Skátablaðið Faxi - 01.12.2013, Page 14

Skátablaðið Faxi - 01.12.2013, Page 14
Gilwell-leiðtogaþjálfun fyrir alla fullorðna sem vilja taka þátt í skátastarfi. Við þurfum alltaf að setja okkur markmið í lífinu, vinnu og tómstundum. Margir velta því fyrir sér hvernig sé hægt að setja sér markmið í skátunum, er það ekki bara að vera skáti eða súper skáti, jú og fara kannski á einhver skátamót? Markmiðið sem ég setti mér þegar ég var barn í skátastarfinu var að klára forsetamerkið. Það markmið náðist þegar ég var 16 ára en þá höfðum við vinirnir unnið að því í 2 ár með tilheyrandi verkefnum og áskorunum sem þurfti að leysa til að fá merkið. Sú vinna var alveg svakalega skemmtileg og ævintýraleg og svo sannarlega þess virði. Þegar þessu markmiði var náð var næsta markmið orðið ljóst og það var að taka Gilwell, en eins og hjá mörgum gerðist það að tíminn fyrir skátastarfið fór að minnka og að lokum flutti ég upp á land og datt alveg úr starfi. „Eitt sinn skáti, ávallt skáti" hefur samt alltaf haft mikla merkingu í mínu hjarta og hef ég alltaf fylgst vel með hvað er að gerast í Faxa og verið boðin og búin að aðstoða skátastarfið eftir því sem ég best get. í fyrra þá 17 árum eftir að markmiðið var sett hringdi Alma vinkona í mig og sagðist ætla að skella sér á Gilwell, litla skátahjartað mitt tók nokkra kippi og eftir mjög stutta umhugsun stóð ekki á svari mínu „ég kem með". Við byrjuðum á að fara á kynningafund í skátamiðstöðinni í Árbænum sem var jafnframt fyrsta skrefið í Gilwell þjálfuninni, eftir það var ekki aftur snúið og við gerðum okkur grein fyrir því að framundan væru nýjar áskoranir og mörg ævintýri. Skrefin í Gilwell þjálfuninni voru 7 þar af voru 2 helgar á Úlfljótsvatni, þær helgar voru tveggja daga ævintýri þar sem við fórum aðeins út fyrir þægindarammann og leystum skemmtileg viðfangsefni og þrautir. Aðra helgina fengum við að kynnast útieldun í grenjandi rigningu allan tímann en stemmningin var svo skemmtileg að við munum varla eftir rigningunni. í þjálfuninni kynntumst við mikið af frábæru fólki, góð tengsl mynduðust og eru margir í góðu sambandi í dag. Fólkið hafði mismundandi bakgrunn í skátastarfi, sumir höfðu verið skátar allt frá því þeir muna eftir sér, aðrir voru að koma aftur inn eftir smá hlé í skátastarfi og enn aðrir voru að stíga sín fyrstu skref sem skátar, það er nefnilega aldrei of seint að gerast skáti. Við höfðum líka öll mismundandi hlutverkí skátastarfinu, einhverjir voru foringjar, aðrir voru í stjórn eða störfuðu á skrifstofu BÍS og enn aðrir voru í baklandi skátastarfs. Eins og sjá má þarf fólk ekki að hafa einhvern ákveðinn bakgrunn eða sinna ákveðnu hlutverki innan skátastarfsins til þess að skella sér á Gilwell. Ef þú ert fullorðin og hefur áhuga á skátastarfi þá hvet ég þig til að skella þér á Gilwell og upplifa ný ævintýri. Ávallt viðbúin, Björk Spæta Gilwell-leiðtogaþjálfun er æðsta leið- togaþjálfun Skátanna. Henni er ætlað að gera þátttakendum kleift að marka sér stefnu og setja sér markmið til þroska, átaka og sigra í skátastarfi og í lífinu almennt. Gilwell-leiðtogaþjálfun veitir innsýn í hlutverk fullorðinna í skátastarfi, sem öðlast þekkingu og færni til að leiða starfið og þar með leggja sitt af mörkum til betra samfélags. Gilwell-námskeiðin eru fimm samtals. Auk Gilwell-náskeiðanna þurfa þátttak- endur að taka námskeið í skyndihjálp og um réttindi barna til að fá Gilwell-einkennin og útskrifast sem Gilwell-skáti. Markmiðið er að bjóða leiðtogaþjálfun sem stenst kröfur samtímans um stjórn- unarnám sem nýtist þátttakendum bæði í skátastarfi og í lífinu yfirleitt. Stefnt er að því að nánast allir fullorðnir skátaforingjar og aðrir leiðtogar innan skátahreyfingarinar hafi lokið Gilwell-leiðtogaþjálfun innan fimm ára. Kynntu þér Gilwell-leiðtogaþjálfun inná www.skatar.is einnig getur þú haft samband við Björk Guðnadóttur eða Ölmu Eðvaldsdóttur ef þú vilt fá frekari upplýsingar. Landsmót skáta 2014 Verður haldið að þessu sinni á Akureyri dagana 20. júlí til 27. júlí. Þema mótsins verður "í takt við tímann" og verður boðið uppá þrjú dagskrárþorp á mótinu með fjölbreyttri afþreyingu en þorpin munu bera nöfnin Fortíð, Nútíð og Framtíð. Almenn dagskrá er fyrir skáta á aldrinum 10 til 22 ára. Staðurinn sem mótið er lialdið á heitir Hamrar, útilífs- og umhverfismiðstöð skáta og er fjölbreytt útivistar- og athafnasvæði. Svæðið er staðsett í útjaðri Akureyrar. Meiri upplýsingar um mótið er hægt að nálgast á síðu mótsins www.skatamot.is 14

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.