Skátablaðið Faxi - 01.04.1998, Qupperneq 3
SKÁTABLAÐIÐ FAXI
o
Náttúran og umhverfið
Afmælismót Faxa 8.-12. júlí
Ma rkmiö tí
Markmiðið með mótinu er að minnast
60 ára afmælis skátastarfs í Eyjum, og
um leið að gefa skátum þar tækifæri til
að sækja mót á sinni heimaslóð, þar sem
þeir geta kynnst náttúru Eyjanna á
óvenjulegan hátt. Þá er markmiðið
einnig að bjóða skátum frá öðrum
byggðarlögum, þeim kynnt náttúran og
unthverfið sem er þema mótsins.
Tjaldbúðir mótsins verða í
Skátastykkinu en það er fjögurra hekt-
ara svæði sem skátafélagið Faxi hefur til
umráða á suðurhluta Heimaeyjar. Þar
stendur nýr 100 ferm. skátaskáli sem
verður miðstöð mótsins.
Dagskráin byggir á flokkum, kjama
skátastarfsins. Tjaldbúðarstörf verða
þungamiðja dagskrárinnar sem hefst
með því að koma sér fyrir og gera tjald-
búðina vistlega og skemmtilega og hin
hefðbundnu störf munu verða í föstum
skorðum.
Til þess að undirstrika þema mótsins
munu ferðir um Eyjuna og umhverfís
hana verða aðaldagskrárliðir mótsins
þar sem lausn verkefna verða í bland.
Mótið verður sett miðvikudaginn 8.
júlí kl. 21.00 og því verður slitið sunnu-
daginn 12. júlíkl. 12.00.
Airiur
Allir skátar sem náð hafa 11 ára aldri
geta sótt mótið
SKÁTAFÉLAGIÐ FAXI
Skátastykkið séð með augum listamnnsins Jóa Listó
númer
otsmerkiö
Mótsmerkið, sem er hér að ofan, er
sett saman úr táknum og litum sem eru
einkennandi fyrir sögu, umhverfí og
náttúru Vestmannaeyja. Himininn er að
sjálfsögðu blár og sömuleiðis hafíð.
Borðinn með nafni mótsins er rauður og
táknar eldvirkni við og undir eyjunum.
Fjöllin tvö eru Helgafell (græna) og
Eldfell (svarta) sem varð til í gosinu
1973. Þau tákna líka eyjarnar í kring.
Litirnir, sá svarti og græni eiga líka að
sýna andstæðurnar í náttúrunni. Síðan
eru skuggar af físki og fuglum sem eru
einkennandi fyrir náttúru og umhverfi
Eyjanna.
Ef það vantar meiri upplýsingar þá er
hægt að hafa samband við eftirtalda
aðila::
Páll Zóphóníasson, félagsforingi: Hs.
481-1201 - Vs. 481-2711
Einar Örn Arnarsson: Hs. 481-1410 -
GSM 895-8372
Freydís Vigfúsdóttir: Hs. 481-2075
Rósa Sigurjónsdóttir: Hs. 481-2075