Skátablaðið Faxi - 01.12.2003, Page 4

Skátablaðið Faxi - 01.12.2003, Page 4
/ Utilega með strákum frá Garðabæ Útilegan byrjaði kl. 5 föstudaginnl4. nóvember. Við stelpurnar áttum að skreyta salinn í skátastykkinu. Kl. hálf 10 áttum við að fara niður á bryggju og sækja strákana. Strákarnir eða Jón Ingi kallaði á okkur og spurði: Eru þið stelpur? Við sögðum: Já! Og Jón Ingi sagði: Eru þið að bíða eftir skátum! Við sögðum: Já! Þá sagði Jón Ingi: Hér erum við!! Síðan fórum við að hjálpa foringjunum. Við stelpurnar og strákarnir, Hörður, Jón Ingi og Bjarki áttum að labba upp í skátastykki. Þannig að við fórum til Þóru Bjarkar og hún spurði hvort við mættum fá far en þegar pabbi hennar kom í hurðina hlupu strákarnir í burtu en við fundum þá. Þegar við komum upp í stykki voru foringjarnir ekki komnir en það var bara betra svo við fórum með farangurinn upp á loftið sem við sváfum á. Jón Ingi og Bjarki dönsuðu dans sem þeir sömdu og var dálítið fyndin. Síðan daginn eftir fórum við í morgunleikfimi sem Bjarki stjórnaði. Svo fórum við inn og fengum okkur morgunmat. Síðan fórum við aftur út í keppni um hvor flokkurinn yrði fljótari að brenna band sem við stelpurnar unnum. Það er þannig leikur að það er band sem er svolítið hátt uppi og við áttum að kveikja eld undir. Eftir það fórum við í popp keppni og það var þannig keppni um hvor flokkurinn brenndi poppið minnst og þeir unnu sem var svindl. Því að þetta var í fyrsta skipt- ið okkar að poppa yfir opnum eldi. Eftir þetta fórum við inn í hádegismat. Og Græjur til að poppa á opnum eldi! flii Hér má sjá keppnisandann í að poppa. fórum svo að síga, sumir fóru að síga hærra en aðrir fóru lægra. Síðan fórum við niður í skátaheimili í kókosbollu- keppni sem Ingunn vann og Bjarki var í öðru sæti). A meðan voru foringjarnir að baka skúffuköku. Svo áttum við að labba upp í skátastykki aftur. Strákarnir húkkuðu far hjá einhverjum gellum, en við stelpurnar löbbuðum því við erum svo hraustar. Svo fengum við okkur kvöldmat og fóru foringjamir að undirbúa skáta Idol. Forkeppnin var alveg æsispenandi, Simmi og Jói voru á staðnum(Hörður og Bjarki) og þeir mundu aldrei hvor var hvað og það var fyndið. Jón Ingi vann keppnina. Eftir keppnina var haldið Idol ball með tónlist og dansi. Eftir það fengum við okkur köku og heyrðum draugasögu og í miðri sögu var gerður draugagangur. Attum við að fara að sofa, en strákamir voru að syngja. Kl. 12 kom mamma Jakobínu og vakti alla, fór hún heim. Svo fórum við að tala saman og spila, og þrífa skálann. Jakobína kom aftur og hjálpaði okkur að taka til. Flokkakeppnin var jöfn og því var farið í pakk til að fá loka útkomu. Strákarnir unnu. Svo kl. 15 lögðu strákamir af stað niður í Herjólf og Bjarki knúsaði alla bæ. Jólakveðja Tröllabambar 4 SKÁTABLAÐIÐ FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.