Skátablaðið Faxi - 01.04.1997, Page 17

Skátablaðið Faxi - 01.04.1997, Page 17
Laugardagurinn 22 febrúar var haldinn hátíðlegur að skáta sið með því að fara í friðargöngu inn í Herjólfsdal. Hist var kl. 18.00 við skátaheimilið og þaðan gengið í blysför inn í dal. Mjög góð mæting var af skátum auk nokkurra foreldra. Þegar í Herjólfsdalinn var komið bauð Páll Zóphóníasson félagsforingi alla velkomna. Minntist hann þess, að á næsta ári verður skátafélagið Faxi 60 ára. Sungnir voru skátasöngvar. Einn viðamesti punkturinn í þessari ferð var vígsla skáta og fór þar mest fyrir vígslu ylfinga. Að þessu sinni vígðust 6 skátar úr skátasveitinni Fífill, 17 ylfingar úr ylfingasveitinni Smáfólk og 16 ylfingar úr ylfingasveitinni Dögun. Að lokinni vígslu tók Páll félagsforingi aftur til máls og ræddi um mikilvægi vígslunnar í skátastarfi. Með vígslunni eru skátar að játa að fara eftir skátalögunum, sem eru tíu, og skátaheitinu. Einnig eru ylfingar að lofa að fara eftir ylfingalö- gunum og ylfingaloforðinu, en ylfingalö- gin eru aðeins tvö. 1. Ylfingur er hlýðinn/hlýðir gamla úlfinum(Akelu). 2. Ylfingur gefst ekki upp. Áður en haldið var til baka voru sungin nokkur skátalög. Þegar komið var aftur í skátaheimilið var boðið upp á skátakakó og meðlæti. Þeir sem höfðu tekið vígslu fengu afhent vígsluskjöl til staðfestingar á vígslunni. Þessi friðarganga heppnaðist í alla staði mjög vel og vorum við alveg ein- staklega heppin með veður eins og undan- farin ár.

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.