Skátablaðið Faxi - 01.12.2003, Síða 11
Flokk
Flokkamót Faxa var haldið helgina
10-13 júlí upp í Skátastykki. Á mótið
komu um 40 danskir skátar sem settu
mikinn svip á mótið. Það komu líka
flokkar frá Isafirði, Borganesi, Selfossi,
Svönum og Keflavík, einnig fengum við
gamla skáta sem eru búsettir á fasta-
landinu til að hjálpa okkur. Við vorum
mjög heppin með veður sem gerði nátt-
úrulega allt miklu skemmtilegra (Það
var fullt af skemmtilegum dagskráliðum
í boði og má þá helst nefna þrautabraut
sem var niðrí klauf, sig, sprang, göngur
upp á fjöllin og svo var skemmtilegur
leikur á byggðarsafninu. Kíkt var í sund
og svo fóru þeir sem vildu fara í bátsferð
á sunnudeginum áður en þau fóru í
Herjólf. Þetta mót heppnaðist vel og
fóru allir kátir og þreyttir heim eftir
skemmtilegt mót.
Jólakveðja, Leifa
Hérna er verið að súrra
saman eitthvað flott.
Hér er verið að baka
brauð yfír opnum eldi.
Sólveig að sýna listir sínar í þrautalandi.
Hér má sjá flokk úr Eyjum fá sér vænan morgunmat.
Jóti/Jóta 17.-19. október
(Alþjóðleg samskipta helgi skáta)
Smiðjudagar eða Jóti / Jóta er alþjóðasamskipta helgi skáta
um allan heim. En þessi helgi átti að vera haldin hér í Eyjum
en vegna óviðráðanlegra ástæðna var það ekki hægt. En við
létum það ekki á okkur fá heldur komum við með tölvur að
heiman niður í skátaheimili, en komum þeim ekki á netið fyrr
en seint um kvöldið og ákváðum því að fara þá heim og sofa.
Hitumst um hádegi aftur og þá var netið aftur hrunið, en
komum okkur aftur inn. Við héldumst á spjallsíðunni allan
tíman eftir það. Var það mjög gaman, því við vorum að
spjalla við skáta frá Islandi, sem voru saman komin í nýju
skátamiðstöðinni okkar við Hraunbæ 123 í Reykjavík. Vorum
við vakandi fram á rauða nótt, ef við megum kalla það nótt
(held reyndar að það hafi verið komin morgun) Á sunnu-
deginum vorum við að koma aftur um fjögur og vorum í
tölvunum fram að miðnætti. En þessi helgi minnti helst á að
tölvunördar leynast á mörgum stöðum. Dróttskátar takk fyrir
æðislega helgi, veit að þær verða fleiri...
Jólakveðja Rósa
SKÁTABLAÐIÐ FAXI
Heimsókn Felix
Við í skátafélaginu fengum
óvæntan gest nú í sumar því
það var hann Felix sem er
blettatígur. En hann kom
hingað því allir blettatígrar
eru í útrýmingarhættu, og var
þetta eitthvað átak hjá skátum
í Namibíu. En Felix hafði
farið í heimsókn á marga staði
þ.e.a.s. Danmörku, Noregs,
Færeyja og svo hingað til Vestmannaeyja. Það fylgdi honum
mikið af teikningum og bréfum sem við lásum yfir.
Ylfingarnir í Dögun fengu að kynnast þessu frábæra dýri,
með því að teikna mynd af því og fræðast um blettatígra.
Felix var svo sendur til Namibíu aftur, með öllu dótinu sínu,
en hann vann til mikillar luku í norðurlöndunum þar sem hann
komst í fjölmiðla. Þannig má nú segja að hann Felix sé frægur
bangsi. Við í skátafélaginu munum sakna hans mjög mikið.
Rósa
11