Skátablaðið Faxi - 01.04.1998, Page 14
SKÁTABLAÐIÐ FAXI
Sveitaforingjanámskeið 2
Lagt var af stað frá Skátahúsinu um
átta leytið og voru þar miklir endur-
fundir því ég hitti þar marga af vinum
mínum sem voru með mér á
Alheimsmótinu '95. Ekki var mikil
stemmning hjá fólkinu sem býr á eyj-
unni fyrir norðan Vestmannaeyjar svo
við Eyjakrakkarnir byrjuðum að syngja
fullum rómi öll þau lög sem við kun-
num, stanslaust alla leiðina (lklst) við
mikinn “fögnuð” hlustenda. í rútunni
var okkur á sveitaforingjanámskeiðinu
skipt í ílokka sem báru heiti úr gömlu
norrænu goðafræðinni. Minn flokkur
hét Freyr og fengum við verndarhlut
sem táknar frjósemi þ.e. blórn. Er við
komum upp í skála fórum við í nokkra
kynningarleiki og bjuggum svo til vin-
nubækur námskeiðsins. Eftir góðan
nætursvefn hófst viðamikill og lær-
dómsríkur dagur; leikir, fyrirlestrar og
verkefni fylltu dagskrá dagsins en eins
Krakkarnir á sveitarforingjanámskeiðinu í hrúgu-myndatöku. Freydís er
þarna í miðri hrúgunni.
Flokkurinn Freyr á sveitarforingjanámskeiði 2 með verndargripinn sinn,
blómið sem Freydís heldur á.
og venja er, var byrjað á skálaskoðun
klukkan 8:00. Eftir hádegið var
póstaleikur sem fól í sér m.a. bogfimi,
súrringar og íkveikjur. Að því loknu
fórum við út að renna. Um kvöldið var
hörkuspennandi næturleikur (ratleikur í
náttmyrkrinu) sem bæði námskeiðin
tóku þátt í og auðvitað vann flokkurinn
minn. Eftir kakó röltum við upp í
skálann þar sem við gistum en nenntum
ómögulega að fara að sofa og tróðumst
því öll inn í eitt herbergið og sungum
við gítarspil langt fram á nótt. Það var
erfitt að vakna eftir lítinn svefn á sun-
nudagsmorgninum en skálaskoðun var
samt á slaginu 8:00. Kennslan hélt
áfram meðan sólin sleikti útitekin andlit
okkar. Eftir frábæra helgi í góðum
vinahóp var komið að kveðjustund og
var heimferðin frekar þreytuleg eftir
þessa viðburðarríku samveru.
Freydís
skemmtun ÞROSKAHJÁLPAR í íþróttahúsinu