Fréttablaðið - 02.01.2018, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 02.01.2018, Blaðsíða 10
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Kjartan Hreinn Njálsson kjartanh@frettabladid.is „Mennskan“ í samhengi fjórðu iðn- byltingarinn- ar er heppi- legt leiðarstef. Samskipti, sköpun og gagnrýnin hugsun eru eiginleikar sem vélarnar munu seint tileinka sér. Allt það helsta úr heimi TÍSKUNNAR á einum stað .is GLAMOUR.IS Hin svokallaða fjórða iðnbylting var á allra vörum á árinu sem var að líða. Þessi torkennilegi frasi, sem áður var aðallega að finna í vísindaskáldskap og skrifum framtíðarfræðinga, hefur nú rutt sér til rúms í þjóðmálaumræðunni vítt og breitt um heiminn. Forsætisráðherra minntist á þessar miklu breytingar í áramótaávarpi sínu: „Gagn- vart þessari byltingu dugar ekkert minna en þverpólitísk framtíðarsýn um það hvernig á að takast á við sívaxandi sjálfvirkni sem mun breyta öllu umhverfi okkar.“ Fyrsta iðnbyltingin snerist um vatn og gufu, önnur um rafmagn og fjöldaframleiðslu og sú þriðja um upp- lýsingatækni. Fjórða iðnbyltingin er þegar hafin og tekur til gífurlegra framfara á tiltölulega stuttum tíma í gervigreind, líftækni, efnisfræði, tölvunarfræði og fleiru. Saman munu þessar framfarir umbreyta heim- sefnahagnum og samfélagi mannanna. Ekki er hægt að segja annað en að það sé fagnaðar- efni að heyra forsætisráðherra undirstrika mikilvægi þess að íslenskt samfélag undirbúi sig fyrir þessar miklu breytingar. Því þessar breytingar eru ekki nátt- úruhamfarir eða einhver önnur utanaðkomandi ógn. Við þurfum ekki að „aðlagast“ þessum breytingum og taka þar með upp orðræðu félagslegs darwinisma. Þvert á móti eiga þessar breytingar að grundvallast á forsjárhyggju þeirra sem fara með löggjafarvaldið, á árvekni eftirlitsaðila og, vonandi, á beinni aðkomu almennings að ákvarðanatöku. Það er ekki órökrétt að óttast þessar framfarir. Inn- reið gervigreindar mun þurrka út störf og ólíkt því sem gerðist í fyrri iðnbyltingum færast þessi störf ekki ofar eða til hliðar í framleiðslukeðjunni. Um leið og örfá stórfyrirtæki efnast á þessari þróun neyðumst við til að endurhugsa hvað felst í hugtakinu „vinna“. Því í þessum breytingum er ein grundvallarsviðsmynd sem fáir deila um; auður mun safnast á færri hendur sem aldrei fyrr og gríðarlegur fjöldi fólks mun glata lífs- viðurværi sínu. „Þarna þurfum við að standa vaktina fyrir mennsk- una,“ sagði forsætisráðherra á gamlárskvöld. „Fyrir fólkið, og tryggja að tæknin verði okkur til góðs [...] Það er hægt en allt það sem við gerum nú um mundir getur skipt máli til að tryggja að þessi framtíð verði björt.“ „Mennskan“ í samhengi fjórðu iðnbyltingarinnar er heppilegt leiðarstef. Samskipti, sköpun og gagn- rýnin hugsun eru eiginleikar sem vélarnar munu seint tileinka sér. Þannig má líta á þessar miklu breytingar sem tækifæri fyrir upphafningu hins mannlega, þar sem framtíðin er ekki ómennsk dystópía heldur tíma- bil nýrrar siðvitundar. Að vissu leyti er ákveðin þversögn fólgin í þessum hugmyndum. Enda eru það einmitt störf eins og þau sem við finnum í skólum, öldrunarheimilum og víðar sem ekki eru launuð í samhengi við mikilvægi þar sem framtíð hins mannlega er að finna í veröld algrímsins og gervigreindar. Mennskan Vigdís ryksugaði Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC segir Vigdís Finnbogadóttir að hún hafi gert það sem aðeins konur myndu gera þegar hún íhugaði að bjóða sig fram til forseta Íslands. Hún hafi vakað alla nóttina og ryksugað íbúðina sína. Vigdís og forsetaferill hennar eru til upprifjunar hjá BBC í til­ efni þess að 100 ár eru liðin síðan breskar konur fengu kosningarétt. Nefnast þættirnir Her Story Made History. Eru fimm kvenfrumkvöðl­ ar í alþjóðasamfélaginu teknir tali og er þátturinn um Vigdísi frum­ fluttur á morgun. Tíu góðir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, vitnaði í rithöfunda, prest, lagahöfunda og rappara í ára­ mótaávarpi sínu. Guðni vitnaði oftast í rithöfunda, meðal annars í nóbelsskáldið Halldór Laxness en einnig í þau Guðmund Brynjólfs­ son, Auði Övu Ólafsdóttur og Vigdísi Grímsdóttur um að það eina sem skipti í rauninni virkilegu máli sé að vera góður við börn. Þá gekk frétt Jóhanns Bjarna Kol­ beinssonar á RÚV um borðplötur og dýrari eldhús í endurnýjun lífdaga. Guðni vitnaði einnig í laga­ höfundana Góða úlfinn og Rúnar Júlíusson sem og séra Vigfús Bjarna Albertsson og sjálfan Martin Luther King um að sönn umhyggja yrði að lokum allri illsku yfirsterk­ ari. Amen. benediktboas@frettabladid.is Góð geðheilsa er undirstaða lífsgæða. Samkvæmt upplýsingum frá landlækni frá því í september 2017 hefur geðheilsu ungs fólks hrakað á undan- förnum árum. Geðheilbrigðisþjónustu við ungt fólk þarf því að efla og styrkja sérstaklega, til að stemma stigu við þeirri þróun. Ég mun leggja ríka áherslu á eflingu geð- heilbrigðisþjónustu í embætti mínu sem heilbrigðisráð- herra, með það meginmarkmið að leiðarljósi að tryggja skuli öllum jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag og búsetu. Sérstök áhersla er lögð á að efla geð- heilbrigðisþjónustu í fjárlögum ársins 2018. Efla þarf geðheilbrigðisþjónustu á heilsugæslu- stöðvum og sjúkrahúsum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni, og í fjárlögum ársins 2018 eru stigin skref í átt að þeirri eflingu. Fjárveiting til sjúkrahús- þjónustu hækkar um 200 milljónir króna samkvæmt fjárlögum ársins 2018. Því framlagi er ætlað að efla geð- heilbrigðisþjónustu innan Landspítala sérstaklega svo mögulegt sé að bjóða upp á góða geðheilbrigðisþjónustu á deildum spítalans. Barna- og unglingageðdeild Land- spítalans fær 45 milljóna viðbótarframlag, sem er ætlað til þess að stytta biðtíma eftir þjónustu á deildum BUGL, sem er verkefni sem sérstaklega brýnt er að ráðast í. Gagnsemi sálfræðiþjónustu er gríðarmikil. Aukið aðgengi almennings að sálfræðiþjónustu er mikil- vægur liður í góðri geðheilbrigðisþjónustu og auka þarf fjárframlög til þessa málaflokks. Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2018 rennur 60 milljóna króna framlag til heilsugæslunnar, sem er sérstaklega ætlað til að fjölga sálfræðingum og þverfaglegum geðheilsuteymum innan heilsugæslunnar og auka aðgengi fólks að hugrænni atferlismeðferð. Ég mun einnig leggja ríka áherslu á að geðheilbrigðis- áætlun til ársins 2020 verði hrint í framkvæmd og hún fjármögnuð til fulls. Einnig mun ég leggja áherslu á að heilbrigðisráðuneytið styðji eins og kostur er við frjáls félagasamtök sem starfa á sviði geðheilbrigðisþjónustu, enda gegna frjáls félagasamtök lykilhlutverki á ýmsum sviðum heilbrigðisþjónustu. Eflum geðheilbrigðisþjónustuna Ég mun leggja ríka áherslu á eflingu geðheil- brigðisþjón- ustu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis­ ráðherra 2 . j a n ú a r 2 0 1 8 Þ r I Ð j U D a G U r10 s k o Ð U n ∙ F r É T T a B L a Ð I Ð SKOÐUN 0 2 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :5 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E A 0 -1 8 2 0 1 E A 0 -1 6 E 4 1 E A 0 -1 5 A 8 1 E A 0 -1 4 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 1 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.