Skátablaðið Faxi - 01.04.1997, Page 9
SKÁTABLAÐIÐ
9
Skátaklúturinn
Upphaflega átti klúturinn að hindra að
svitinn rynni niður eftir bakinu. Nú er
hann aðalega notaður sent einkenni, en
þegar mikið liggur við má nota hann til að
binda utanum sáraumbúnað.
Skátaklútar geta verið í ýmsum litum,
gulur klútur er fyrir ylfinga, vínrauður
fyrir alla aðra aldurshópa og eru mismu-
nandi litar kantrendur til að sýna fyrir
hvaða stig klúturinn er.
Margir fullorðnir skátar bera gráleit-
an/ljósrauðan skátaklút með skoskum
köflóttum taubút að aftan. Hann nefnist
Gilwell klútur og sýnir að skátinn hefur
lokið Gilwell-þjálfun.
Klútnum er haldið saman með skáta-
hnút, réttum hnút eða einhverjum öðrum
hnút, sem hópurinn hefur fundið upp.
Margir nota bein, járnhringi eða fléttaða
leðurreim. Einn algengasti hnúturinn
nefnist tyrkneskur skrauthnútur.
Oskum öllum skátum
sem og öðrum bæjarbúm
gleðilegs sumars