheimsskátamótið haldið
í Danmörku.
B-P og kona hans, Lady B-P vörðu
mörgum næstu árum í að breiða út skáta-
hreyfinguna. Þau ferðuðustum allan heim
og héldu fyrirlestra og skrifuðu bækur til
að kynna skátahugsjónina.
Aðdragandi seinni heimstyrjaldarinnar
olli því að B-P átti erfitt með að viðhalda
trúnni á alheimsbræðralag. Hann hafði
lagt sívaxandi áherslu á friðarstarf og
hafði því þungar áhyggjur er hann dó árið
1941.
Olave Baden-Powell hélt áfram starfinu
fyrir skátahreyfinguna af óbugandi krafti
allt til dauðadags árið 1977. Þá voru 20
milljónir skáta starfandi í meira en 120
löndum.
Alþjóðasamstarfið styrktist aftur eftir
síðari heimsstyrjöldina. Sem tákn um þetta
bræðralag halda skátar um allan heim
hátíðlegan 22. febrúar “ hugleiðs-
ludagurinn “, en hann var afmælisdagur
beggja hjónanna.