Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.06.2017, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.6. 2017
Heimurinn er að sigla inn í fjórðu iðn-byltinguna þar sem vélar munu leysamanninn af hólmi á ýmsum sviðum
atvinnulífsins og jafnvel standa sig betur en
maðurinn, bæði á hagkvæmari og ódýrari
máta. Á sama tíma mun það skapa atvinnu-
leysi í heiminum og gætu því margir verið að
velta því fyrir sér hvenær vélin muni senda þá
á atvinnuleysisbætur. Í nýrri grein á bbc.com
er leitað svara, en margir í gervigreind-
arbransanum eru að huga að því hvaða áhrif
þessi þróun og framför á tæknisviðinu muni
hafa á störf okkar mannanna. Nýlega hefur
Katja Grace, rannsakandi hjá Future of Hum-
anity Institute, deild í Oxford-háskóla, ásamt
kollegum sínum hjá AI Impacts Project og
Machine Intelligence Research Institute, gert
könnun á meðal 352 vísindamanna til að reyna
að komast að því hve langt sé í að vélarnar
taki yfir hin ýmsu störf. Meðal þeirra sem
þátt í könnuninni tóku var fólk sem er fram-
arlega á sviði gervigreindar í heiminum.
Vélin lengur með þvottinn
Góðu fréttirnar eru þær að flest okkur eru
örugg með störf okkar um ókomin ár. Rann-
sakendur telja að það séu helmingslíkur á því
að vélar verði færar um að vinna öll mannleg
störf eftir 120 ár. Tekin voru saman nokkur
dæmi og t.d. er talið að vélar geti brotið sam-
an þvott árið 2021. Þannig að ef þú vinnur í
þvottahúsi ættirðu ef til vill að fara að huga að
nýrri vinnu. Eða kannski ekki, þar sem vél-
arnar eru mun lengur að vinna vinnuna en
manneskjan. Nú þegar eru til vélar sem
brjóta saman þvott; handklæði, gallabuxur og
stuttermaboli. Árið 2010 tók það vélina 19
mínútur að brjóta saman eitt handklæði. Árið
2012 tók það vélina fimm mínútur að brjóta
saman buxur og rúmar sex mínútur með bol-
inn. Þannig að þrátt fyrir stöðugar framfarir
er enn dálítið langt í að þessar vélar leysi
manninn af hólmi.
„Að hreyfa til hluti í raunheiminum og að
finna út hvað á að hreyfa og hvernig, í sí-
breytilegum heimi er ótrúlega erfitt fyrir vél-
ina. Verkefni sem ekki krefjast þess að hreyfa
til hluti eru mun einfaldari fyrir þær,“ segir
Jeremy Wyatt, prófessor í vélmenna- og
gervigreindardeild Háskólans í Birmingham.
Sjálfkeyrandi vörubílar
Þótt starfsfólk þvottahúsa haldi vinnu sinni
eitthvað lengur þurfa vörubílstjórar og þjón-
ustufólk í verslunum e.t.v. að fara að huga að
nýjum störfum, a.m.k. eftir tvo áratugi eða
svo. Talið er að vélar geti farið að keyra vöru-
bíla árið 2027 og taka við verslunarstörfum
árið 2031. Reyndar er þá frekar átt við sölu-
fólk á netinu heldur en þann sem hjálpar þér í
búðinni að velja réttu buxurnar.
Erfiðustu störfin fyrir tölvur að fram-
kvæma eru þau störf sem hafa tekið manninn
mörg ár að ná hæfni í. Þessi störf fela í sér
ákvarðanatöku, sem oft byggist á reynslu og
innsæi, og flókna abstrakt hugsun. Sérfræð-
ingar spá að vélar verði ekki farnar að taka
yfir störf skurðlækna fyrr en í kringum 2053
og að gervigreindartölvur verði farnar að
skrifa metsölubækur árið 2049, og eru þær
jafnvel komnar með „puttana“ í það nú þegar.
Þrátt fyrir alla tæknina munu sem betur fer
alltaf vera til störf sem tölvan getur ekki gert
jafn vel og manneskjan. Hver gæti til dæmis
ímyndað sér að hlusta á tölvuprest messa?
Láta vélmenni taka á móti barni þínu? Passa
börnin þín á leiksskólanum?
Tíföld geta á fimm árum
Á vefsíðunni techrepublic.com er vitnað í pró-
fessorinn og hagfræðinginn Erik Brynjolfs-
son, sem skrifað hefur bókina The Second
Machine Age. Í þeirri bók er fjallað um hvaða
störf verða eftir þegar hugbúnaður er orðinn
það þróaður að hægt verður að láta bíla keyra
án ökumanna, þýða ræður beint og ganga í
önnur störf sem áður hafa eingöngu verið tal-
in á færi manna.
Hann bendir á að tölvan „tvöfaldi sig“ á 18
mánuðum og tífaldi styrkleika sinn á fimm ára
tímabili. „Þetta er á allt öðrum skala í fram-
förum og hefur breiðari áhrif á hagkerfið en
gufuvélin hafði á sínum tíma, þetta gerist allt
miklu hraðar og er þverfaglegra en áður,“
segir íslenskættaði fræðimaðurinn Erik
Brynjolfsson.
Vélar hafa nú þegar gengið í mörg mannanna störf. Fjórða iðnbylt-
ingin er nú í uppsiglingu og styttist í að vélar færi sig á enn fleiri
svið vinnumarkaðarins. En hvenær er þitt starf í hættu?
Thinkstock
Helmingslíkur eru á því að
vélar verði færar um að vinna
öll mannleg störf eftir 120 ár. Hvenær stela
vélarnar
vinnunni þinni?
’
Að hreyfa til hluti í raunheiminum og að finna
út hvað á að hreyfa og hvernig, í síbreytilegum
heimi, er ótrúlega erfitt fyrir vélina.
Jeremy Wyatt, prófessor í vélmenna- og gervigreindardeild
Háskólans í Birmingham.
ERLENT
ÁSDÍS ÁSGEIRSDÓTTIR
asdis@mbl.is
SUÐURSKAUTS-
LANDIÐ
CAPE ADARE Búið er að
leysa ráðgátuna um fallegt
vatnslitaverk af dauðum fugli
sem fannst í elsta húsi Suður-
skautslandsins, byggt af norskum
leiðangursmönnum árið 1899. Myndin fannst í bunka af blöðum sem
þakin voru myglu og dúfnaskít og er í góðu ástandi.Talið er að myndin
sé eftir breska vísindamanninn Dr. EdwardWilson, sem lést í leiðangri á
suðurpólnum árið 1912. Fundurinn er talinn merkur og mun myndin fá
að hanga þar í húsinu eftir að búið verður að gera það upp.
FRAKKLAND
Lífsstílsbloggari og Instagram-stjarna í Frakklandi, hin 33 ára
gamla Rebecca Burger, lést í vikunni eftir að rjómasprauta sprakk
og lenti á brjóstkassa hennar. Hún lést úr hjartaáfalli í kjölfarið.
Burger var með 165,000 fylgjendur á Instagram. Fjölskyldan
varar við hættunum og birti mynd af rjómasprautunni.
BANDARÍKIN
FLÓRÍDA TigerWoods tilkynnti á mánudag að hann hefði
leitað sér faglegrar hjálpar eftir að hann var handtekinn af
lögreglu í síðasta mánuði undir áhrifum lyfja eða áfengis.
Hann tísti: „Ég er þessa dagana undir handleiðslu fagaðila
sem hjálpa mér að höndla bakverki og svefntruflanir og gefa
mér ráð varðandi lyfjagjöf mína. Ég vil þakka þann gríðarlega
stuðning og skilning sem aðdáendur mínir hafa sýnt mér.“
ENGLAND
DEVON Í kringum 30 drengir mættu
í Exeter skólann í Devon í pilsum
til að mótmæla að þeir mættu ekki
mæta í stuttbuxum, en afar heitt hefur
verið í veðri. Þeir höfðu beðið um
leyfi til að mæta í stuttbuxum en því
var hafnað. Drengirnir tóku til sinna
ráða og mættu í pilsum, en skóla-
búningur stúlkna er pils. Þeir vonast til að skólinn endurskoði reglurnar í
framtíðinni. Skólayfirvöld segja það ekki útilokað í ljósi hlýnandi veðurfars.
Fræðimenn í Oxford-háskóla hafa áætlað
að tölvur og vélar muni taka yfir 47% af
bandarískum störfum á næstu tveimur ára-
tugum. En hverjir missa fyrst vinnuna til vél-
anna?
Millistjórnendur
Ef vinnan þín felst í því að flytja tölur til og frá
í excel og útskýra af hverju, er starf þitt í
bráðri hættu.
Sölufólk
Vélar geta lækkað kostnað fyrirtækja umtals-
vert með því að sjá um sölumál. Mikið af því
mun fara fram á netinu og manneskjan verð-
ur óþörf.
Textahöfundar
Ef þú ert blaðamaður, skrifar um fjármál eða
íþróttir eða ert fréttaþulur, er líklegt að þú
missir vinnuna í hendur tölva innan nokkurra
áratuga.
Endurskoðendur/bókarar
Það mun brátt koma að því að tölvur verði
mun betri í þessum störfum en maðurinn.
Læknar
Að því kemur að tölvur munu geta leyst ým-
is verk sem sem aðeins læknar geta sinnt nú.
Störf í hættu!