Fréttablaðið - 02.01.2018, Page 40

Fréttablaðið - 02.01.2018, Page 40
Jóns Sigurðar Eyjólfssonar Bakþankar Dreifing dreifing@postdreifing.is Ef blaðið berst ekki 800 1177 Við segjum fréttir Smáauglýsingasíminn og skiptiborð 512 5000 Vísir ritstjórn 512 5200 Fax: 512 5301 ritstjorn@frettabladid.is auglýsingadeild auglysingar@frettabladid.is Prentun Ísafoldarprentsmiðja mest lesna dagblað landsins. ÞÚ GETUR NÁLGAST FRÍTT EINTAK AF FRÉTTABLAÐINU VÍÐSVEGAR UM LANDIÐ. Óskir þú eftir því að fá blaðið í áskrift, hafðu samband við Póstdreifingu. Opið allan sólarhringinn í öllum verslunum Ég er aldeilis upp með mér að fá að árna þér heilla svona í fyrsta blaði ársins. Þannig að: Gleðilegt ár. En hvað þýðir þetta svo sem, er þetta ekki bara klisja? Nei, ég vil að þetta verði gott ár hjá þér. En hvað þýðir það? Er það gott ár þegar maður þénar mikið, nær sér í yngri og fallegri konu eða karl, öll uppáhaldsliðin manns vinna, eða hvað? Örugglega ekki. Allavega gæti allt þetta gerst á hræðilegu ári. Til að flækja málin enn frekar á minningin það til að gera öll ár góð sama hversu skelfilega manni leið meðan þau voru að líða. Mér er til dæmis minnisstætt þegar ég var unglingur, þá ákvað ég einn sunnudaginn að á diskótekinu komandi föstudag skyldi ég taka stelpuna á löpp sem svo mjög hafði haldið fyrir mér vöku með erótískri útgeislun sinni. Strax á mánudeginum var ég farinn að skjálfa í hnjánum. Og á fimmtu- deginum var ég ekki mönnum, og enn síður kvenmönnum, sinnandi. Hins vegar vaknaði ég brattur á föstudeginum uns mér varð litið í spegilinn en þá blasti við mér svo stór bóla á nefinu að pabbi var helst á því að ég yrði að sækja um nafnskírteini fyrir hana. Ég fór meðfram veggjum á diskótekinu en stúlkan fór með himinskautum ásamt einhverjum barnsbossanum. Alla þá helgi var ég helst á því að heimurinn mætti farast en í minningunni er þetta nú orðið voðalega skemmtilegt. Þannig að ég ætla bara að óska þess að árið verði gott fyrir sálina þína. Og hvað er sál? Jú, þetta sem þú svíkur þegar þú hatar og bæn- heyrir þegar þú elskar. Já, megi árið vera gott fyrir hana. Gott ár fyrir sálina 0 2 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :5 0 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E A 0 -0 4 6 0 1 E A 0 -0 3 2 4 1 E A 0 -0 1 E 8 1 E A 0 -0 0 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 0 s _ 1 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.