Skátablaðið Faxi - 01.04.1997, Page 18

Skátablaðið Faxi - 01.04.1997, Page 18
SKÁTABLAÐIÐ 18 Skátalögin - Skátaheitið - Kjörorð í árana rás hefur skátahreyfingin þróast mikið og ólíkt í mismunandi löndum, en grundvallarhugsjónirnar eru hinar sömu. Börn þroskast þegar þeim er sýnt traust og þau fá að spreyta sig á krefjandi verkefnum sem stigþyngjast. Börn þurfa einfaldar lífsreglur, sem þau geta skuldbundið sig til að halda. Þessar lífsreglur eru lagðar á einfaldan hátt í skátalögunum og skátaheitinu. Þrátt fyrir ólíka menningu og ólík tungumál eru meginatriðin í skátalögunum og skátaheit- inu eins um heim allan. Skátalögin l.Skáti segir satt og stendur við orð sín. 2.Skáti er traustur félagi og vinur. 3.Skáti er hæverskur í hugsunum, orðum og verkum. 4.Skáti er hlýðin. 5.Skáti er glaðvær. ó.Skáti er öllum hjálpsamur. 7.Skáti er tillitssamur. 8.Skáti er nýtinn. 9.Skáti er snyrtilegur í umgengni. lO.Allir skátar eru náttúruvinir. Skátaheitið Eg lofa að gera það sem í mínu valdi stendur til þess: - að gera skyldu mína við guð og ættjörð- ina. - að hjálpa öðrum og - að halda skátalögin. Kjörorð. Ávallt viðbúinn. “ Ekki taka sjálfan þig of alvarlega “ sagði Baden-Powell, þegar hann teiknaði þessa mynd af sjálfum sér. Gleðilegt sumar SPARISJÓÐUR VESTMANNAEYJA Gleðilegt sumar ÍSLANDSBANKI

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.