Skátablaðið Faxi - 01.04.1998, Qupperneq 13
SKÁTABLAÐIÐ FAXI
Menningarreisa nokkurra Eyjaskáta
Þann 6. nóvember fóru nokkrir vaskir
foringjar á foringjanámskeið á Ulfljóts-
vatni. Við fórum með Herjólfi um
morguninn og sökum þess að rútan á
námskeiðið fór ekki fyrr en kl. 20, áttum
við nægan frítíma í Reykjavíkinni.
Sumir heimsóttu ættingja en við hin
gerðum okkur glaðan og menningar-
legan dag. Frá Skátahúsinu, þar sem við
geymdum farangurinn okkar, var förinni
heitið til Reykjavíkurtjarnar þar sem við
gáfum frekum en gæfum öndunum
brauð. Þaðan gengum við í gegnum
Ráðhúsið sem okkur fannst ekki mikið
til koma sökum þess hversu tómt það
var.
Við, sem söngelskir skátar, ákváðum
að heilsa upp á Arna Johnsen vin okkar
og skelltum okkur á Alþingi. Því miður
var Arni ekki við en vel var tekið á móti
okkur og fengum við leiðsögn um hið
glæsilega hús, því ekkert þing var þenn-
an dag. Flestir tóku andköf er gengið var
um tignarlega salina og setustofurnar.
Það sem vakti þó mesta athygli okkar,
var hversu svakalega lítill hinn eiginlegi
þingsalur er. Maður sagði bara “VA!!!”
og hugsaði svo til þess er salurinn er
þéttsetinn !!! Ráðherrarnir þurfa svo
sannarlega að sitja þröngt (sem er mör-
gum ábyggilega afar erfitt) en þeim er
bætt það upp með leðurklæddum hægin-
dastólum. Einnig vöktu baðherbergin
mikla lukku en þó skelk því allan
tímann var maður dauðhræddur um að
brjóta eitthvað. Það gekk sem betur fer
allt slysalaust, fyrir utan að okkur tókst
að spora út gólfteppin með forugum
Freydís skoðuð eftir stökkið.
gönguskónum. Þessi viðdvöl mun seint
gleymast en förinni var haldið áfram.
Stefnan var tekin á Þjóðarbókhlöð-
una. Þrátt fyrir að hafa tilkynnt komu
okkar á undan, var okkur meinaður
aðgangur vegna aldurs. Þetta olli að
sjálfsögðu miklum vonbrigðum. Alla
þessa vegalengd gengum við ekki til
einskins því komið var við í bakaríi.
Eins og ekta túristar spókuðum við
okkur í sólskininu á gangstéttinni þar
fyrir framan og átum sætabrauð.
Vel mettar héldum við áleiðis að
tjörninni aftur og þaðan rakleitt upp
Laugarveginn og svo í áttina að
Hallgrímskirkjuturni. A leiðinni komum
við við á myndlistarsýningu sem var svo
innantóm og furðuleg að við hröðuðum
okkur áfram upp í kirkju.
Spenningurinn var mikill er stigið var í
lyftuna því svo og svo margar kvik-
myndir og lyftuslys voru rifjuð upp og
ollu nokkurri skelfingu en í turninn
komumst við samt. Bergmálið var svo
mikið að öll samtöl áttu sér stað í lágum
röddum þó að ónefnd manneskja hafi
rofið kirkjulegu þögnina með ískurháu
hræðsluöskri, er hún sá hversu hátt uppi
við vorum. Það var stórfengleg sjón að
skoða hinar fornu og margrómuðu
kirkjuklukkur. Einhverjum datt í hug að
þær gætu byrjað að hringja er við
stæðum undir þeim en “bráðgreindur “
foringi nokkur sagði að þær hringdu
bara á 30 mínútna fresti og þær hringdu
síðast fyrir 10 mínútum. Þegar þessu
orði var sleppt, lá við að hljóðhimnur
okkar spryngju vegna þeirra ægiháu
hljóða úr klukkunni sem dundu í góðan
tíma yfir okkur. Hálf heyrnarlausar
sigum við niður með lyftunni og
ákváðum að athuga hvort Drakúla greifi
sæti við hið rosalega og jafnamt það
stærsta pípuorgel sem fyrir augum okkar
hefur borið. Drakúla var reyndar ekki
þarna en Reykjarvíkurlaug var á sínum
stað og þar var gott að hvíla þreytta
fæturna eftir viðburðaríkan og ofur-
menningarlegan dag.
Foringjar á farandfæti
Slappað af á Alþingi