Skátablaðið Faxi - 01.04.1997, Blaðsíða 15
SKÁTABLAÐIÐ
15
Alþjóðlegar skátamiðstöðvar
Víðs vegar um heiminn eru skáta-
miðstöðvar sem eru opnar öllum skátum.
Fjórar þeirra eru í eigu WAGGGS. Sú
fimmta heyrir undir WOSM, það er sjálf-
seignarstofnunin Kandersteg í Sviss.
Þessi miðstöð hefur töluvert mörg ár að
baki og býður skíðaþjálfun, fjallgöngur og
ýmis alþjóðleg skátastörf bæði fyrir dren-
gi og stúlkur. Aðeins nokkurra tíma fjall-
ganga er þaðan til Our Chalet (skálans
okkar) sem er í eigur WAGGGS. í þessari
miðstöð er svipuð starfsemi og í Kand-
ersteg en fyrst og fremst ætluð stúlkum.
Drengir eru þó einnig velkomnir.
mm
I»1 !!!
Our Chalet var opnað 1932 fyrir kvenskáta alls staðar af úr heiminum. Our
Chalet er í Adelboden í svissneska landshlutanum Berner Oberland
Hugleiðsludagurinnn
Kvenskátar í öllum heiminum - og þó
nokkur hluti drengjaskáta - halda á hverju
ári upp á 22. febrúar.
Þetta er afmælisdagur Baden-Powell
hjónanna.
Sú hefð að halda upp á 22. febrúar á
rætur sínar að rekja til þess að Lady
Baden-Powell fékk þá ágætu hugmynd að
skátar gerðu eitthvað fyrir fjárhagslega
bágstadda skáta í stað þess að senda henni
haug af afmæliskortum.
Hugmyndin þróaðist og dagurinn er
nefndur á ensku “ Thinking Day “,
hugleiðingardagurinn. Sú hefð hefur
myndast að senda kveðjur til skáta utan-
lands sem innan eða hugsa sérstaklega til
þeirra. í mörgum löndum borga skátar
smáupphæð í Thinking Day sjóðinn 22.
febrúar.
Robert Baden-Powell (22. feb. 1857 - 8. jan. 1941) og Olave St. Clair Soames (22.
feb. 1889 - 25. júní 1977) giftu sig í október 1912.100.000 skátar lögðu hver um
sig fram 1 penny til brúðkaupsgjafarinnar, sem var bíll
Olave Center í London ber nafn Lady
Baden-Powell sem hét Olave. I miðstöð-
inni er alþjóðaskrifstofa kvenskáta (World
Bureau ) og Pax Lodge (Friðarskáli) sem
var opnaður í mars 1991. Þegar þessi
síðasti áfangi var tekin í notkun rættist
draumurinn um að geta aftur boðið skátum
úr öllum heiminum nútímalegt húsnæði á
námskeiðum og ráðstefnum.
í Pax Lodge er þar að auki húsnæði fyrir
námsmenn og aðra sem þurfa að dveljast í
London í lengri tíma.
Önnur alþjóðleg miðstöð er í Indlandi.
Það er Sangam sem er í eigu WAGGGS.
Hér er fyrst og fremst lögð áhersla á að
kynna og vinna að stærri verkefnum í
þágu indverskra barna en auðvitað eru
alþjóðleg skátastörf einnig stunduð í
miðstöðinni.
Loks er ein af alþjóðamiðstöðvum
WAGGGS í Mexíkó Our Cabana. Þar er
lögð stund á hefðbundna handiðn og
þjóðfræði auk alþjóðastarfsins. I
miðstöðinni eru einnig unnin þjónustu-
verkefni í þágu mexikóskra barna.
Fé úr sjóðnum er notað til að koma á fót
skátastarfi og styðja það, einkum í þriðja
heiminum. Þessi siður var þekktur meðal
íslenskra kvenskáta fyrir nokkrum
áratugum en hefur nú lagst af.
I dag minnast skátar í Vestmannaeyjum
dagsins með blysför inn í Herjólfsdal þar
sem nýir skátar og ylfingar eru vígðir við
varðeld og söng.
Gleðilegt
sumar